Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 8

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 8
26 F R E Y R u r reynsla og trúin á möguleikana styrkst. Það hefir hepnast að breyta óræktar mó- um, holtum, mýrum og melum í grösug tún. En hinsvegar skal það viðurkent, að reynsla vor og tilraunastarf hefir verið næsta ófullkomið og sundurleitt. Raektunarstarfið er vandaverk, það kost- ar mikið starf og fé. Að þar sé beitt hin- um réttu aðferðum og nákvæmni skiftir miklu. Erlendis . kosta menn stórfé til jarðyrkjutilrauna. Álíta að það sé undir- staða allra ræktunarframfara að sem nákvæmastar ræktunartilraunir séu gerð- ar, sem geti gefið jarðyrkjumönnunum bendingar um hverjar aðferðir séu heppi- iegastar, svo að sem minstu fé verði á glæ kastað. Árangurinn af tilraunastarfsemi ná- granna vorra er líka mikill, framfarirn- ar í ræktun stórstígar. T. d. fyr á öld- um létu Danir og í'leiri sér nægja með að fá 3—4 falda uppskeru móti útsæði af korni, nú er meðal uppskera talin 12 föld. Ef vér lítum á túnin okkar, þá fást af suinum túnum eigi meira en 7 töðu- hestar af dagsláttu. Meðaltalið er um 11 hestar, en dæmi eru til að fengist hafa 25, já 40 hestar af dagsláttunni. Jarð- eplauppskeran er einnig' mjög breytileg, 0—10 eða 20 föld. Tilraunir nágrannanna. Þjóðverjar hyrj- uðu sitt tilraunastarf snemma á 19. öld. Danir og Norðmenn á síðari hluta 19. aldarinnar. I Danmörku eru nú 18 til- raunastöðvar. Þær hafa um 600 ha. lands til umráða og við þær starfa um 68 fast- ir starfsmenn. Framlag ríkisins er um 2 milj. króna árlega. Tala tilraunastöðva í Noregi er nú 8. Starfsmenn þeirra eru 15 og framlag rík- issjóðs 400 þús. kr. Á Færeyjum er ein tilraunastöð, kostuð af danska ríkinu. Árlegt tillag er þar um 50 þús. kr. Þá þetta er borið saman við ástæðurn- ar hjá oss kemur greinilega í ljós hvað vér erum fáir og smáir. Verkefnin sem þarf að leysa eru í raun og veru hin sömu og hjá nágrönnunum — ef til vill víðtækari. — Land vort er t. d. víðlendara en Danmörk, skilyrðin breytilegri en þar. Þótt þar sé hægt að rækta fleiri jurta- tegundir skiftir það eigi svo miklu í þessu tilliti. Tilraunastarf vort hefir til þessa að mestu verið hjáverk. Svo var það hjá Ræktunarfélaginu og svo var það hjá Rúnaðarfélaginu, nema síðustu árin, en nú á að fela manni þeim, sem hefir það starf með höndum, ýms önnur störf. í samræmi við þetta hefir líka tiltölu- lega litlu fé verið varið til tilraunanna, og í sambandi við það verður einnig að gæta þess að tilraunastarfsemin hjá oss er enn á byrjunarstigi. Það sem búið er að vinna er undirbúningsstarf, þar sem verið er að þreifa fyrir sér, hverjir mögu- leikar séu fyrir höndum í aðalatriðunum, en um nákvæmar rannsóknir á hinum einstöku atriðum hefir enn eigi verið að ræða. Nú er tími til kominn að hefja það starf. Undirbúningsstarfinu ætti að vera lokið. Vér þurfum að hefja ítarlega tilrauna- starfsemi til leiðbeininga fyrir jarðyrkju- menn vora, svo þeir geti gengið ótrauðir að starfi sínu. Þetta er brýn nauðsyn, frá þjóðhag'fræðilegu sjónarmiði séð. Aðal tilraunastöð eða tilraunabú, sem sumir kalla, þarf að komast á fót. En til- raunastöðvarnar í Reykjavík og á Akur- eyri, eru þær ekki fullnægjandi? munu margir spyrja. Nei, tilraunastöðin í Reykja- vík getur eigi leyst það hlutverk sem henni er ætlað og krafist verður. Akur- eyrarstöðin er betur sett og þar á að auka tilraunastarfsemina. Til að byrja með var réttmætt að setja tilraunastöð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.