Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 34

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 34
52 F R E Y R bændur. Ef vel ætti aö vera, þá þyrfti bátur sá er gengur uin norðurhluta Breiðafjarðar, að vera minst 16—20 smá- lestir og hafa 2—2% hestafl á smál., eða jafnvel meira. Því: „Hér eru sker og harðir straumar, henta vakrir stýrirtaumar". í stað þess að hér hafa verið 8—10 smál. bátar ganglitlir. Kirkja ein mikil úr steinsteypu var reist í Flatey í sumar. Gamla kirkjan, er staðið hafði síðan um 1800, var á eftir kröfum tímans. Þótti líka altaf helst til mjó. Nýja kirkjan er drjúgum viðari; en ofninn reykir þegar háfjallablær blæs um Breiðafjörð. Áður þótti fólki þröngt um sig, en nú vaða menn reyk þó heið- blár sé himininn. — — Þá er loks þess að geta, að í haust andaðist einn af merkustu bænd- unum við Breiðafjörð, Hafliði Þ. Snæ- bjarnarson, Kristjánssonar frá Hergils- ey, bóndi á Skálmarnes-Múla. Hann vai einn af þeim mönnum sem Breiðafjörð-' ur má síst án vera. Yfirlætislaust prúð-i menni. Fullhugi til sæfara og annara stór- ræða, enda líka einhver besti bátasjó- maður sem verið hefir á Breiðafirði á síðari tímum. Sérstaklega vinsæll maðm af hjúum sínum og nágrönnum. Og for- göngumaður um samvinnufélagsskap um norðanverðan Breiðafjörð. 6. janúar 1927. B. Sk. Borgarfirði 6. des. 1926. Samkvæmt loforði vil ég nú senda Frey ágripm af búnaðarfréttum lir þessu bygð- arlagi. Tíðarfarið. Síðastliðið vor var hér milt veður og þurviðrasamt, að undanskyldu einu snjókasti 9. maí. Olli það nokkrum fjársköðum víðsvegar, einkum um syðri- hluta Borgarfjarðarsýslu. Varð fannburður þar, ásamt stórviðri, meiri en um hinar norðlægari bygðir héraðsins. Töldu Akur- nesingar það einsdæmi, að þar hefði stað- ið óslitinn sortabylur í 28 klukku- stundir. Slíkt höfðu ekki elstu menn þar séð fyrri á þeim tíma. Og þetta skeði á því ári, sem var óvenju veðragott bæði eftir og áður. Eftir miðjan júnímánuð fór loftið að verða þrungið af þokuskýj- um, sem þéttust úr því með degi hverj- uin. Miðluðu þau fyrsta kastið aðeins frjófgandi regnskúrum, sem uku mikið á gróðurmagn jarðar. Voru því tún orð- in vafin í grasi í lok júní. Úr því fóru menn að slá eftir því sem kringumstæð- ur leyfðu. Hugsuðu þá flestir gott til sláttarins, þegar litið var yfir túnin vafin í grasi, sem gekk í bylgjum fyrir hinuin milda vorblæ. En svo urðu menn að horfa á alt þetta blómaskraut rigna niður viku eftir viku. Eftir því sem lengur leið á túnasláttinn þyngdist regnið og síðari hluta júlí mátti heita að öll jörð flyti hér í vatni. Nokkrir flæsudagar komu, en aldrei nema einn í einu, rigndi því aftur og aftur hið sama hey. Fór þá eftir að- förum og mannafla hve mikil hrögð voru að því. Ýmsir þeirra, er á símastöðvum bjuggu leituðu daglega frétta hjá stöðv- um veðurathugana. Voru spár þeirra mjög nærfleygar. Gátu nokkrir bændur bjargað heyi, ýmist í hlöður eða sæti, með næturvinnnu þegar skeytin spáðu regni næsta dag'. Komu slíkar fréttir að góðu haldi. Ekki kunna menn að meta til vei'ðs þann skaða sem varð á töðum sakir ó- þurkanna. Er víst ekki ofmikið að á- ætla hann % frá því, sem verið hefði með góðri nýtingu. Með engjaheyskap fór nokkuð betur, en þó ekki vel, því alt- af héldust óþurkar allan sláttinn, að einni viku undanskilinni. Að fyrirferð voru

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.