Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 12
Skýrsla stjórnar
1992-1993
Á starfsárinu voru haldnir 8 stjórnar-
fundir og einn fundur stjórnar og for-
manna HFÍ og FHH.
Félagar í Ljósmæðrafélagi Islands eru
nú 429. Af þeim vinna 210 við ljós-
mæðrastörf.
LMFÍ sendi tvo fulltrúa, Ingibjörgu
Einisdóttur og Hildi Kristjánsdóttur á
stjórnarfund og ráðstefnu NJF (Nordisk
Jordemoderforbund) í september sl. í
Kaupmannahöfn. Hildur Kristjánsdóttir
gerði fundinum og ráðstefnunni góð skil
í Ljósmæðrablaðinu, 2. tbl. 1992. Rúm-
lega tuttugu ljósmæður frá Islandi mættu
á ráðstefnuna, en þess má geta að þátt-
takendur frá Islandi og Finnlandi voru
álíka margir. Norðurlandaþingið í ár
verður haldið í Færeyjum í ágúst.
Alheimsþing ljósmæðra og ráðstefna
í tengslum við þingið verður haldið í
Vancouver í Kanada í mai n.k. Ingibjörg
Einisdóttir verður fulltrúi íslenskra ljós-
mæðra á þinginu. Þátttaka ljósmæðra
héðan á ráðstefnuna verður með besta
móti, en líklega verða u.þ.b. sex íslensk-
ar ljósmæður á ráðstefnunni. Þessi þátt-
taka endurspeglar ekki síst aukinn vilja
vinnuveitenda ljósmæðra að styrkja þær
til námsferða.
Gisli Sigurbjörnsson á Grund heldur
áfram að sýna rausnarskap ljósmæðrum,
sem komnar eru á eftirlaun, og hefur gert
enn betur en í fyrra. S.l. haust dvöldu á
hans vegum að Ási í Hveragerði 12 ljós-
mæður, í vor dvelja þar aftur 12 ljós-
mæður og hann hefur þegar boðið 16
ljósmæðrum til dvalar næsta haust. Þess
má geta að núna eru 6 ljósmæður að Ási
allt hollsystur frá 1951. Ljósmæðrafé-
lagið hefur gefið Gísla gjafir og blómvönd
í þakklætisskyni.
Síðast liðið vor kom enn einu sinni
upp sú staða að Ríkisspítalar ætluðu ekki
að greiða nýjum ljósmæðranemum laun
á námstímanum. Það eru orðnir fastir
liðir eins og venjulega að það þurfi að
standa í rexi út af þessu máli árlega.
Stjórn Ljósmæðrafélagsins og Guðrún
Björg Sigurbjörnsdóttir yfirljósmóðir
héldu á fund formanns fjárveitingar-
nefndar Alþingis, Karls Steinar Guðna-
sonar, þáverandi formanns stjórnar-
nefndar Rikisspítala Árna Gunnarssonar
og Davíðs Á. Gunnarssonar forstjóra
Ríkisspítala. Eftir japl og jaml og fuður
var samþykkt á elleftu stundu að greiða
nýnemum laun. Þetta reyndust þó ekki
mikil fjárútlát fyrir spítalann, því að ein-
ungis þrír nemar em á fyrsta ári í Ljós-
mæðraskólanum.
Nú er ekki gert ráð fyrir að teknir
verði oftar inn nemar i Ljósmæðraskóla
íslands og að námið flytjist í Háskóla
íslands 1994. Ekkert hefur þó verið gert
i því máli að hálfu stjórnvalda í vetur.
Stjórn LMFÍ var farið að hafa áhyggjur af
10
UÓSMÆÐRABLAÐIÐ