Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 24
þær taka ákvörðunina, en minningin fylgir þeim lífið á enda. Því samviskan innra með fólki gerir vart við sig fyrr eða síðar. Hvað það gerist fljótt fer hins vegar eftir andlegum þroska viðkom- andi. Hitt hef ég konur sem eru með flakandi sár á sálu sinni og sumar þeirra mörgum árum eftir að hafa látið eyða hjá sér fóstri. Þó að til séu jarðnesk lög sum vond og önnur ófullkomin sem eru mannanna verk, sem gefa heimildir til ákveðinna verka samanber fóstureyð- ingalögin, þá gilda þau ósköp lítið gagnvart „guðlegum lögum“. Það gefur „samviskan“ okkur til kynna, en í gegnum samviskuna talar Guð við okk- ur syndugar sálir. I janúar 2004 Stuðst var við efni úr eftirtöldum ritum „Biblían - Heilög ritning". Hið Islenska Biblíufélag, 1981, Reykjavík Guðmundur Heiðar Frímannsson. Frelsið 1989 „Eru fóstureyðingar morð“. Gunnar Skirbekk og Nils Gilje. „Heimspeki- sagan“. Stefán Hjörleifsson þýddi. Há- skólaútgáfan 1999 Göran Bexell og Carl-Henric Grenholm. „Sið- fræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki“. Aðalsteinn Davíðsson þýddi. Skálholts- útgáfan - Siðfræðistofnun Háskóla íslands 2001 Hjördís Hákonardóttir. Tímarit lögfræðinga nr. 3, 1973 „Eru fóstureyðingar réttlætanleg- ar“. Jón Valur Jensson, cand theol. Tíminn 27. október 1987 „Hvað gerum við til að verja réttindi ófædda barnsins". Hr. Karl Sigurbjömsson biskup. Morgunblaðið 2. janúar 2004 - Nýjársávarp biskups. „Þörf er þjóðarvakningar hvað varðar viðhorf til bama“. Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar í samvinnu við Guðfræðideild Háskóla Islands: Nám- skeið 30. jan. - 6. mars 2002 „Siðferðileg álitamál samtímans". Fyrirlesari: Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur. Dr. Sigurjón Ami Eyjólfsson. Guðfræði Marteins Lúthers. Fimmti kafli: „Samvisku- hugtakið". Hið íslenska Bókmenntafélag, Reykjavík 2000 „STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍS- LANDS, nr. 33, 17. júní 1944“. Stj. tíð. A, nr. 25 / 1975 „ Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir “. Kæru ljósmæður! Alþjóðlega Ijósmæðraráðstefnan (ICM) verður haldin í Ástralíu 24. - 28. júlí 2005. Þar sem um langt ferðalag er að ræða er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Félagið vill leitast við að greiða götu ljósmæðra sem hafa áhuga á að komast á þessa ráðstefnu með því að vinna að ferðaáætlun og leita tilboða. Þær sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnar um að setja sig í samband við formann félagins. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar http://midwives2005.com/index.shtml IBCLC - Brjóstagjafaráðgjafar Ánægjulegt er að segja frá að 8 nýir Brjóstagjafaráðgjafar bættust í hóp okkar s.l. ár og eru þeir nú orðnir 30 talsins á íslandi. Brjóstagjafaráðgjafar eru starfandi víða um landið: 11 eru starfandi á LSH þar af 1 á Vökudeild, 2 eru á Miðstöð mæðraverndar, 2 á Miðstöð heilsuverndar barna, einnig eigum við fulltrúa á Heilsugæslustöðvunum í Miðbæ, Hlíðum, Grafarvogi, Sólvangi, 2 eru á Akureyri, 1 á Höfn í Hornafriði, 1 á Akranesi, 1 á Selfossi, 1 sem sér um útleigu á mjaltavélum og að lokum má nefna að nokkrir ljósmæðranemar hafa haft IBCLC réttindi. Ljóst er að mæður geta leitað til okkar víða um landið, þar sem ráðgjafaþjónusta er opin. Stefnt er að því að opna móttöku á heilsugæslustöð fyrir konur með börn á brjósti. Félag brjóstagjafaráðgjafa á íslandi hefur verið stofnað og er von okkar að það eigi eftir að eflast og þróast öllum til stuðnings og fræðslu um brjóstagjöf í framtíðinni. Allir þeir sem hafa áhuga að þreyta þetta próf geta gert það hér á landi og er það þýtt á íslensku ef næg þáttaka er, annars er hægt að taka það á ensku. Það er hægt að taka það einu sinni á ári og er það gert í öllum heiminum á sama tíma þar sem þetta er alþjóðlegt próf. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við undirritaða. Kveðja frá Björk Tryggvadóttur, IBCLC og formánni Félags brjóstagjafaráðgjafa á íslandi. 24 Ljósmæðrablaðið mai' 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.