Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 12

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 12
30 F R E Y R Stjórn Búnaðarfélags Islands hefur úrskurðarvald um hverjir bændur í nefndum hreppum hljóti þessi verðlaun. A síðast liðnu hausti fann hún ástæðu til að koma fram með tillögu til breyt- inga um úthlutun verðlaunanna. Er til- aga sú á þá leið: „Að verðlaun iir sjóðn- um verði eingöngu eða fyrst og fremst veitt til þeirra búnaðarframkvæmdá, sem ekki njóta styrks af opinberu fé, sam- kæmt II. kafla jarðræktarlaganna, eða á annan hátt“. Hafði stjórnin borið þessa breytingar- tillögu undir umráðamenn sjóðsins, hreppsnefndaroddvitana í viðkomandi hreppnm, gátu þeir ekki aðhylst hana, Aftur á móti fara þeir fram á, að kostn- aður við flóðgarðahleðslu vegna Flóa- áveitunnar, á jarðeignum sjóðsins verði greiddur af fé því, sem hingað til hefur verið lagt við höfuðstól hans og ávaxtað er í Sparisjóði Árnessýslu. Hvorutveggju var svo skotið til úr- skurðar Búnaðarþingsins; Laganefnd þess fjallaði um málið, og lagði til að skipu- lagsskránni skyldi í engu breytt; og í öðru lagi að verðlaun úr sjóðnum skuli veitt á þeim einum grundvelli, sem skipu- lagsskráin ákveður. Þessar tillögur nefndarinnar voru sam- þyktar af Búnaðarþinginu. 5. Tillaga fjárhagsnefndar um styrk- veitingar Búnaðarsambandanna. Fjárhagsnefnd bar fram svohljóðandi tillögu: „Búnaðarþingið telur rétt, að búnaðar- samböndin felli niður beinar styrkveit- ingar til þeirra framkvæmda, sem styrkt- ar eru af opinberu fé, samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna“. Náði tillagan samþykki meiri hluta Búnaðarþingsins. 6. Tillaga fjárhagsnefndar, um að fela stjórn Búnaðarfélags íslands, að safna upplýsingum um lög og reglur búnaðar- sambandanna og samræma þær. Tilgangur tillögunnar sem þingið sam- < þykti er að koma samræmi á um skipu- lag búnaðarsambandanna. í ýmsum fyrirkomulagsatriðum er hægt og sjálfsagt að slíku samræmi sé komið á, má sem dæini nefna að sömu reglur ættu að gilda um hvernig kosningar á fulltrúum til Búnaðarjiings fara fram í hinum einstöku samböndum. Hinsvegar má vel gæta þess að skipulag og starfs- hættir sambandanna eiga að sníðast eftir þörfum, kröfum og skilyrðum á þvi svæði, sem þau ná yfir; samböndin að vaxa að eðlilegum leiðum til að verða rammi um þann búnaðarfélagsskap sem á svæðinu er, og í samræmi við þær kröfur sein hann gerir. 7. Erindi um breytingar á vörutolls- lögunum. Þá voru og samþyktar tillögur til breytinga á núgildandi vörutollslögum frá 1. júlí 1926. Þessar breytingar eru, að af innfluttu heyi greiðist 50 aura tollur af hverjum 50 kg. Ennfremur að niður falli vöru- tollur á olíufóðurkökum, en sá tollur var 1 kr. á hverjum 50 kg. 8. Erindi um ungmennavinnu við bú- störf. í Ameríku hefur verið komið á fót all- J víðtækum ungmennafélagsskap, sern nefna mætti starfsfélög stúlkna og pilta. Frá Ameríkn hefur þessi hreyfing' borist til Norðurlanda, studd fjárhagslega af sjóði Rockefeller’s International Education Board, sem einnig á frumkvæðið að framkvæmdunuin vestra,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.