Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 10

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 10
28 F R E Y R tilraunir með hver afbrigði þrífist best hér á landi og' afla fræs af hinum bestu rófnaafbrigðum. Mörg önnur verkefni gæti þessi til- raunastöð haft með höndum, en vér hyggjum að þetta nægi í bráð, og vér ætlumst eigi til að með öll verkefnin verði byrjað nú þegar, heldur smátt og smátt eftir því sem ástæður leyfa. Nákvæm tilraunastarfsemi er undir- staða allrar jarðyrkju og húnaðarfram- fara. Það má þvi eigi undir höfuð leggj- ast að stofna til slíkrar starfsemi, og vér vonum að stjórn og þing hafi full- kominn skilning á þýðingu þessa máls og' þá muni því borgið. Búnaðarþingið 1927. Búnaðarþingið var sett hér í Reykjavík þann 7. febr., og hóf það störf sin tveim dögum síðar. Þingi þessu var slitið 4. mars, og hafði þá staðið í 25 daga, — en það er sex dögum lengur, heldur en þegar það var háð hér síðast, 1925. Þing þetta sátu þessir fulltrúar: 1. Benedikt Blöndal, Mjóanesi. 2. Björn Hallsson, Rangá. 3. Guðmundur Þorbjarnarson, Stóra- Hofi. 4. Halldór Vilhjálmsson, Hvanneyri. 5. Jakob Líndal, Lækjamóti. 6. Kristinn Guðlaugsson, Núpi. 7. Magnús Friðriksson, Staðarfelli. 8. Magnús Þorláksson, Blikastöðum. 9. Páll Zóphoníasson, Hólum. 10. Sigurður E. Hliðar, Akureyri. 11. Sigurður Sigurðsson, Reykjavík. 12. Tryggvi Þórhallsson, Laufási. Fyrir þinginu lágu 69 málefni, er við- komu 93 erindum. Af þeim málum er fyrir lágu og þinginu bárust, voru af- greidd 56 mál, er veittu úrlausn á 66 er- indum. Óafgreidd frá nefndum og þar með þinginu má telja 13 mál er við- 4 koma 27 erindum, ýmislegs efnis. Að formi til var þetta þing mjög snið- ið eftir löggjafarþingi þjóðarinnar, að ráði forseta þess Tryggva Þórhallsson- ar. Voru þær fyrirkomulagsbreytingar helstar, að nefndarálit öll og tillögur voru fjölritaðar og útbýtt til fulltrúanna, áður en fundir byrjuðu. Fundarsköp Alþingis látin gilda á fundum o. fl., munu allar þær breytingar hafa verið taldar til bóta fyrir starfshætti þingsins. Störf þingsins hófust með skipun nefnda. Voru eftirtaldar nefndir kosnar eftir tillögum stjórnarinnar: Fjárhagsnefnd skipuðu: Björn Hallsson, Guðmundur Þorbjarnarson, Halldór Vil- hjálmsson, Sigurður E. Hlíðar, Magnús Þorláksson. Jarðræktarnefnd: Halldór Vilhjálms- son, Jakob H. Líndal, Magnús Þorláks- son. Laganefnd: Kristinn Guðlaugsson, Sig- urður Sigurðsson, Tryggvi Þórhallsson. Reikninganefnd: Benedikt Blöndal, Jalcob H. Líndal, Kristinn Guðlaugsson. Búfjárræktarnefnd: Björn Hallsson, Benedikt Blöndal, Páll Zóphoníasson. Allsherjarnefnd: Magnús Friðriksson, Páll Zóphoníasson, Sig. Sigurðsson. Þingfararkaupsnefnd: Guðmundur Þor- x, bjarnarson, Magnús Friðriksson, Sig. E. Hlíðar. í byrjun þessa Búnaðarþings var sér- stök nefnd skipuð til að rannsaka þau ákæruatriði, er höfð voru að forsendum fyrir frávikningu Sig. Sigurðssonar bún- aðarmálastjóra, úr stöðu hans. Við skrif- lega kosningu fengu þessir þingfulltrú-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.