Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 10
vera fram á 7. dag eftir eðlilega fæðingu
en reynslan sýnir að flestar kjósa að fara
heim á 5.-6. degi. Mjög fáar velja að fara
fyrr. Mæðumar eru með börnin inni hjá
sér á daginn að mestu leyti og sinna þeim
sjálfar eftir getu. Þær fá leikfimi hjá
sjúkraþjálfara, brjóstafræðslu og sýnibað
á 3.-4. degi. Er í rauninni synd að geta
ekki haft pabbana með í því en til að
bæta það upp er þeim boðið að baða
börnin eftir fæðingu. Auk þess reynum
við ávallt að finna stund til að setjast niður
inni hjá þeim og rabba við þær um allt
mögulegt sem þeim liggur á hjarta. A
nóttunni eru börnin flest á barnastofu én
þær konur sem þess óska geta haft
börnin inni hjá sér. Eru það helst frum-
byrjur „sem vilja æfa sig“ sem nýta sér
það síðustu nóttina fyrir heimför. I þessu
sambandi er reynt sem áður að koma til
móts við hverja og eina konu. Ekki að
setja fastar reglur!
Eins og í upphafi kom fram á Sjúkra-
hús Akraness 40 ára afmæli um þessar
mundir. Fæðingadeildin ákvað, í tilefni
þessara tímamóta, að efna til fræðslu-
dags fyrir starfsfók fæðingadeilda og
mæðravernda á Vesturlandi. Var ráð-
stefnan haldin þ. 3. okt. s.l. í veitinga-
húsinu Langasandi á Akranesi og var
dagskráin svohljóðandi:
9.15-9.30
9.30-9.35
9.35-10.30
10.30-10.55
Afhending gagna og
greiðsla þátttökugjalds.
Setning.
Nýir straumar í slökun og
deyfingu við fæðingar.
Jónína Ingólfsdóttir, yfir-
ljósmóðir, Sjúkrahúsi
Akraness.
Brjóstagjöf. Ðín Sigur-
bjömsdóttir, hjálparmóðir.
11.00-12.00
12.00-13.15
13.15-14.00
14.00-15.00
15.00-15.30
Grindarlos á meðgöngu.
Esther Sigurðardóttir,
sjúkraþjálfari, Kvennadeild
Landspítalans.
Matarhlé.
Frá ljósmæðraþingi í
Kaupmannahöfn 4.-6.
sept. 1992. Drífa Björns-
dóttir ljósm. Sjúkrahúsi
Akraness. Elín Sigur-
björnsdóttir ljósm.
Sjúkrahúsi Akraness.
Pre-eclamsia - Eclamp-
sia. Þóra Fischer, læknir,
Kvennadeild Landspítal-
ans.
Grindarmælingar. Þóra
Fischer, læknir, Kvenna-
deild Landspítalans.
Þátttaka var mjög góð, u.þ.b. 40
manns og voru sumir komnir langt að. Er
greinilegt að þörfin fyrir fræðslu af þessu
tagi er mikil og létu gestir í ljós ánægju
með framtakið. í lok ráðstefnunnar var
öllum þátttakendum boðið í „afmælis-
kaffi“ á sjúkrahúsinu.
Þetta var dálítill pistill um það sem við
höfum haft fyrir stafni að undanförnu á
Fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness og
vona ég að einhverjar hafi gaman af.
Gaman væri líka að heyra hvað ljós-
mæður á öðrum sjúkrahúsum og/eða
heilsugæslustöðvum eru að gera þessa
dagana. Látið í ykkur heyra.
8
UÓSMÆÐRABLAÐIÐ