Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 31
kratesar og lærisveina hans til kvensjúk- dóma og sængurkvenna hafi verið með sérkennum nokkrum, það er svo að sjá, sem þetta hafi stafað af einhverskonar feimni og blygðun við að snerta kynfæri kvenna, enda munu flestar ef ekki allar aðgerðir á þessu sviði hafa verið í hönd- um ljósmæðra. Hippokrates sem talinn er hafa verið fæddur (460-377) fyrir Krist burð var sonur ljósmóður. Hún hét Fainarete og taldi ætt sína til Heraklesar sem var sonur gyðjunar Aþenu, en hún var dóttir Metisar og Seifs. Metis fæddi Aþenu innan rifja Seifs þar sem hann hafði áður gleypt hana, til þess að öðlast visku hennar. Aþenu var síðan hleypt út með því að opna höfuð hans. Þetta hefur verið nokkuð sérkennileg fæðing, enda úr goðsögum komin. I sögnum kemur einnig fram að sjálf Hera kona Seifs hafi verið huggari kvenna i barnsnauð. Hún var einnig verndagyðja hjónabands og móðurástar. Dóttir Heru og Seifs gyðjan Eileiþýja hjálpaði konum með jóðsótt. En Artemis dóttir Seifs og Letóar var aftur á móti verndargyðja kvenna með jóðsótt. Allar þessar gyðjur vitna til þess að fæðingarhjálp og umönnun sængur- kvenna hefur verið í höndum ljósmæðra. Maievtria er gríska heitið yfir ljósmóðir. (2,8,9) I Rómaveldi hinu forna mun allmenn menntun hafa verið útbreidd hjá fólki á öllum stigum þjóðfélagsins, konur lærðu einnig að lesa og skrifa og margar urðu hámenntaðar. Ljósmæður Rómverja voru lærðar vel og miklar kröfur voru gerðar til þeirra. Fæðingahjálp var þar allvel þróuð °S tóku ljósmæður á móti flestum róm- verskum börnum. Ljósmæður Rómverja nefndust „Obstetrix" sem þýðir yfir- setukona. Obstetrics hefur allar götur síð- an verið latneska heitið á fræðigrein okkar ljósmóðurfræðinni. (2,10,11) I islenskum fornritum er Oddrún Atla- systir Buðladóttir sennilega kunnasta ljós- móðirin þeirra tíma. Hún var reyndar uppi fyrir Islandsbyggð, en kvæðið um hana er í Eddukvæðum og nefnist Odd- rúnargrátur. Þar segir frá því þegar hún er að hjálpa vinkonu sinni Borgnýju Heiðreksdóttir, sem er að barnsburði komin. Þar má lesa sitthvað um venjur og skoðanir þeirra tíðar, Ljósmóðirin situr fyrir knjám konunnar, sem fæðir í sitjandi stellingu. (7) Það er ýmislegt í sögunni sem bendir einnig til þess að lækningar hafi verið kven- nastörf fyrr á öldum þ.á.m. á íslandi. Það er naumast einskær tilviljun að guð læknis- listarinnar í goðatrúnni er „ásynja", hún nefndist Eir og að sögn Gylfaginningar Snorra Eddu „læknir beztr“. (4,12) Þess er ennfremur getið í íslenskum fornsögum, að í einni af orustum Víga- Glúms árið 1000 kveður kona hans, Halldóra Gunnsteinsdóttir, aðrar konur á vetvang og segir: „Skulum við binda sár þeirra manna, er lífvænir eru, ór hvárra liði sem eru.“ Þarna er ekki aðeins að finna líknarhug kvenna, er fengust við lækningar, heidur birtist þar sama háleita hugsjónin, sem mörgum öldum síðar leiddi til stofnunar Alþjóða-rauðakrossins og Alþjóða-heilbrigðisstofnunnar, sú hugsjón, að hlúa beri að mönnum og vernda alla jafnt, hvort sem um er að ræða samherja eða andstæðinga og án tillits til kynþátta, trúar, stjórnmálaskoð- ana, stöðu eða stéttar. (12) Þegar komið er fram á miðaldirnar, þúsund ára tímabilið frá falli Rómaveldis í lok 5. aldar fram að upphafi nýrra tíma á 15. öld er talið að hnignun eða stöðnun ------------------------------------ 29 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.