Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 27

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 27
F R E Y R 45 2) Kartöflurnar eru, fyrir framleiðend- ur, undir venjulegum skilyrðum, einhver sú ódýrasta fæðutegund, sem neytt er hér á landi. Með 9 kr. verði á tunnunni fást 100 h. e. fyrir 1 eyrir í kartöflum. Næst kemur rúgmjöl með 80, hveiti, haframjöl, hrís- grjón með um 60. í kindakjöti fást að- ins 15 h. e. og í eggjum 6 h. e. fyrir 1 eyrir, en í síld 66. Þessar fáu tölur eru teknar af handahófi, en þær sýna ljós- lega yfirburði kartöflunnar yfir aðra mat- vöru, hvað ódýrleika snertir. En þrátt fyrir alt þetta borðum við að- ins tæplega % tn. af kartöflum á mann á ári og þar af flytjum við h. u. b. helm- ing frá útlöndum fyrir uppskrúfað verð. Er þá undarlegt þótt ég spyrji: Hvað veldur? Framtíðartakmarkið á að verða, að borða minst 1 tn. á mann á ári og rækta það alt sjálfir. Heimili með 10 manns þarf 150—250 ferfaðma stóran kartöflugarð, eftir því hve góð ræktunin er, til þess að fá 10 tn. af kartöflum árlega. Þessi blettur gefur um 150 kr. hreinan ágóða í sam- anburði við það að kaupa útlendar kar- töflur — þ. e. 200 %. Berðu vel í garðinn þinn og taktu ill- gresið — með arfasköfu — jafnótt og það gægist upp úr moldinni. Það er ef til vill fátt á heimili þínu, sem betur sýnir hver maður þú ert en einmitt matjurtagarðurinn. Guðmundur Jónsson frá Torfalæk. Hjalti Jónsson heitir maður, sem lengi bjó í Fjarðar- horni við Hvammsfjörð í Helgafellssveit, vel greindur og mikið hugsandi um al- þjóðarheill. Ég kyntist honum fyrir 14 árum og' ræddi hann þá mikið um al- þjóðarmál; taldi meðal annars mikið skil- yrði að Islendingar ættu sjálfir skip þau er flyttu að og frá landinu, var það áður en Eimskipafélagið varð til. Nýlega hef- ir hann ritað til ritstjóra þessa blaðs ít- arlegt erindi um nauðsyn þess að sveita- félög landsins safni í sjóð og sýnir fram á að með tímanum geti sveitirnar orðið efnaðar, ineð þessu móti, án þess það hamli velgengni þeirra á nokkurn hátt á sama tíma og sjóðirnir verði til, en megi að fengnum sjóðunum, gera stórmiklar umbætur í sveitunum. Hjalti segir meðal annars: „Hreppsbúar geta komið sér upp lánsstofnun með jafnháum innláns- og útlánsvöxtum, að vísu fyrst í mjög smá- urn stíl, en sem þróast í framtíðinni með því t. d. að leggja 100 krónur í sjóð af hreppsfé árlega í 50 ár. Hreppsnefnd ætti jafnan að vera stjórn sjóðsins. — Þessi lán ættu að veitast til jarðræktar eða ann- ara þarflegra og skynsamlegra búnaðar- fyrirtækja, og ennfremur mætti veita þau mönnum til að losa sig úr óþægilegum og' vaxtaháum skuldum. Ef þetta yrði framkvæmt myndi sjóðurinn eftir 50 ár skifta tugum þúsunda króna, ef öllu yrði til skila haldið og engin embætti stofnuð við sjóðinn. Vilji einhver hrynda hug- rnynd þessari í framkvæmd stígur hann um leið spor í áttina til efnalegs sjálf- stæðis sinnar sveitar. Þetta mundi efla rækt- un landsins og aðrar búnaðarframkvæmd- ir. — Sjóður þessi má ekki vera í sam- bandi við sveitasjóð og ekki heita spari- sjóður. Ennfremur ættu kauptún og kaup- staðir að stofna svona sjóði og lána úr þeim efnalitlum fjölskildumönnum til að rækta sér bletti“. Að lokum segir Hjalti: „Við heyrum oft talað fagurlega um föð- urlandsást og átthagaást, en alt slíkt tal dæmir sig sjálft sem hégóma, ef ekki er sýnt í verkinu, að hugur fylgi máli. Með

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.