Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 18
er skoðað í samhengi við þessar niður- stöður má ætla að konur sem hafa skoð- un á því hvernig þær vilja fæða hafi e.t.v. betri tilfinningu fyrir líkama sínum, þær taki sjálfstæðar ákvarðanir og þurfi minni hjálp. Þegar konan velur stellinguna sjálf ríkir gagnkvæmni í sambandi ljósmóður og konu þar sem ljósmóðirin hefur skilning á þörf kon- unnar á að hagræða sér þannig og á þann hátt sem henni finnst best. Ut- koman er góð áhrif á spöngina. Áhuga- vert væri að skoða þennan þátt betur í framtíðarrannsóknum. Tvær mismunandi tegundir með- ferða höfðu marktæk áhrif á útkomu spangar til verra horfs. 1 fyrsta lagi það að hvetja til rembings og í annan stað að nudda/toga í spöngina á öðru stigi fæðingar. I tæplega 40% fæðinga var íhlutað í rembing á öðru stigi fæðingar en sú aðferð byggir á hefð í starfi ljósmæðra og margar þeirra álita að það að hvetja konuna til að rembast flýti fæðingunni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu glöggt að konur sem hvattar eru til að rembast eru líklegri til að fá verri út- komu á spöng en konur sem ekki eru hvattar og eru þær niðurstöður sam- hljóða rannsóknarrýni Renfrew og fé- laga (1998) Samselle og Hines (1999) og rannsóknarniðurstöðum Yates og Roberts (1984). Ekki var unnt að greina hvort sömu ljósmæður notuðu þessa íhlutun meira en aðrar en það hefði verið gagnlegt. Athyglisvert er að þegar frumbyrjur og fjölbyrjur eru skoðaðar sitt í hvoru lagi þá fékkst ekki marktækt samband milli rembingsíhlutunar og útkomu spangar Hin meðferðin sem reyndist vera skaðleg spönginni var að setja fingur inn fyrir leggangaop og færa í u-laga hreyfingar um leið og spöngin er teygð fram og nudduð sem gert er þegar farið er að sjást í kollinn. í rúmlega 17 % fæðinga var þessi meðferð veitt. Þannig voru 21,4% þeirra sem fengu meðferð- ina með heila spöng. Á hinn bóginn reyndust 35,0% þeirra sem ekki fengu meðferðina vera með heila spöng og munurinn mældist marktækur (p< 0,03). Leiða má líkum að því að þessi meðferð hafi verið notuð á stífa spöng sem vissulega er algengara hjá frum- byrjum. Athygli vakti að sambandið mældist sterkara þegar gögn sem beind- ust að Ijölbyrjum eingöngu voru skoð- uð. Þessar niðurstöður eru nálægt nið- urstöðum rannsóknar Stamp og félaga (2001) og rannsóknar Albers og félaga (1996) sem sýndu fram á að spangar- nudd í fæðingu hefði ekki verndandi áhrif á spöngina. I þeirn rannsóknum var eingöngu talað um nudd en ekki minnst á að spöngin væri teygð fram með fingrum í u-laga hreyfingum eins og í þessari rannsókn. Þegar hugmyndafræðilikan Valerie Flemming er skoðað hvað varðar íhlut- un bæði í rembing og við nudd/tog á spöng, ættu ljósmæður að varast að íhlutast of mikið. Ef til vill er þessi íhlutun þess eðlis að konan finnur sárs- auka og spennist upp þegar ljósmóðirin er að koma við spangarsvæðið og hún missirþá tilfinningu við spangarsvæðið sem nauðsynleg er til vinna í takt við það sem líkaminn segir henni. Stærð (þyngd) barns og höfuðummál höfðu ekki marktæk áhrif á útkomu spangar. Spyrja má hvort þessi niður- staða styðji þá skoðun margra að konur gangi ekki með stærri börn en þeim er ætlað að geta fætt. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar í heild eru ræddar í tengslum við hug- myndafræðilíkan Valerie Flemming má túlka það þannig að útkoma spangar í fæðingu ráðist af hæfni ljósmóðurinnar til að skynja tilfinningar og þarfir kon- unnar, meta aðstæður og ákveða með- ferð. Myndlíking Valerie Flemming lýsir hvernig það að vera hjá, að hjálpa þegar þörf er á og að sýna gagnkvæmni, fléttast saman. Það er listin í ljósmóður- starfinu sem byggir grunninn að góðri þjónustu við fæðandi konur. Góð út- koma ræðst einnig af því hvernig ljós- móðirin notar ígrundun í starfi og byggir ákvarðanir sínar á gagnreyndri þekkingu. Það eru vísindin í ljósmóður- starfinu. Takmarkanir rannsóknarinnar Helstu takmarkanir rannsóknarinnar var snið hennar en ekki var slembivalið í stellingar og ákveðna meðferð áður en útkoma spangar var metin. Auk þess var ekki unnt að tryggja að fleiri en ein stelling/meðferð hefði verið notuð í fæðingunum. Þannig var ekki hægt að meta sem skyldi áhrif hverrar meðferð- ar fyrir sig. Sumar af þeim fæðinga- stellingum sem teknar voru til athug- unar voru ekki notaðar nógu mikið og varð því að flokka saman stellingar þegar niðurstöður voru metnar. Gera má ráð fyrir vissri ónákvæmni í skrán- ingu á stærð spangarrifa og skilgrein- ingu þeirra þar sem margir einstakling- ar skráðu í mælitækið. Hagnýting og framtíðarrannsóknir Niðurstöður rannsóknarinnar drógu fram þekkingu um útkomu spangar í eðlilegum fæðingum á kvennasviði LSH sem ekki hafa verið fyrir hendi áður og þær gefa vísbendingu urn hvað í meðferð og umönnun stuðlar að góðri útkomu og hvað er líklegra til að valda skaða á spöng. Einnig hvaða þætti þarf að skoða nánar með nákvæmari skrán- ingu og fagrýni. Þessi rannsókn er því mikilvæg og ætti að vera fengur fyrir ljósmæður og lækna sem stunda fæð- ingahjálp. Niðurstöður rannsóknarinnar styrkja þá skoðun að ljósmóðurstarfið sé sam- tvinnað af list og vísindum, þjónustan við fæðandi konur verði ófullnægjandi ef annað vantar. Þannig er mikilvægt að starfsaðstæður, mönnun og skipulag geri ráð fyrir báðum þessum þáttum í þjónustunni. Ljóst er að svipuð rannsókn og þessi sem hefði stærra úrtak rnyndi gefa ná- kvæmari upplýsingar um útkomu spangar og því væri æskilegt að endur- taka þessa rannsókn og safna gögnum yfir lengra tímabil. Einnig væri fróðlegt að kanna og skrá vinnulag ljósmæðra nánar og greina hvernig og hvaða hand- brögð stuðla að góðri útkomu spangar. Þannig væri líka áhugavert að gera eigindlega rannsókn, íylgjast með og taka viðtöl við ljósmæður og konur seni hafa fætt og skoða hvaða hugmyndir þær hafa og greina hvaða þættir hafa áhrif og eru vemdandi fyrir spöngina- Hugmyndafræðilíkan Valerie Flemm- ing væri hægt að nota til viðmiðunar til að skoða hvernig reynsluþekkingin, fræðilega þekkingin, innsæið og hug- sjónin tvinnast saman og hafa áhrif á útkomuna. Þakkir Ljósmæður á LSH. Ljósmæðrafélag íslands studdi rann- sóknina Heimildir Albers, L.L., Anderson, D., Cragin, L-, Daniels, S.M., Hunter, C., Sedler, K.D. og Teaf, D. (1996). Factors related to perineal trauma in childbirth. Journal of Nurse- Midwifery, 41 (4), 269-276. Borgatta, L., Piening, S.L. og Cohen,W.8- (1989). Association of episiotomy and deh' very position with deep perineal laceratiof1 during spontaneous delivery in nulliparotts women. American Journal of ObstetricS and Gynecology, 160 (2), 294-297. Boyle, M. (2000). Childbirth in bed: tW 18 Ljósmæðrablaðið mai' 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.