Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 21

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 21
F R E Y R 39 hér heima eiga að starfa fyrir íslenska bændastétt. Hún hefur þess fulla þörf, að þeir sem hún hefur sett að útvörð- um og leiðbeinendum sínum, rétti henni sameinaðir hönd sína, til stuðnings við að hrinda framfaramálum hennar áleiðis inn á þær hrautir, sem rannsókn og reynsla leiða í ljós að rétt sé að fara. Pálmi Einarsson. Grænfóðurrækt. Með orðinu „grænfóður“ er átt við nytjajurtir, sem ræktaðar eru til notk- unar í grænu, óþurkuðu ástandi, sem sumarfóður handa kúm og hestum, eink- um þar sem þröngt er um beitiland, eða i það er svo lélegt, að eigi geti fullnægt fóðui'þörf, t. d. mjólkandi kúa. Eða græn- fóðrið er ræktað til votheysgerðar og notað sem votfóður handa gripum yfir vetrartímann. Hér á landi er grænfóður- rækt lítið eða ekki þekt, og engar veru- legar tilraunir hafa verið gerðar, er mið- að hafa að reynslu, sem menn gætu al- ment farið eftir. Þess vegna erum við svo að segja á flæðiskeri staddir hvað þekkingu snertir í þessum efnum. Það, sem við þurfum að gera okkur grein fyrir, er fyrst og fremst, hvaða jui’tir eru hér hest kjörnar til grænfóð- urræktar og á hvern hátt slík ræktun getur hjálpað sérstaklega nautgriparækt vorri til vextar og viðgangs, og síðast en ekki síst, hvernig grænfóðurræktinni verður komið best fyrir inn í ræktunar- hætti vora og orðið þeim frekar til bóta en tafar. í nágrannalöndum vorum hef- ur grænfóðurræktun verið allmikið stunduð, og oftast innan vébanda þess sáðskiftis, er verið hefur á hverjum bæ; "i hafa þeir séð sér hag i því, að draga úr stærð hins ræktaða beitilands með því að rækta vissar fóðurjurtir til innifóðrun- ar yfir sumartímann. Hinar helstu tegundir sem þeir rækta eru þessar: Einærar: Hafrar, bygg, ertur, flækjur, skurfur, sennep, bóghveiti, mais og' vetrar- rúgur (tvíær). Fjölærar: Axhnoðapuntur, rýrgresi, rauðsmári og lucernur. Að þessu sinni vík jeg að eins að rækt- un þeirra tegunda, sem nokkur reynsla er fengin fyrir, að vel getur gengið hér á landi. Víða við sjávarsíðuna, þar sem nú eru að komast upp nýbýli, verður grænfóður- rækt allmikið fjái’hagslegt atriði. Slík ný- býli hafa svo takmarkað land, að ef á að afla vetrarfóðurs, tjáir ekki að beita kúm á ræktaða landið svo nokkru nemi. Þess vegna þurfa þeir að koma grænfóð- urrækt inn í jarðrækt sína, og á þann hátt, að þeir spari ræktaða túnið til sum- arfóðrunar, en þess í stað afli sumar- fóðursins, minstakosti að nokkru leyti, á vel ræktuðum grænfóðurökrum. Líkt er farið með þau héruð til sveita, sem hafa lélegt beitiland. Þar mun græn- fóðurræktin geta bætt úr lélegri sumar- fóðrun mjólkandi kúa, jxar mun hún geta unnið þrennskonar hlutverk, það er bætt úr lélegri sumarbeit, og ef ræktunin er það umfangsmikil, gefið fóður til vot- heysgerðar, og síðast en ekki síst, bætt túnræktina að miklum mun, og mun síð- ar að því vikið. Grastegund sú er ég hygg, að best muni vera að rækta til gi’ænfóðurs og getur gefið það nógu snemma, er há- liðagrasið. Það er harðgert og varanlegt. Sprettur fyr á vorin en nokkur önnur grastegund. Það er mjög fljótvaxið og ést vel nýslegið. Ef sæmilega vorar gefur það miðlungs

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.