Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 28
ur að hafa mæðravemdina á hjólum. Þann-
ig er ég meira inni í því sem gerist á stöðinni
og hef lækni „stand by“ ef þarf í næsta her-
bergi við, þar sem hann getur ennfremur
stundum sinnt annarri vinnu með.
Ofrískar konur koma fyrst til mín í
svokallaðan viðtalstíma, sem ég er með
á þriðjudögum í 45 mín. á hverja konu.
Þær koma ca 10-12 vikur gengnar ýmist
búnar að hitta á stofu sinni heilsugæslu-
lækni eða fæðingarlækni. Stundum
koma þær eingöngu með jákvætt þung-
unarpróf og eru vel meðvitaðar um sinn
meðgöngutíma. Eg tek mæðraskrá, blóð-
prufur og þvagprufur. Gynskoðun er ekki
gerð í þessum tíma, nema sérstakar
ástæður séu fyrir hendi. Eins er GK og
Clamydia tekið eftir aðstæðum. Þarna fer
fram fræðsla og upplýsingar ásamt til-
heyrandi bæklingar eru afhentir. Einnig
met ég áhættuþætti og panta skoðanir ef
þarf, t.d. erfðaráðgjöf, sónar, gynsk. hjá
fæðingarlækni, sjúkraþjálfun o.fl. Ef leg-
stærð klínískt passar við tíma (st) og engir
áhættuþættir eru, er gynsk. sleppt. Síðan
fer konan í venjulegt mæðraeftirlit, hjá
mér og sínum heilsugæslulækni fram að
fæðingu, þær hitta þó ekki lækni í hvert
sinn ef allt er eðlilegt, en hafa þó kost á
því. Þegar líða tekur á meðgönguna þétt-
um við eftirlit (eftir 30 vikur) og einnig hef
ég fræðslu um fæðingu og undirbúning
brjóstagjafar. Oft ræðum við saman ég
og heilsugæsluhjúkrunarf ræðingurinn,
sem tekur við konunni eftir fæðingu. Ef
eitthvað sérstakt hefur komið upp til
dæmis fæðingarþunglyndi eða önnur
stór vandamál, ræðum við stundum við
konuna saman.
Konur sem ganga með fram yfir 41
viku eru sendar í monitor og „mat“ á
fæðingargang, jafnvel þótt enginn
26 __________________________________
áhættuþáttur sé til staðar. Ef eru minnk-
aðar hreyfingar eða t.d. hypertensio þá
fara þær fyrr í „mat“. Sumar konur þurfa
að hitta fæðingarlækni l-2var sinnum á
meðgöngu, sumar aldrei, en í einstaka til-
fellum svo sem hypertensio essentialis,
diabetes eða tvíburar, sendum við eftir
fyrstu skoðun í áframhaldandi eftirlit á
göngudeild kvenna á Landspítalanum.
Öllum konum er boðið á foreldra-
námskeið, sérstaklega eru frumbyrjur og
konur með „slæma sögu“ hvattar til þess.
Við höfum 3-4 námskeið hvert um sig 6
vikur á hverju ári. Þau eru þannig upp-
byggð að við erum 5 sem höldum þau: 1
læknir, 2 hjúkrunarfræðingar, 1 Ijós-
móðir og svo sjúkraþjálfari, sem kemur í
hvert skipti eftir að 1 okkar hefur haldið
fræðsluerindi i ca 45 mín. Námskeiðin
hafa verið afar vel sótt, oft af hjónum eða
öðrum aðstandanda með konunni.
Þetta er skemmtilegur vinnustaður í
ört vaxandi bæjarfélagi, ásamt því að
þjóna flestum á Alftanesi og einnig ann-
ars staðar frá. Mæðraverndin hefur auk-
ist um 50% á nokkrum árum og er e.t.v.
ekki komin í hámark enn. Það voru rétt
rúmlega 2000 konur á síðasta ári þ.e.a.s.
rúmlega 200 nýjar konur komu inn.
Það er ómetanlegt að geta fylgt eftir
sömu konunni frá byrjun meðgöngu til
enda. Þannig skapast betur traust og
næmi fyrir þörfum einstaklingsins. Einn-
ig tel ég nauðsynlegt (af reynslu) á heilsu-
gæslustöð að hafa ljósmóður í mæðra-
vernd, ekki eingöngu vegna faglegrar
þekkingar, heldur einnig vegna heildar-
yfirsýnar, sem fæst með því að 1 ljós-
móðir haldi utan um jafn mikilvægan þátt
í heilsugæslu almennings, svo sem eftir-
lit með móður og barni í meðgöngu.
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ