Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 19

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 19
um sem jafnast, og slóða síðan yfir þegar hann er hæfilega skurnaður. Þvngið er annar aðalhluti búfjáráburð- arins. I því eru öll auðleystustu frjóefni áburðarins, mest veltur því á, að það sé varið tapi. Að mínu áliti hlýtur framtíð- aráburðarhirðing okkar að vera sú, að þvag og saur scr aðskilið og geymt sitt í hvoru lagi. í ársþvagi undan kú mun álíka mikið köfnunarefni og í 100 kg. af saltpétri og auk þess 30—40 kg. af kalí. Efni þessi eru svo auðleyst, að þau koma jurtunum strax að notum og þvagið er borið á. Þvagið á best við graslendi og aðrar jurtir, sem eru ræktaðar vegna blaðanna. Áhrifa þess gætir fljótt, þar sem það er borið á tún. Grasið stendur þétt, dökkgrænt og þroskamikið, þar sem þvagvagninn hefur farið yfir, þó annar- staðar sé það rýrt og veiklulegt. Þetta kemur af því, að þá nýtur gróð- urinn köfnunarefnissambanda áburðarins, en þá alt er geymt saman og saurinn borinn ofan á, glatast mestur hluti þeirra á einn eða annan hátt. Heppilegt mun að bera þvag á gras- lendi um það bil, sem tún eru orðin al- græn. Sjálfsagt að keyra það út í vagni í kassa — ef tvíhjólaðir vagnar eru not- aðir má komast af með olíufat — og dreifa þvaginu gegnum þvagdreifara. Góða dreifara má nú fá fyrir 30—35 kr. Varast skal að flytj a þvagið út í sólskini, þá tapast mikill hluti köfnun- arefnisins, sem Ammoniak, út í loftið. Heppilegast er að gera það í hægri rign- ingu. Minnast skal þess, að fosforsýru vant- ar alveg í þvagið, sé það því borið á ár- lega, verður að nota superfosfat sam- hliða því. Hve mikill búfjáráburður sé nauðsyn- legur á tún, svo að graslendi haldist í góðri rækt, er ólkeift að segja ákveðið. Slíkt er afar breytilegt. Þær fáu áburðar- tilraunir, sem gerðar hafa verið í sam-- bandi við grasvöxt hér á landi, benda ó- tvírætt til þess, að alment sé mjög til- finnanlegur skortur á köfnunarefni í tún- um okkar. Þetta er eðlilegt; notkunin hef- ur verið þannig, að meginhluti köfnun- arefnisins tapast, og svo mun það verða, þar til við komum áburðinum ofan í jarðveginn, þar sem ræturnar greinast. Hér er ekki staður til að koma nánar inn á það, en ég hygg, að það sé fram- kvæmanlegt, og að grasrækt vor í fram- tíðinni muni byggjast á því, að nota bú- fjáráburðinn þannig. Viðhaldsáburður fyrir tún í sæmilegri rækt má ekki vera minni en 7500 kg. á dag- sláttu. í nýræktað land mun þurfa helm- ingi meira eða vel það, ef von á að vera um sæmilega uppskeru. Mjög víða mundi vafalaust borga sig að nota dálítið af Noregsaltpétri eða Chilisaltpétri, jafnhliða búfjáráburðinum. Þvag getur þó gert sama gagn, og mætti þá minka nokkuð skamt þann, sem nefndur var. Hvanneyri 1. mars 1927. Steingrímur Steinþórsson. Félag norrænna búvísindamanna. Alhliða framþróun landbúnaðarins er einn aðal hyrningarsteinninn undir vel- megnun og velferð flestra þjóða. Hin hagsmunalega afkoma þeirra er landbúnað stunda, hefur frá upphafi vega farið all mjög eftir því á hvern veg nátt- úran sjálf og veðráttufar hagaði gjöfum sínum í það og það skiftið. Öll starfseini er hefir að markmiði að efla atvinnurekstur þenna, og gera ár- angur hans vissari, er mikilsverður þátt- ur í framkvæmdalífi þjóðanna.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.