Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 6
Ljósmóðirin á Patreksfirði heitir Ásta
Gísladóttir, hún útskrifaðist frá Ljós-
mæðraskóla Islands haustið 1960.
Hún réðist sem ljósmóðir til
Patreksfjarðar sama haust, og hefur
starfað þar alla tíð síðan sem eina
ljósmóðirin.
Þegar hún kom vestur voru þar eldri
ljósmæður, hættar störfum, sem
leystu Ástu af í sumarfríum og þegar
hún átti börnin (þriggja mánaða frí) .
Sumarfríin þurfti hún að borga þeim
sjálf, þar sem ekki var gert ráð fyrir
sumarfríi umdæmisljósmæðra. Nú
er ein ljósmóðir búsett í sveitinni sem
tekur að sér mæðraeftirlit, og ein-
staka sinnum fæðingu, í sumarfríum
Ástu.
Fyrstu árin voru um 40 eða fleiri
fæðingar á ári, en þeim hefur fækkað
umtalsvert. Árið 1994 voru 16
fæðingar, 1995 voru þær 3, og 1996
fæddu 9 konur á Patreksfirði. Að
sumu leyti stafar þetta af fólksfækkun
á svæðinu, en að öðru leyti er það
vegna þess að fleiri konur fara í
burtu til að fæða. Þær fara ýmist að
eigin ósk, eða er ráðlagt að fæða
annars staðar af ljósmóður og/eða
lækni í mæðraskoðun. Flestar fara
suður til að geta dvaiist hjá ætt-
ingjum, en færri fara til Isafjarðar.
Tíð læknaskipti eru á Patreksfirði og
eru margir þeirra með litla eða enga
reynslu varðandi meðgöngu og fæð-
ingar, og telur Ásta það mjög baga-
legt, þar sem þeir eru fyrir vikið mjög
óöruggir.
Ásta er í hálfu starfi á heilsu-
gæslustöðinni, og hálfu við sjúkra-
húsið. Hún fær 40 % álag á laun
fyrir viðveruskyldu, en ekkert fyrir
hvert útkall fyrir sig, þannig að
launin eru jöfn, hvort sem útköll eru
engin eða sólarhringum saman. Hún
hefur ekki píptæki og kemst því í
raun aldrei langt frá símanum, a.m.k.
ekki út fyrir bæjarmörkin. Hún
hefur lítið komist t.d. til að fylgjast
með nýjungum í faginu, og finnst
henni það miður.
Ásta er einn dag í viku með mæðra-
skoðun og ungbarnaeftirlit á Patreks-
firði, og fer á Tálknafjörð hálfan dag
í viku. Á Bíldudal var ljósmóðir með
6
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ