Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 37

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 37
F R E Y R 55 Fijrirmyndarbú á Lapplandi. Sænska búnaðarblaðið „Svensk Land“ segir frá fyr- irmyndarbúi nyrst í Svíþjóð, á Lapplandi, Til sainanburðar við hvað stöku menn hafa afkastað hér skulum vér skýra frá nokkru af því, sem sagt er um bú þetta. Bærinn heitir Vuollerim, en bóndinn Sundquist. Þetta er nýbýli sem til var stofn- að 1903. Faðirinn lét soninn hafa part af jörð sinni. Þar reisti hann bæ og tók til að rækta. Efni voru engin önnur en þau, er hjónin gátu unnið sér inn við daglauna- vinnu. Ræktuninni miðaði því hægt áfram fyrstu árin .Það land sem tekið hefir ver- ið til ræktunar er mest mýri, sem fyrst þurfti að ræsa, síðan að vinna hana og keyra á sandi, bera á og sá. Nú er bóndi búinn að byggja myndarlegan bæ og góð peningshús. Hann er búinn að rækta 8,5 ha. og uppskeran var 1926: 30 tn. af korni, 230 hestar af heyi, 40 tn. af jarðeplum. Áhöfnin er 7 kýr, 1 naut, 7 sauðkindur, 2 svín, 2 hestar og 12 hænsni. Kýrnar err taldar að mjólka að meðaltali um 1700 lítra árlega. Eftir frásögn blaðsins er þetta talið eitt hið mesta myndarheimili þar norður frá, þar sem regla og velmegun ríki. Hér á landi er hægt að benda á eigi all- fá dæmi, þar sem einstaklingar hafa áork- að álíka miklu og hér er talað um. Mjaltir og sönglist. Rithöfundurinn Fr. von Tscudi hefir í bók sinni um dýralif í Alpafjöllum bent á það, að til séu kýr í Sviss, sem ekki gefi mjólk nema því að eins, að mjaltakonurnar syngi vissa tóna, sem að líkindum eigi vel við smekk kúnna. Þýski rithöfundurinn P. K. Rosegger hef- ir tekið eftir því sama í Steiermark. Doktor einn í Munchen hefir gert „vís- indalegar" tilraunir með þetta, til að reyna að leiða í Ijós, hvort nokkuð væri satt í því. Hann fékk til tilraunanna 5 hraustar og að öllu leyti góðar mjólkurkýr, og voru þær reyndar í 32 daga. 1.—7. tilráunadag voru þær mjólkaðar án nokkurs hljóðfæra- sláttar, frá 8.—15. dag voru þær injólkað- ar við taktfastan, þýðan hljóðfæraslátt, og eftir það, 16.—32. dag voru þær mjólkaðar án nokku.ra sérstakra tilbreytinga. Niðurstaðan af þessari tilraun varð sú, að hljóðfæraslátturinn hafði gert það að verkum, að mjólkurstraumurinn varð meiri, og aukning mjólkurmagns vegna hljómleikanna var 6,52%. Blað eitt í Þýskalandi kemur með þá t'ilgátu, að ef til vill sé hægt að ná svo langt með vísindalegum tilraunum, að sanna megi hvaða tónskáld hafi samið besta ,mjaltahljómleika“, en strax á eftir er tek- ið alvarlega á hlutunum, og þar stendur, að ekki sé vert að hlæja að þessháttar, því alt nýtt sem fram hafi komið hafi orð- ð fyrir hlátri og hæðni. í öllu falli er það líklegt að hljóðfærasláttur eða glaður söng- ur geti haft góð og sefandi áhrif á kýrnar, og á þann hátt orðið til að auka mjólkur- frainleiðsluna, og hvað sem öðru líður, þá hefir gleði og góð framkoma við kýrnar, við mjaltir og hirðingu, sína þýðingu. Söngur, einkum ef hann er taktfastur og þýður, er eftir þessu að dæma til bóta, og ef til vill er einhver sem vill reyna að setja víðvarpstæki í fjósið, til að láta kýrnar njóta góðs af. Á meðan menn ekki vilja leggja í þann kostnað, vil ég mælast til að sungið sá ,Venus rennir“ o. s. frv. (!). — G. Árnas. Þýskir bændur fá nú fyrir eftirtaldar vörur þetta verð: Hveitikorn, 100 kg kr. 27.00 Rúgkorn, 100 kg — 22.00 Hafra, 100 kg — 19.00 Kartöflur, 100 kg — 5.00 Mjólk, 1 kg. . — 0.20 Fituð lömb, lifandi vigt, kg. — 1.20—1.30

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.