Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 26
aði. Starfsfólkið hljóp með mig á skurðstofuna og mér leið mjög illa á leiðinni. Eg sá á andlitum starfsfólksins að mikilvægt var að allt gengi hratt fyrir sig, spennan skein úr andlitum þeirra. Ég gleymi því heldur aldrei þegar manninum minum var sagt að stoppa og haldið var áfram með mig inn á skurðstofuna, það var erfitt að skilja hann eftir... Klukkan 20:05 fæðist lifandi dreng- ur, önnur hendi hans liggur upp með höfðinu og naflastrengurinn vafinn utan um hálsinn og höndina. Næstu tveir dagar á eftir eru mér algjörlega týndir, ég var mjög slöpp og eiginlega alveg ósjálfbjarga. Ég man ekki þegar ég sá barnið mitt í fyrsta sinn, ég sá hann aldrei „nýjan“, blóð- ugan og útataðan í fósturfitu. Hann var klæddur í buxur, og peysu og með bleyju þegar ég man eftir honum í fyrsta sinn. Þegar ég hafði náð mér sæmilega og gat sest upp án þess að liði yfir mig þá gekk allt mjög vel, strákurinn var hraustur og duglegur að drekka og mér fannst ég valda þessu nýja hlutverki mínu nokkuð vel. Samt sem áður fannst mér ég hafa misst af gífurlega miklu og ég var gífurlega ósátt við að svona skyldi hafa farið en ég var nokkuð fljót að jafna mig á því, að ég hélt að minnsta kosti... Þremur árum síðar stóð ég frammi fyrir einni af erfiðustu ákvörðunum lífs míns. Ég átti von á mínu öðru barni og kvíðinn fyrir fæðingunni helltist yfir mig. Hvernig átti ég að fara að þessu, var mögulegt fyrir mig að fæða barn á eðlilegan hátt eða var kannski bara best fyrir mig að biðja um að barnið yrði tekið með keisaraskurði? Við tóku erfiðir dagar og svefnlausar nætur. Satt að segja þá hélt ég að ég myndi deyja í fæðingunni, kvíðinn hafði algjörlega tekið yfirhöndina. í mæðraeftirlitinu mætti ég góðum skilningi á tilfinningum mínum og líðan. Ljósmóðirin gaf sér góðan tíma til þess að hlusta á mig og útskýra fýrir mér hlutina. Einnig var mér boðið að hitta fæðingarlækni sem ég og gerði. Fæðingarlæknirinn var frábær, hann fór í gegnum fyrri fæðinguna frá A-Ö og útskýrði allt sem gerst hafði mjög vel. Hann sýndi mér tölfræði, rannsóknir og hvaðeina til að sýna mér fram á að allt slíkt væri mér í hag, ef ég vildi láta reyna á að fæða barnið á eðlilegan hátt. Ákvörðunina skyldi ég þó taka sjálf. Ég velti hugsunum mínum upp við ijölskyldu og vini og fékk þaðan mjög mismunandi svör, sumir sögðu að ég ætti sko alls ekki að reyna eðlilega fæð- ingu, það væri allt of erfitt, aðrir sögðu þú verður að prófa... Sjálf vissi ég varla hvað snéri upp eða niður, en innst inni vissi ég að ég þráði ekkert heitara en að fæða barnið á eðlilegan hátt. Við skoðun var ekkert sem benti til annars en að ég ætti að geta fætt barnið á eðlilegan hátt en ég vissi að ýmislegt getur komið upp á í fæðingu og því snérist spurningin eiginlega um hver kjarkur minn væri. Ég upplifði svolítið eins og að ég væri hugleysingi þegar ég sagði fólki frá því að ég væri að hugsa um keisara... það var erfitt og sárt. Vinkona mín sem nú er ljósmóðurnemi sagði hins vegar að það væri væri sama hvaða ákvörðun ég tæki, ég væri kjark- mikil að geta tekið slíka ákvörðun, hvort sem hún fæli í sér að reyna fæð- ingu eða velja keisaraskurð. Mikilvæg- ast væri að ég sjálf væri sátt við ákvörð- unina. Eftir miklar vangaveltur og fullvissu ljósmóður og fæðingarlæknis um að fyrr yrði gripið inn i ef fæðingin gengi ekki eins og skyldi, en í síðustu fæð- ingu og að ég yrði ekki látin reyna svona lengi, tók ég ákvörðun um að reyna að fæða barnið á eðlilegan hátt. Ég var mjög ánægð með ákvörðunina og þann skilning sem ljósmóðirin og læknirinn sýndu mér. Ég ákvað að hafa trú á sjálfri mér í fæðingunni og láta fyrri vandamál hafa sem minnst áhrif á fæðinguna sem framundan var. Hræðsla mín við að deyja var þó enn til staðar en ég gerði mér samt grein fyrir því að sú hugsun átti ekki við nein rök að styðjast. Orsökin fyrir því hve illa hafði gengið var ekki mér að kenna, heldur var um að ræða ófyrirsjáanlega atburði sem stundum koma upp í fæðingu. Ég ákvað að gera mitt besta og treysta starfsfólkinu til þess að grípa inn í ef á þyrfti að halda. Vá, ég var kjarkmikil kona sem hafði tekið stóra ákvörðun. Ég ákvað þó að hafa vaðið fyrir neðan mig og var búin að biðja um að ef til þess kæmi að ég þyrfti að fara í keisara, þá yrði barnið ekki þvegið og klætt lieldur fengi ég það til mín allsbert, blóðugt og þakið fósturfitu. Eins mikið beint út úr mér og mögulegt væri og var mér lofað því. Ég var sátt við ákvörð- unina en barnið skorðaði sig ekki og vissulega olli það mér dálitlum áhyggj- um. Nokkrum vikum seinna fann ég fyrir undarlegri líðan einn seinnipartinn og einhverra hluta vegna pakkaði ég niður í tösku. Mér fannst þetta hálf fyndið þar sem daginn eftir var áætlaður fæðingar- dagur barnsins, sénsinn að það væri að koma akkurat núna. Ég vaknaði klukk- an 2 um nóttina með svolitla verki, fyrst trúði ég þessu ekki en tók tímann og það voru 7 mínútur á milli. Ég var alls ekki kvíðin eða hrædd heldur ánægð og spennt. Svo fór ég í bað, las bók og horfði á sjónvarpið því verkirnir voru þannig að ég gat ekki sofið. Klukkan 7.30 vakti ég manninn minn því þá voru verkirnir farnir að versna talsvert, en þó fannst mér þetta ekkert miðað við fyrri reynslu. Ég náði að slaka vel á á milli- Klukkan 9 fórum við með eldra barnið í leikskólann og ákváðum að fara á fæðingardeildina, bara svona til að tékka stöðuna. Það var frábært að fá að vita að útvíkkunin var orðin 5 cm, ég bara trúði þessu varla! Við ákváðum að skreppa í bæinn og kaupa bílstól, það gekk nú ekki of vel þar sem verkirnir fóru versnandi. Við fórum því aftur upp á deild og sátum í stofunni og spiluð- um. Ég gat ekki hugsað mér að fara inn á fæðingarstofuna, mér fannst slæmar minningar bara hellast yfir mig þar. Upp úr hádeginu fóru verkirnir veru- lega að versna og mér fannst best að standa gleið, rugga mér í mjöðmunurn og ganga um gólf. Klukkan 13:10 var útvíkkunin orðin 7 cm. Ég hélt áfrain að ganga um gólf, rugga mér og hugs- aði að það væri fint að eiga standandi- Svo fór ég á grjónapúðann og skyndi- 26 Ljósmæðrablaðið maí 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.