Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 17
Orbsending frá LMFÍ Ljósmæðrafélag íslands og Trygg- ingarstofnun Ríkisins undirrituðu samn- ing þann 1. apríl s.l. um umönnun sæng- urkvenna, sem fara heim af fæðingar- stofnun á fyrsta sólarhringi eftir fæðingu. I raun er hér um að ræða nýja túlkun á gömlum samningi, þar sem hér er gert ráð fyrir að II. og III. liðir í 3. gr. samn- ings LMFI og TR gildi einir og sér. A vegum LMFI er verið að samræma skráningu fyrir ljósmæður, sem taka að sér umönnun sængurkvenna í heima- húsi. Ljósmæður sem sinna heimaþjón- ustu þurfa einnig að láta heilsugæslu- stöðvum í té upplýsingar um sína skjól- stæðinga á svipaðan hátt og verið hefur frá hendi stofnananna. Samningurinn birtist hér í heild sinni, en nánari upplýsingar um gögn sem TR óskar eftir frá hendi ljósmæðra og um skránipgu sængurlegunnar er að fá hjá skrifstofu félagsins. Héraðslæknirinn í Reykjavík hefur sent LMFI bréf þess efnis að hann minnir ljósmæður á að í lögum okkar stendur: „Ljósmóðir, sem stundar fæðingarhjálp á eigin vegum, skal... tilkynna það viðkomandi héraðslækni og leggja fyrir hann skilríki sín“. Ljósmæður, sem sinna heimaþjónustu eru því beðnar um að láta viðkomandi héraðslækni fá afrit af ljósmæðraleyfi sínu. Ég vil eindregið hvetja ljósmæður til að kynna sér samninginn og nota hann þegar tækifæri gefst til. LMFÍ óskar einn- ig eftir að ljósmæður sem geta hugsað sér að vinna eftir þessum samningi hafi sam- band við skrifstofu félagsins, því að verið er að athuga hvort félagið ætti að hafa skrá um ljósmæður sem barnshafandi konur geti síðan leitað til. Æskilegt að ljósmæður í mæðravernd kynnti þennan valmöguleika fyrir barns- hafandi konum. Ingibjörg S. Einisdóttir. Samningur milli Ljósmæbrafélags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins. Samþykkt að framlengja samningi milli Ljósmæðrafélags Islands og Trygg- ingastofnunar ríkisins frá 7. nóvember 1991 til ársloka 1993, með þeirri breytingu að II. og III. liður 3. gr. samn- ingsins gildi jafnframt fyrir umönnun sængurkvenna, sem fara heim af fæð- ingardeild á fyrsta sólahring eftir fæð- ingu, enda leggi ljósmóðir fram með reikningi skv. 5. gr. ljósrit fæðingartil- kynningar og önnur gögn er Trygg- ingastofnun ríkisins kann að óska eftir. Reykjautk, 1. apríl 1993. 15 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.