Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 13

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 13
F R E Y R 31 Vakið hafði verið máls á stofnun l slíks ungmennafélagsskapar hér t. d. í Skinfaxa 1923. Fyrst er þó ítarlega frá málinu skýrt af Metúsalem Stefánssyni í erindi hans „Hugur og hönd“, sem hann flutti á námsskeiðum 1925, og sem hirt var í Búnaðarritinu 1926. Til stuðnings málefni þessu var á námsskeiði trúnaðarmanna Búnaðarfél. ísl. kosin nefnd í nóv. 1926. Að entu starfi flutti hún tillögu þar sem skorað var á stjórn B. í. að taka að sjer for- göngu um málið, úr framkvæmdum varð þó ekki, mun stjórnin ekki á síðastliðnu ári hafa haft tíma til að hrinda því á- leiðis. Sigurður Sigurðsson hafði leitað sér upplýsinga um málið í sumar. Fór hann þess á leit við Frants Lund ráðunaut International Education Board, að veittur yrði stuðningur til þessarar starfsemi hér á landi, var því vel tekið. En sjóður þessi byrjar því aðeins starf sitt í einhverju landi, að ríkisstjórn við- komandi lands æski þess. Það hafa t. d. allar fjórar ríkisstjórnir Norðurlanda gert, og er þar hafinn þessi vinnufélags- skapur ungmenna. Búnaðarþingið samþykti tillögu þar sem þess er beiðst að ríkisstjórnin fari þess á leit við Rockefellersjóðinn að samskonar starfsemi verði hafin hér. Veitti jafnframt Guðrúnu Björnsdóttur frá Grafarholti 500 kr. styrk til að koma á fót og leiðbeina um stofnun nokkurra ungmennavinnufélaga í vor, er verði fyrsti vísir til þessarar ágætu starfsemi á voru landi. 9. Erindi um heyþurkunarvélar. Erindi þetta er frá Baldri Sveinssyni blaðamanni og stud. theol. Lúðvík Guð- mundssyni, og þess efnis að Búnaðar- þingið feli stjórn Búnaðarfélagsins að annast tilraunir um heyþurkun með vél- um. Beindi Búnaðarþingið því til stjórnar- innar að hún láti athuga hvort nothæf- ar heyþurkunarvélar finnist erlendis. 10. Erindi um útrýmingu fjárkláða. Alþingi leitaði umsagnar Búnaðarþings- ins um frumvarp til laga um útrýmingu fjárkláða og bað um upplýsingar um út- breiðslu fjárkláðans hér á landi á síð- ustu árum. Frumvarpið mælir svo fyrir að allsherj- arböðun til útrýmingar á fjárkláða skuli fara fram í árslok 1928 og ársbyrjun 1929. Féð skuli haðað þrem böðum, með hæfilegu millibili. Ríkissjóður greiðir kostnað allan við eftirlit með böðuninni og % hluta andvirðis haðlyfja, komið á hafnir í héraði hverju. Umræður urðu miklar um mál þetta, og margar tillögur bornar fram. Eftirfar- andi ályktunaratriði voru samþykt. „Það telur rjett að samþykt verði heimildar- lög, þar sem ríkisstjórninni heimilast að fyrirskipa kláðabaðanir um land alt þegar henni og B. í. þyKi hentugur tími til þess“. Ennfremur að til kláðabaðana séu .aðeins notuð þau baðlyf, sem innlend reynsla er um að best hafi reynst til út- rýmingar fjárkláðanum. Meiri hluti Bún- aðarþings var því mótfallinn að lögskipuð verði kláðaböðun á sauðfé á fastákveðn- um tíma. 11. Erindi um rannsóknir veiðivatna. Siunarið 1925 dvaldi hér austurrískur fiskifræðingur Dr. Reinsch. Ferðaðist hann nokkuð um, á veguin Búnaðarfé- lags íslands, hefur hann gefið félaginu itarlegar s'kýrslur um rannsóknir sínar. Af þeim hafa verið birtar „Um rannsókn- ir á Lagarfljóti“ og „Um klak og klali- hús“. Árið 1926 var ráðgert að fá Dr.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.