Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 15
andi verðlagsskrá í hlutaðeigandi héraði, og almennu verðlagi á aðkeyptu efni til jarðabótanna. Allar jarðabætur, sem nefndar eru í öðrum kafla jarðræktarlaganna leggur þingið til að heimilt sé að taka til land- skuldargreiðslu. 14. Erindi frá Klemens Kristjánssyni, áætlun og greinargerð um grasfræræktar- stöð á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Ennfremur var lagt fyrir þingið erindi frá Guðmundi Jónssyni búfræðikandi- dat frá Torfalæk um tilraunastarfsemi. Freyr mun taka tilraunastarfssemina og fyrirkomulag hennar til rækilegrar at- hugunar og þar verður skýrt frá gerðum Búnaðarþings í báðum þessum málum. Tilraunastarfsemin, fyrirkomulag henn- ar og rekstur er eitt mikilsverðasta al- vörumál íslenska landbúnaðarins, mál, sein bíður nauðsynlegra gagngerðra um- hóta hér hjá oss, í verldegri framkvæmd. 15. Viðvíkjandi erindi frá Vestmanna- eyingum voru samþyktar tillögur er lagð- ar skuli til grundvallar við útskiftingu ræktanlegs lands í Vestmannaeyjum og jafnframt skorað á ríkisstjórnina að láta þær tillögur koma til framkvæmda hið bráðasta. 16. Samþykt var þingsályktunartillaga frá Halldóri Vilhjálmssyni, sem hér fer á eftir: „Meðan ekki liggja fyrir nægileg gögn til þess, að nota orkueininguna sem alls- herjar mat á skepnufóðri, ákveður Bún- aðarþingið að nota skuli 1 kg. af byggi sem fóðureiningu eins og nú tíðkast um öll Norðurlönd". 17. Frumvarp Halldórs Stefánssonar um Landn'ámssjóð íslands. Sent til umsagnar. 1 því sambandi skorar Búnaðarþingið á Alþingi og stjórn B. 1. að hafa látið undirbúa nýbýla- málið og leggja það fyrir Alþingi 1928. 18. Erindi um verklegt búfræðinám. Fyrir Búnaðarþingi lá erindi um verk- legt búfræðinám frá Metúsalem Stefáns- syni, ennfremur frá Guðmundi Jónssyni á Hvítárbakka tilboð um jarðyrkjukenslu. Mál þetta teljum við skifta svo miklu framtíð búnaðarins að það verður tekið til sérstakrar íhugunar hér í blaðinu, mun þá einnig skýrt frá afdrifum þess á Búnaðarþingi. 19. Erindi um búfjártryggingar. Erindi lá fyrir þinginu um búfjár- tryggingar. Samþykti þingið eftirfarandi tillögu með 9 samhljóða atkvæðum, til at- hugunar fyrir fjárhagsnefnd. „Búnaðarþingið ákveður að stofna Bú- fjártryggingasjóð íslands með kr. 5000 framlagi á ári, árin 1927 og 1928“. Því miður sá fjárhagsnefnd sér ekki fært að taka þessa fjárveitingu á fjár- hagsáætlun. 20. Erindi um varnir gegn úthreiðslu jurtasjúkdóma. Búnaðarþingið skoraði á Alþingi að samþykkja lög til varnar útbreiðslu næmra jurtasj úkdóma. 21. Áburðarmál og frávikning búnaðar- málastjóra. 1 byrjun Búnaðarþings var samkvæmt ósk stjórnar Búnaðarfélags Islands, kos- in fyrnefnd rannsóknarnefnd í mál þetta. Starfaði hún óslilið meginhluta þingtím- ans. Fyrir henni lágu gögn viðvíkjandi viðskiftunum milli N. Hydro og Búnaðar- fél. íslands. Sem kunnugt er voru þau við- skifti gerð að forsendu fyrir frávikningu

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.