Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 23

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 23
F R E Y R 41 fóðurgjöf ætti þetta að nægja handa 4 kúm. Útsæðismagn í 1800 fermetra er 8—9 kg. af háliðagrasi, við ræktunina er fyrsta árið notaður búpeningsáburður en síðar aðallega tilbúinn áburður (sjá hér að framan). Þetta yrði hinn varanlegi græn- fóðurakur, er gæfi fyísta grænfóðrið. Vorsána grænfóðrið: 3500m2 (rúml. dagsl.) sáð öllu á sama tíma. Útsæðismagn yrði þannig: 1. árið 70 l<g hafrar 8-10 kg ertur 2-3 kg flækja' 2. árið 50 — — 25-30 _ — 6-9 — — 3. árið 45 — — 30-40 — — 10 — — Að þrem árum liðnum er svo nýtt land tekið til ræktunar undir vorsána grænfóðrið, en grasfræi «áð í gamla græn- fóðurakurinn. Fyrsta árið þarf að bera á akurinn 40—60 hlöss búpeningsáburðar. Annað árið 80—100 kg kalíáburð, 150—180 kg. superfosfat og 35—50 kg. saltpétur. Þriðja árið 100 kg. kalí-áburð, 200 kg. sup. 30—40 kg. saltpétur (snemma). Þessar áburðarmagnstölur eiga að vera sem bending, en ekki neinar ákveðnar reglur, sem skilyrðislaust ber að fara eft- ir, einkanlegt gildir þetta með saltpét- urinn (köfnunarefnið). Þar verða menn að prófa sig fram til hins hentugasta, því ekki er fenginn sú reynsla, að hægt sé að segja ákveðið, hve mikið má gefa til hafra og belgjurta þegar hvort er svo að segja ræktað til helminga í þriðja árs ræktuninni. Á býlum upp til sveita, þar sem nóg er af ræktanlegu landi, mundi vinningur verða, ef hafra-belgjurtarækt gæti orðið forræktun fyrir grasræktina. Ég hefi hugs- að mér að haga undirbúningsræktuninni þannig: Land, sem fyrst er brotið, er unnið vel á klaka og borið í það 90—120 hlöss búpeningsáburðar á ha.; útsæði er haft sem hér segir: 1 ár 200 kg. hafrar, 30 kg. Solo- eða Glænö-ertur og 10—15 kg. akurflækja. Belgplöntunum verður að sá fyrst og fella þær djúft niður með diskherfi — sá eins snemma og unt er, síðan er höfr- unum sáð og herfaðir niður með disk eða lappaherfi. — Landið valtað þegar yfir- borð þess er þurt. Þegar á fyrsta ári sést, hvernig belgjurtirnar kunna við sig. Ef þær spretta vel og ná hæð hafranna, er óhætt að haga ræktuninni árið eftir þann- ig, að þá er ræktað meira af belgjurt- um með höfrunum. Næsta ár er nýtt land brotið til undirbúningsræktunar með hafra og í sáð með ertum og flækjum. I það land er búpeningsáburður notað- ur eins og i fyrri árs ræktun. En á það land, sem ræktað var með höfrum og í sáð ertum árið á undan, er notaður tilbúinn áburður: 250 kg. kali, 400 kg. sup. og 150 kg. saltpétur á ha. Útsæðismagnið mætti þá hafa þannig: 120 kg. hafrar, 80 kg. ertur og 35—40 kg. akurflækja á ha. Þriðja árs ræktun ætti svo að verða gras (án skjólsáðs). Ef þessi tveggja ára undirbúningsræktun heppnaðist, mundi landið vera orðið mildið og frjósamt — gott sáðbeð fyrir grasfræið. Ef það skipulag á grænfóðurræktinni, er ég hefi nú stuttlega drepið á, heppn- aðist vel í framkvæmd, býst ég við að viningurinn verði þessi: 1. Ræktunin verður ekki kostnaðar- samari en við hafraræktun eingöngu, eins og nú tíðkast sumstaðar. 2. Það fæst næringarríkari og líklega meiri eftirtekja að vöxtum, en við hafra- rækt eingöngu. 3. Það sparast köfnunarefni á öðru og þriðja ári ræktunarinnar. 4. Það fæst hetri undirbúningur undir grasræktina en við hafrarækt eingöngu. 5. Það eru líkindi fyrir að livítur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.