Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 6

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 6
Avarp formanns LMFI Kæru ljósmæður! Að loknum aðal- fundi félagsins er að mörgu að hyggja þar sem að þessu sinni var ákveðið að halda framhaldsaðal- fund vegna ýmissa mála sem ekki var talið tímabært að afgreiða nú. Meðal annars á efitir að finna eftir- mann formanns sem hefur hugsað sér að hætta af persónulegum ástæðum. Ekki tókst að finna eftir- mann í tíma fyrir boðaðan aðalfund en það tekst vonandi fyrir fram- haldsaðalfundinn sem boðað verður til eigi síðar en í október. Þá var einnig ffestað lagabreytingum þeim sem boðaðar voru. Mér er efst í huga að framundan eru kjarasamningar, en núgildandi samningur rennur út 30. nóvember n.k. Talsverð vinna er framundan hjá stéttafélögum sem semja við ríkið og hafa verið umræður innan BHM um hvað skuli sett á oddinn í komandi kjaraviðræðum. Flest öll félögin innan BHM hafa nefnt sfyttingu vinnuviku sem brýnasta mál komandi kjaraviðræðna. Það er a.m.k. mjög brýnt að fá stytta vinnuviku hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Á meðan kjarasamingar eru laus- ir geta ljósmæður flutt sig um set á milli félaga. Margar ljósmæður hafa komið að máli við mig og lýst sig fúsar til að ganga til liðs við Ljós- mæðrafélag íslands sem kjarafélag- ar. Ég minni þær á að þessi mögu- leiki er opinn á meðan samningarnir Ólafi'a M. Guðmundsdóttir; formaður LMFI eru lausir og skora ég á þær að nota þetta tækifæri. Ljósmæðrafélag íslands er hvort tveggja í senn hagsmunafélag í fag- legu tilliti og kjaralegu tilliti. Allar ljósmæður hvar í félagi sem þær hafa lent (eða kosið að vera) hljóta að bera hag Ljósmæðrafélagsins fyrir brjósti í faglegu tilliti. Það væri óneitanlega mikill styrkur fyrir Ljósmæðrafélag íslands ef ljós- mæður væru allar kjarafélagar í fé- laginu okkar sem er elsta starfandi stéttarfélag kvenna á íslandi. Frá því 2. maí 1919 hafa ljós- mæður átt sitt eigið stéttarfélag og fognum við því 85 ára afmæli á þessu vori. Talsverðar umræður hafa verið um samning Ljósmæðrafélagsins við Tryggingastofnun ríkisins. Sá samningur á um þessar mundir 10 ára afmæli og hefur hann gert það að verkum að sængurlega á sjúkra- húsi eftir eðlilega fæðingu heyrir nánast sögunni til. Það má ætla að með þessu fyrirkomulagi hafi þjóð- félagið sparað stórar ljárhæðir sent hvergi hafia verið tíundaðar til þessa. Það er þó full ástæða til að skoða hversu fyrirkomulag af þessu tagi er hagkvæmt í samanburði við þjónustu á sjúkrahúsi. Þá er einnig ástæða til að bera saman heimafæð- ingar og fæðingar á sjúkrahúsi og efla þann þátt verulega. Þar eru sóknartækifæri fyrir ljósmæður og væri gott ef fleiri gæfu sig að heimafæðingum. Hjá Landlæknis- embættinu eru í vinnslu leiðbein- ingar um val á fæðingastað og hafa ljósmæður verið í nefnd til undh' búnings þeim. Við væntum mikils af þessum leiðbeiningum þar seni undirbúningur þeirra hefur verið byggður á niðurstöðum úr vísinda' rannsóknum sem m.a. sýna að fæð' ingar í heimahúsum koma ekki lak' ar út en fæðingar við hátækniað' stæður ef fylgt er ákveðnum verk- lagsreglum þegar heimafæðing er valin. Framundan er norræn ráðstefM ljósmæðra og hefur undirbúninguf gengið afar vel, enda er hann 1 höndum reyndra og góðra ljóS' mæðra. Það er von mín að ljósmæð' ur mæti vel og hafi bæði gagn og gaman af. Gleðilegt sumar! 6 Ljósmæðrablaðið maí 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.