Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 48

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 48
Verðandi pabbar Fyrsta trimester * Hræðsla við að missa konuna eða barnið * Efi um sjálfan sig sem faðir Annað trimester * Aukin lotning fyrir fóstrinu * Áþreyfanleg skýring á breytingunum Þriðja trimester * Otti við að gera fóstrinu mein við samfarir * Öfund og/eða stolt yfir barninu * Áhyggjur vegna fæðingarinnar Meðgangan í heild * Aukin rómantík * Aukin vitund um fjölskyldulíf * Áhyggjur vegna kostnaðar * Áhyggjur vegna lítillar þekkingar á umönnun nýbura Verðandi mömmur * Minnkuð kynhvöt, þreyta og aukinn svefn * Ógleði og uppköst * Aukið ósjálfstæði * Jákvæð viðbrögð tengt því að finna hreyfingar * Aukinn áhugi á kynlífi * Minnkaður áhugi á kynlífi * Svefnörðugleikar * Verkir í kviðarholi * Tilfinning um kvenleika * Aukin rómantík * Aukin bjartsýni * Ótti við fósturlát, eða að barnið sé vanskapað * Stolt yfir meðgöngunni hjá körlum. Er hugsanlegt að karlar finni líka fyrir ógleði, uppköstum, þyngdar- aukningu og skapbreytingum á með- göngutíma konunnar, sem hingað til hafa einungis verið tengd konunni. Önnur ein- kenni sem hafa komið fram í rann- sóknum og virðast vera algengari meðal verðandi feðra, meðan á meðgöngu konu þeirra stendur eru t.d. verkir í kvið- arholi, brjóstsviði, bakverkir og sinadrátt- ur (1,3,7,9). Eg hef skipt umfjöllun um þessi einkenni niður í fjóra þætti sem eru: Almennt heilsufarsástand, streita, ógleði og uppköst og föðurhlutverkið. Almennt heilsufarsástand Rannsóknir hafa verið gerðar á al- mennu heilsufarsástandi verðandi feðra og nýorðinna feðra sem hafa bent til þess að heilsufar þeirra sé heldur lélegra en það var áður en kona þeirra varð ófrísk. Þau einkenni sem helst eru nefnd eru bakverkur, höfuðverkur, þreyta, ógleði og ýmis einkenni frá stoðkerfi. Einnig hafa sumir nefnt breytingu á þyngd og breytingar á svefnvenjum (2,4,6). í rannsókn sem Ferketich og Mercer gerðu í Bandaríkjunum árið 1989 sem 147 karlar tóku þátt í kemur fram að meðan á meðgöngunni stóð höfðu 27% karla leitað til læknis með einhver vanda- mál. Þetta var töluvert hærra hlutfall en var hjá þeim körlum sem ekki áttu von á fjölgun í fjölskyldunni (6). 46 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.