Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Síða 35

Freyr - 01.03.1927, Síða 35
F R E Y R 53 hey með mesta móti hér í haust. Grasið var stórvaxið og hrúgaði mikið upp með hinum gömlu stæðum sem í leifum urðu frá hinum milda vetri í fyrra. Rigningum linti hér er þrjár vikur voru til vetrar, en úr því gripu frost með þurðviðrum. Hindraðist því öll jarðarbótavinna og annað, sem að torfverkum laut. Kaupgjald. Kvenfólk hafði flest 25 kr. um viku. Sumt 30 kr., og máske verið dæmi til þess að hærra hafi verið gohlið einstaka stúlku, sem af hefir borið. Af karlmönnum var framboð meira. Flestir munu þeir hafa haft 50 kr. um viku. Og á ýmsum tölum mun hafa leikið með kaup þeirra, frá 40—65 kr. um viku En ekki eru verðleikar þar neinn mæli- kvarði. Sláturvcrö sauöfjár: Fyrsta floklcs kjöt kg. 1,30. Gærur kg. 1,30. Mör 1,40. Slátur 1,50—1,70. Sauðfé var með langrýrasta móti í haust, þrátt fyrir hið hlíða vor og mikla gras. Telja menn meðalvigt í dilkaskrokkum 3—4 pundum lægri en undanfarin ár. Bráðapest. Aldrei hefir borið jafn mikið á henni hér um slóðir sem í haust, frá þvi bólusetningar við henni byrjuðu. Létu • menn því bólusetja all ungt fé svo fljótt sem því varð við komið. Sumsstaðar virtist ein bólusetn- ing duga, en á öðrum stöðum varð pestar talsvert vart í bólusettu fé. Létu margir bólusetja féð á ný. Virtist það duga vel. Klaufaveikin í vorlömbum kom hvergi í ljós síðastliðið vor. Fjárkláðinn. Hans varð vart á bæ og bæ víðsvegar um héraðið síðastliðinn vetur. Sannaðist það í vor, að hvergi hafði hann útrýmst, þótt tvíbaðað væri undir góðri stjórn eftirlitsmanna. Lítið gætti kláðans í haust, er fé kom úr afréttum. Bændur fagna yfir því, að hafa óbundnar hendur í vali baðlyfja. Telja margra ára eigin- reynslu besta leiðarvísirinn i þeim efnum. Vilja nú flestir hér fresta útrýmingar- böðun fyrst um sinn, því með sæmilegri aðgæslu þarf kláðinn ekki að valda veru- legu tjóni, þegar.nothæf meðul eru fyrir hendi. Þríböðun að vetrarlagi vilja fáir kjósa. Framh. Verölag. 1 fyrra birtum vér verðlag á nokkrum ræktunarvörum bænda. Verðlag þetta var aðallega miðað við heildsöluverð í Reykjavík. Vér hyggjum að þetta hafi orðið mörgum til leiðbeininga og að þeir þess vegna hafi sætt betri kjörum en ella við kaup á þessum vörum. Vér höfum enn á ný Ieitað upplýsinga um heildsölu-verð á nokkrum ræktunar- vörum hér í Reykjavík, en það er það verð, sem kaupmenn og kaupfélög og aðrir sem kaupa í stærri stíl geta fengið vörurnar fyrir. Verðið er þannig: Tilbúinn áburður — pr. 100 kg.: Noregssaltpétur ............... kr. 25.00 Þýskur kalksaltpétur ............ — 26.35 Superfosfat 18% ...... — 12.00 Kalí 37% ........................ — 22.00 Kjarnfóður: Maísmjöl ......... kr. 26.25 pr. 100 kg. Girðingarefni: Gaddavír, rúllan 25 kg. kr. 11.00—12.50 Járnstólpar, T-lagaðir, sterkir, kr. 2.00—2.20 Á mörgum ræktunarvörum er verðið enn óákveðið, svo vér getum eigi skýrt frá því í þetta sinn.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.