Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 11
Athugasemd frá sérfræðingum Kvennadeildar Landspítalans
Frú Harma Antoníusdóttir,
ritstjóri Ljósmæðrablaðsins,
Kvennadeild 22-B, Lsp.
Kæra Hanna.
I Ljósmæðrablaðinu, 2. tölublaði, 70.
árgangi 1992, á blaðsíðu 48, birtist
greinarkorn, sem Olafur Olafsson land-
læknir sendi í Morgunblaðið í apríl s.l.
Þessi athugasemd landlæknis, sem Ljós-
mæðrablaðið nú endurbirtir, þótti lækn-
um Kvennadeildar vera ósanngjörn og
byggð á röngum forsendum þar sem
landlæknir nýtti sér tölur um burðarmáls-
dauða til að draga af þeim ályktanir sem
tölurnar alls ekki geta gefið tilefni til.
Þessu var harðlega mótmælt við land-
lækni sjálfan og í yfirlýsingu sem sér-
fræðingar Kvennadeildar Landspítalans
Yfirlýsing er svohljóðandi:
„Að gefnu tilefni vilja sérfræðingar
kvennadeildar Landspítalans taka fram
eftirfarandi: Aldrei er unnt að segja með
vissu til um það fyrirfram hvort fæðing
verði eðlileg eða áhætta skapist meðan
á henni stendur. Þurft getur að grípa
skyndilega inn i fæðingu til að bjarga
barninu og geta þá örfáar mínútur skipt
sköpum. Til þess að meta eðlilegan
framgang fæðingar er nauðsynlegt að
fylgjast með framvindu hennar frá upp-
hafi til enda.
Eðli málsins samkvæmt er því ógjörn-
lngur fyrir einn lækni að bera ábyrgð á
fæðingum, sem fram fara á tveimur mis-
^sunandi stöðum samtímis. Fjöldi fæð-
lr>ga og önnur læknisfræðileg vandamál,
Sem krejast úrlausna á vöktum á kvenna-
sendu Morgunblaðinu og birtist þar 7.5.
s.l. Yfirlýsingin fylgir hér með í ljósriti.
Tölur um burðarmálsdauða á litlum
sjúkrahúsum úti á landi, þar sem ætlast
er til að eingöngu áhættulitlar fæðingar
fari fram, staðfesta að aldrei er unnt að
segja með neinni vissu um framgang eða
áhættu samfara fæðingu, fyrr en að
henni afstaðinni.
Læknar á Kvennadeild, nánustu sam-
verkamenn ljósmæðra deildarinnar í yfir
40 ár, óska hér með eftir því við Ljós-
mæðrablaðið að það birti þetta bréf í
næsta tölublaði ásamt yfirlýsingunni sem
kom í Morgunblaðinu 7.5.’92.
F.h. lækna Kvennadeildar Lsp.,
Reynir Tómas Geirsson, læknir
Auðólfur Gunnarsson, læknir.
deild Landspitalans, eru það mikil að
ókleift er með öllu að sami sérfræðingur
sinni samtímis vöktum þar og á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur. Spurningin um
framhald fæðinga á Fæðingarheimili
Reykjavíkur snýst því að okkar mati um
það, hvort einhverjir aðilar, þ.e. hið
opinbera eða einstaklingar, séu fúsir til
að greiða kostnað af sérstakri læknavakt
þar.
Tiðni dauðsfalla (burðarmálsdauða) á
fæðingarstöðum úti á landi, þar sem ljós-
móðir og læknir fylgjast með meðgöngu
og fæðingu frá upphafi til enda og allt
afbrigðilegt er sent á sérhæfð sjúkrahús,
gefur enga vísbendingu um hvort réttlæt-
anlegt sé að fæðingar fari fram á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur án þess að
læknir sé þar tiltækur."
9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ