Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 25

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 25
F R E Y R 43 en um ganglagið er nokkuð öðru máli að gegna en með reiðhestinn, því akhest- urinn ætti einungis að vera hreinn brokk- ari. Hann er ákjósanlegast að fá sem stærstan og þrekmestan og vel vaxinn, jafnframt því að hann hafi góðan og öt- ulan vilja. Að þessu ber að stefna í hrossarækt vorri framvegis, að aðgreina hrossin eftir fyrirhugaðri notkun þeirra. Tveir kynbótahestar þyrftu þá að vera til afnota í hverri sveit á landinu, annar ætlaður til þess að ala undan reiðhross og notaður væri handa hryssum er lík- legar þættu til að koma með góð reið- hrossaefni, en hinn hestinn, sem væri valinn sem áburðar eða dráttarhestur, ætti að leiða til hryssa samsvarandi sömu kröfum og gerðar eru til hestsins. Þau folöld ætti að ala upp sem áburðar- eða dráttarhross, ef þau samsvara þeim kröf- um sem gera þarf. Jarðræktin kallar að og heimtar góða og öfluga dráttarhesta. Notkun hesta- verkfæra fer stöðugt vaxandi með bænd- um og ætti innan fárra ára að verða svo) almenn að hver bóndi eigi sinn plóg og valtara, herfi og fleiri jarðyrkjuverkfæri,; ásamt sláttuvél, rakstrarvél, snúningsvélj og heyvagni. Fyrir þessar vélar er nauð- synlegt - að eiga völ á góðum dráttar- hestum, svo vinnan geti gengið létt og vel. Þá eigum vér að framleiða með skynsamlegum kynbótum af voru eigiri hestakyni. III. Að endingu vil ég minnast nokkrum orðum á fóðrun hrossanna. Fóðrun hrossanna hefir verið oss til stór-minkunar, allar götur frá folalds- aldri og þar til hrossið er felt. Hrossin eru víða alin upp á útigangi einvörðungu, en sumstaðar kastað í þau sinurusli til iðrafylla. Gefur að skilja að ekki verður sá hestur þróttmikill, sem þannig er upp- alinn. Hesthúsin eru víða þröng, loftlítil, dinnn og daunill. Svækjan og óloftið, sem hrossin eiga við að búa gerir þau dauf, útlitsljót og spillir heilsu þeirra jafn- framt. Þetta þarf að breytast sem skjótast. Öll skaflajárnuð hross ættu að standa á upphækkuðum trébásum, rúmgóðum og þurrum. Aftan við básana á að verða nægilega breiður flór og gangstétt. Hest- húsið á að hreinsa daglega. Hver hestur á að hafa sína aðskildu jötu og sitt vatnsílát. Framan við jöturnar er best að hafa fóðurgang, bæði í hesthúsum og fjósum. Er bæði hægra og skemtilegra að gefa hrossunum þannig, heldur en þurfa aftan að þeim upp í básana. Ójárnuð hross má aftur hafa laus í hesthúsi, en sjá þarf um að bera æfin- lega nóg undir þau, svo gólfið sé þurt og hægt fyrir hrossin að liggja og hvíla sig án þess að verða óhrein og blaut. Hesthúsin eiga að vera rúmgóð, björt, hlý og loftgóð, jafnt fyrir öll hross. Fóðrun hrossanna þarf að breytast til batnaðar. Töðugjöfin þarf að aukast fyr- ir hrossin, einkum þó fyrir ungviðin, sein þurfa að vaxa og taka móti þroska. Reiðhesta ætti að fóðra sem mest á kjarngóðu og auðmeltu fóðri, sem geri þá ekki of þunga og kviðmikla, en stælta og fjöruga. Kjarnfóður er þeim nauðsyn- legt með heygjöfinni. Önnur vinnuhross, sem notuð eru að vetrinum þurfa annaðhvort töðugjöf eða kjarnfóður með litheyi. Gerð hestajárna og járning stendur ennþá mjög til bóta og þarf að breytast eftir góðuin erlendum fyrirmyndum. Fallegir og velmeðfarnir hestar eru sómi eigandans. Jóhannes Guðjónsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.