Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 16

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 16
34 FREYR búnaðarmálastjóra, Sigurðar Sigurðssonar. Einnig lágu fyrir henni, að fyrirlagi Magnúsar Þorlákssonar á Blikastöðum, skjöl viðvíkjandi rekstri Þúfnabananna, vafalaust lögð fram í ákæruskyni. Nokkru áður heldur en þingi sleit, var að fyrirlagi stjórnarinnar fyrir luktum dyrum, haldinn fundur um málið, og bundinn endi á þau hin þektu deilumál, á þann hátt sem lesendum „Freys“ mun kunnugt. Skilaði rannsóknarnefnd engu ritfestu áliti um málið opinberlega. Álíta ýmsir að Sturlungaöld sú, er gekk yfir B. í. á síðastliðnu ári sé um garð riðin. Ýmiskonar umsóknir og styrkbeiðnir. 1. Umsóknir um styrlc til girðinga frá tveim mönnum. Búnaðarþingið synjaði um styrkinn. 2. Eigendur jarðanna Steinar undir Eyjafjöllum sækja um styrk vegna áfalla sem jarðir þeirra urðu fyrir í vatnsflóð- inu í vetur. Fé ekki til umráða er veita megi í þessu skyni og því eigi hægt að veita umbeðinn styrk. 3. Umsókn um styrk til að taka þátt í trjágræðslunámskeiði á Jótlandi. Vísað til stjórnar B. í. 4. Umsókn um verðlaun fyrir jarð- yrkjuframkvæmdir frá Guðmundi Sigurðs- syni Mið-skála undir Eyjafjöllum. Búnað- arþing synjaði hinna umbeðnu verðlauna. 5. Erindi um launamál. Staðfesting á gerðum stjórnar viðvíkjandi launauppbót búnaðarmálastjóra. Urn eftirlaun til ekkju Sig. sál. Sigurðssonar ráðunautar. Sam- þykt lítilsháttar mánaðargreiðsla til hennar. 6. Guðjón Guðlaugsson gjaldkeri fór þess á leit fyrir hönd Minningarsjóðs Torfa Bjarnarsonar, að til sjóðsins yrði veittar 300 kr. styrkur. Þingið veitti upp- hæðina til minningarsjóðs hins mæta manns. 7. Erindi um styrk til Jóhannesar Da- víðssonar Neðri-Hjarðardal til að gera at- huganir við mjólkurfé. Styrkur veittur mót framlagi að y3 annarstaðar frá. 8. Skólastjórinn á Eiðum sækir um styrk til skóggræðslugirðingar. Styrkur veittur. 9. Erindi frá Hákoni Finnssyni um styrk til tilrauna með áburð. Stjórninni heimil- að að veita styrkinn. 10. Uppgjörð íslenskra tilrauna og efna- rannsókna. Stjórninni falið að sjá um að sú uppgjörð komist í framkvæmd. 11. Islandsdeildin úr félagi norrænna bú- vísindamanna sókti um 1000 kr. styrk á ári næstu tvö ár til starfsemi sinnar. Styrkur þessi var veittur. 12. Umsóknir um styrk til áveitu og framræslu. „Frey“ í Skagafirði veittar 2500 kr. styrkur til framræslu á Staðar- og Víkurmýrum. Stefáni Pálssyni á Kirkju- bóli synjað styrks til áveitu. 13. Styrkur til náms á mjólkurskólan- um Ladelund veittur Jónasi Kristjánssyni Víðigerði kr. 1200. 14. Kristófer Ólafssyni synjað meðmæla ineð umsókn hans til Alþingis um styrk til hreindýraræktar. 15. Norður og Suður-Þingeyingum veitt- ar 300 kr. hvorum til verkfærakaupa og til vinnuflokka. 16. Guðm. Sigurðssyni frá Mið-Skála veitt viðurkenning fyrir tilbúning á heyskúffu. 17. Stjórn félagsins heimilað að veita nefnd, sem 2. landsfundur kvenna kaus síðastliðið sumar, alt að kr. 1000 til um- ferðakenslu í garðyrkju og matreiðslu. 18. Stjórn félagsins heimilað að veita ungmennasambandinu Skarphéðinn styrk alt að kr. 500 til námskeiðahalds. 19. Stjórn félagsins heimilað að veita

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.