Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 13
þessum seinagangi og sendi bréf í febr- úar s.i. til menntamálaráðherra og heil- brigðisráðherra til þess að fara fram á að skipuð yrði nefnd til þess að sjá um flutn- ing skólans milli ráðuneyta, og óskaði fé- lagið eftir að eiga fulltrúa í þeirri nefnd. Heilbrigðisráðherra svaraði um hæl og sagði að þetta væri í verkahring mennta- málaráðuneytisins. Ekkert heyrðist frá menntamálaráðherra. Það gekk heldur ekkert að ná tali af menntamálaráðherra. Það varð því úr að Ingibjörg Einisdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir fóru á fund Guð- ríðar Sigurðardóttur ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu þann 23. mars s.l. Hún tók máli okkar vel og sagði að þetta væri milli handanna á þeim í ráðu- neytinu. Síðan hefur ekkert frést, en þessu máli verður fylgt eftir af hálfu Ljós- mæðrafélagsins. Kjaradeila ljósmæðra og hjúkrunar- fraaðinga á Landspítalanum setti mark sitt á starf stjórnarinnar í desember og janúar. Þó að félagið ætti ekki beina aðild að þessari deilu, þá vill svo til að næstum því öll stjórn LMFÍ vinnur á Land- spítalanum. Þessi deila var erfið en lær- dómsrik. Fulltrúar ljósmæðra í samn- inganefndinni, þær Katrín Bragadóttir og Sumarlína Pétursdóttir stóðu sig með sóma og ég verð að viðurkenna að ég var ákaflega stolt af þeim og þakka þeim fyrir vel unnin störf. Þó að þessi deila hafi ekki verið á Ve9um félaganna, þá komust félögin ekki ^já því að fylgjast náið með framvindu ^nála og á þessum tíma urðu mikil sam- skipti milli formanna félaganna þriggja. Þessi samskipti töldum við allar vera af hinu góða og til þess að byggja á þeim, þá bauð stjórn Ljósmæðrafélagsins for- niönnum hjúkrunarfélaganna, Vilborgu Ingólfsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdóttur á fund til að ræða stöðuna í sameiningar- málum hjúkrunarfélaganna. Það kom okkur mest á óvart hversu skammt er á veg komið með sameininguna miðað við það sem við mætti búast. Á þessum fundi var rætt vítt og breitt og hægt var að leið- rétta misskilning sem upp hafði komið. Ákveðið var að halda svona fundi tvisvar til þrisvar á ári til þess að efla samvinnu og skilning milli félaganna. Það má segja að sameining hjúkrunarfélaganna komi Ljósmæðrafélaginu við, því að hún getur haft áhrif á framtíð Ljósmæðrafélagsins. Eins og þið vitið allar, þá bætast engir kjarafélagar í Ljósmæðrafélagið og er svo komið að þeim sem borga full félagsgjöld til félagsins fækkar óðum. Fagfélögum fjölgar jú, en fjárhagslega skipta þeir fé- lagið miklu minna máli, því að þeir greiða aðeins 2500 krónur á ári til félagsins, þegar best lætur, en s.l. ár innheimtust félagsgjöld mjög illa. Nú er svo komið að fjárhagsstaða félagsins er orðin veik og á eftir að veikjast til muna á næstu árum. Verði félagið fjárvana kemur það ekki til með að geta staðið undir starfsemi. Eg reifa þetta mál því að ég tel að ljósmæður þurfi að fara að hugsa um framtíð félags- ins og gera það upp við sig hvernig þær vilja að félagið verði í framtíðinni. Mál Fæðingarheimilís voru í brenni- depli áfram. Þann 5. október s.l. var því lokað vegna fjárskorts. Af þeim sökum hefur álagið á Kvennadeild Landspítalans aukist gífurlega og er svo komið að við blasir neyðarástand. Nú virðist búið að ákveða að opna FHR í 6 vikur frá og með 1. maí n.k. til þess að taka við miklum fæðingartoppi sem framundan er í maí. Einnig er farið að tala um að opna þar 18 rúma deild í byrjun næsta árs. Hvort ____________________________________11 LJÓSM/EÐRABLúÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.