Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 44
Aðgerðin sjálf
Konunum er sagt að það séu 50%
líkur að brjóstagjöf gangi vel. Reynt er að
hlífa eins mikið mjólkurkirtlunum og unnt
er. Sú tækni sem er notuð felst í því að
halda nægjanlegu blóðflæði til brúna
svæðisins, brjóstvörtu og mjólkurganga,
þ.e. ekkert er hreyft við (skorið í) brúna
svæðið né brjóstvörtuna, sem fær að sitja
kyrr á sínum brjóstvef ná í kirtilvefinn og
kirtilgangana undir henni. (Talað er um
að brjóstvartan sitji á stilk, sjá mynd 1).
Aðgerðin er gerð þannig að byrjað er á
að losa húðina frá allan hringinn með-
fram brúna svæðinu (sjá mynd 2) og húð-
inni er flett frá (sjá mynd 3). Síðan er
tekin í burtu sá vefur sem þurfa þykir
kringum stilkinn og saumað er síðan
saman. Brúna svæðið og brjóstvartan
situr sem fyrr á sínum stað. Með þessari
aðferð er minni hætta á að skorið sé á
taugar sem liggja til brúna svæðisins og
vörtunnar. Mjög slæmt er ef skorið er á
þessar taugar, þvi þá myndi draga úr
mjólkurörvun og losun (2). Með þessari
aðferð verður brjóstvartan ekki innfallin,
eins og hætt er við að hún verði þegar
hún er færð til, eins og gert er við trans-
42 -------------------------------------
plant. Við þessa skurðaðgerð fær konan
ör á brjóstin, sem er eins og öfugt T (sjá
mynd 4) (3,4).
Undirbúningur fyrir fæðingu
Mikilvægt er að þessar konur fái
fræðslu um brjóstagjöf almennt eins og
aðrar konur. Æskilegt er að undirbún-
ingur hefjist á meðgöngutímanum hafi
konan hug á að hafa barnið á brjósti (2).
Enginn breyting verður á framleiðslu
mjólkurhormónsins prolactin (5). En
konurnar þurfa að undirbúa sig undir það
að mjólkurmyndun getur orðið lítil eða
engin vegna fárra mjólkurkirtla (1,4).
Rannsóknir hafa sýnt að æskilegt er að
konur sem farið hafa í brjóstaminnk-
unaraðgerð nuddi brjóstin á síðasta hluta
meðgöngutímans (á þriðja trimester) t.d.
þegar þær fara í sturtubað og mjólki
(kreisti) brjóstvörturnar, en á þeim tíma
má búast við að broddmjólk (colostrum)
komi úr vörtunum. Konur tala um að það
sé þeim mikil hvatning að sjá að mjólk
komi úr brjóstvörtunum. Hafa ber þó í
huga að ekki kemur mjólk fram í vört-
urnar hjá öllum konum á þessum tima,
sem þarf ekki að þýða það að þær geti
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ