Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 26

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 26
44 F R E Y R Kartöflurækt. Árið 1759 fékk Björn Halldórsson í Sauðlauksdal fyrstur manna kartöflur hingað til landsins og ræktaði þær. Út- breiðsla þeirra varð þó lítil, í byrjun, fyr en á stríðsárunum 1807—14, þegar lítill eða enginn matur fluttist hingað til landsins. En eftir stríðið stóð kartöflu- ræktin í stað þar til um 1840—60 að hún tók miklum framförum, en frá því og til 1880 var kyrstöðutímabil eða jafnvel afturför í kartöfluræktinni. Frá 1880 jókst svo ræktunin hröðum skrefum til 1909. Þá ræktuðum við meira af kartöflum en nokkru sinni, hæði fyr og síðar, en síðan hefur kartöfluræktin í stórum dráttum staðið i stað. En innflutningur á kartöflum hefur aftur á móti aukist hröðum fetum. Á árunum 1904—:08 var flutt inn um 7200 tn. að meðaltali á ári fyrir um 67800 kr. En síðustu 5 árin sem hag- skýrslurnar ná yfir 1919—23 var inn- flutningurinn um 18400 tn. fyrir um 433000 kr. Á sömu 5 ára tímabilum nam ræktun- in 1904—08 21400 tn. að meðaltali á ári, en 1919—23 25000 tn. að meðaltali á ári. Þetta eru Ijótar tölur, en þær tala sínu máli til viðvörunar. Þær segja, að við flytjum nú inn nær því þrisvar sinnum meira af kartöflum en fyrir 15 árum síð- an og gefum fyrir þær 6—7 sinnum hærra verð, en á sama tíma hefur ræktunin aukist um aðeins %. Hvað veldur? Er það það, að hér sé ekki hægt, nátt- úrunnar vegna, að rækta kartöflur að nokkruin mun? Eða fást útlendu kar- töflurnar ódýrara en frainleiðsluverð ís- lenskra kartafla er? Meðal-uppskera af kartöflum hér á landi mun vera nálægt 40—45 tn. af dag- sláttu. í Danmörku er meðal-uppskera um 50 tn„ og ég er sannfærður um það, að þessi munur stafar eingöngu af því, að þar stendur ræktunin skör hærra en hér. Enda eru þess rnörg dæmi, að menn hafa fengið 70 tn. að meðaltali í fleiri ár; já, og það jafnvel á útkjálkum lands- ins, og í sumum árum eru dæmi til að fengist hafi sem svarar 100—150 og jafn- vel 200 tn af dagsláttu hér á landi. Ég þekki tvo bæi, þar sem á öðrum fæst ávalt góð uppskera, en á hinum varla fyrir litsæði þegar reynt er. Það er aðeins 5 mínútna gangur milli bæj- anna og náttúruskilyrði öll hin sömu. Þetta er ekki hægt að kenna náttúrunni, heldur kunnáttuleysi mannanna og svo mun viðar. Og hvað ætli það kosti nú að frainleiða kartöflurnar hér á landi? Það ættuð þið að gera ykkur grein fyrir, bændur góðir. Það er ekki mikil fyrirhöfn. Athugulir bændur hafa sagt mér, að það kostaði þá ekki meira en 5—7 kr. Það mun því vel í lagt ef reiknað er með 7—9 kr. Og hvað kosta útlendu kartöflurnar heimfluttar? Það er nokkuð misjafnt. Algengast hygg ég vera 22—30 kr. Með ö. o. þrisvar sinnum meira en fram- leiðsluverð innlendra kartafla. Þær út- lendu kartöflur, sem hingað flytjast kosta í Danmörku heldur ekki meira en 7—9 kr. tunnan. Hinar 14—20 krónurnar sem bændur og aðrir kaupendur hér á landi gefa fyrir kartöflurnar eru því ekki ann- að en einhverskonar álagning. Hvernig líst ykkur á það? Tvö atrið vil ég minnast á enn. 1) Kartöflurnar eru einhver hin holl- asta fæðutegund. Og ekki síst fyrir okk- ur Islendinga sem borðum svo mikið af kjöti og fiski, en ræktum ekki korn, eru kartöflur og annar garðinatur ómissandi fæða.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.