Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 46
þær fjórar konur sem ég talaði við, sem
fæddu eftir að þær höfðu farið í brjósta-
minnkunaraðgerð. Öllum konunum var
sagt að 50% líkur væru á að þær gætu
eitthvað mjólkað, en stífluhætta gæti
orðið mikil. Þrjár undirbjuggu brjóstin
eins og áður hefur verið getið um og kom
broddmjólk þegar þær kreistu vörturnar.
Tvær sögðu að brjóstin hefðu örlítið
stækkað á meðgöngutímanum. Önnur
þeirra er barnshafandi nú og finnst henni
brjóstin stækka meira en í fyrra skiptið,
sem gæti bent til að um endurbyggingu
sé að ræða á kirtilvefnum. Hjá þessum
þremur konum kom mjólkin á fjórða
degi. Stálmi varð ekki til vandræða og
engin fékk stíflur í brjóstin. Mjólkuðu þær
frá sex vikum upp í þrjá mánuði, en
hættu vegna of mikilla ábóta eða að
börnin misstu áhuga á brjóstinu. Þær
lýstu ánægju yfir að hafa mjólkað og geta
haft börn sín á brjósti. Ein af þessum
fjómm fékk stálma en ákveðið var að
þurrka upp brjóstin, e.t.v. verið lítil eða
engin mjólkurlosun og var það mikið áfall
fyrir hana.
Niðurstaða
Brjóstaminnkun er gerð á þann hátt
að brjóstagjöf er möguleg eftir fæðingu.
Flestar konur stefna að því að reyna, þó
ekki sé nema til að auka á ánægjuna og
tengslamyndun við barnið. Komið hefur
í ljós að flest allar hafa mjólkað í einhverju
magni og lítið er skrifað um stíflur.
Mjólkin virðist koma seinna hjá þessum
konum heldur en þeim sem ekki hafa
farið í slíka aðgerð, e.t.v. vegna þess að
skorið hefur verið á einhverjar taugar.
Konum finnst öll hvatning góð. En
nauðsynlegt er að fylgjast vel með þyngd
og heilbrigði barnsins.
44 _______________________________
Lokaorð
Eg vona að þessi stutta samantekt
mín um möguleika kvenna, til að geta
mjólkað og haft börn á brjósti, eftir að
hafa farið í brjóstaminnkunaraðgerð,
gagnist ljósmæðrum og öðrum, sem í
starfi sínu þurfa að leiðbeina þessum
konum.
Heimildir
1. Williams L. Clinical Practice: Reducation
Mammaplasty. Plastic Surgical Nursing sum-
mer Vol. 10, No 2, 1990; 84-86.
2. Mohrbacher N, Stock J. Breast Reduction
Surgery. ln: The Breastfeeding Answer-
book, edited by La Leche League Inter-
national 1991; 152-154.
3. Rees TD. Plastic Surgery of the Breast. In:
Reconstructive Plastic Surgery, second edi-
tion. Editor John Marquis Converse.
Philadelphia: Saunders, 1977; 3661-3689.
4. Hatton M, Keleher K. Breastfeeding after
Breast Reduction Mammoplasty. Journal of
Nurse-Midwifery Vol. 28. No 4, July/August
1983; 19-22.
5. Soules MR, et al. Prolactin Secretion in
Women after Plastic Breast Augmentation
and Reducation. Annals of Plastic Surgery
Vol. 17. No 4, October 1986; 335-338.
6. Nicholson W. Breastfeeding after Breast
Reducation:GuideIines for Mothers. Breast-
feeding Review Vol. 2, No 4, Nov. 1991;
174-177.
7. Neifert M, et. al. The Influence of Breast
Surgery, Breast Appearance, and Pregn-
ancy - Induced Breast changes on Lactation
Sufficiency as Measured by Infant Weight
Gain. Birth 17: 1 March 1990; 31-38.
8. Aboudib JH Jr, et al. Analysis of Late Results
in Postpregnancy Mammoplasty. Annals of
Plastic Surgery Vol. 26, No 2, February
1991; 111-116.
UÓSMÆÐRABLAÐIÐ