Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 14
Tafla 3 Upphaf gagnasöfnunarinnar Gögn sem skiluðu sér til rannsakanda Gögn sem ekki skiluðu sér til rannsakanda Eðlilegar fæðingar = 460 Eðlilegar fæðingar = 639-460 = 179 Úrtak = 460 Sogklukkufæðingar = 39 Sogklukkufæðingar = 61-39 = 22 Tangarfæðingar = 6 Tangarfæðingar = 9-6 = 3 Keisarafæðingar = 67 Keisarafæðingar = 201-67 = 144 Tvíburafæðingar, sitjandi fæðingar, Tvíburafæðingar, sitjandi fæðingar, fyrirburafæðingar og annað = 85 fyrirburafæðingar og annað = 28 Fæðingar skv. söfnuðum gögnum Fæðingar skv. Fæðingaskráningu rannsakanda á tímabilinu kvennasviðs LSH á tímabilinu Alls = 657 Alls = 938 Gögn vantaði frá 938-657 = 281 fæðingu á tímabilinu Útkoma spangar Frumbyrja Hlutfall Tafla 4 Fjölbyria Hlutfall Alls Útkoma sem hlufall af heild Heil spöng 32 23,2% 102 37,2% 134 32,5% 1° rifa 34 24,6% 91 33,2% 125 30,3% 2° rifa 59 42,8% 74 27,0% 133 32,3% 3° rifa 12 8,7% 6 2,2% 18 4,4% 4°rifa 1 0,7% 1 0,4% 2 0,5% Alls 138 100% 274 100% 412 100% X_ = 23,970 df = 4 p< 0,001 Tafla 5 Fjöldi Hlutfall Hafði ekki ör 117 39,8% Hafði ör 171 58,2% Upplýsingar vantar 6 2% Alls 294 100% ingu móður á 1. og 2. stigi fæðingar, verkjameðferð og meðferð ljósmóður á spöng, útlit spangar, hvatningu til remb- ings, vali á stellingu á öðru stigi fæðing- ar og eftirfylgni með barni (hjartslátt- arhlustun). Réttmæti mælitækisins (con- tent validity) var kannað með hjálp ann- arra fagaðila. Áreiðanleiki mælitækisins var mældur með því að leggja það tvisvar ffam fyrir sama fagaðila og svörun borin saman (test-retest-reliability). Framkvæmd Haustið 2001 var sótt um leyfi til að framkvæma rannsóknina til siðanefnd- ar Landspítala-háskólasjúkrahúss auk þess sem rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Leyfi var einnig sótt hjá hjúkrunarforstjóra LSH, sviðsstjóra lækninga á kvennasviði og forstöðu- lækni kvennasviðs LSH. Ákveðið var að biðja ljósmæður um að útfylla skráningarlista fyrir allar fæðingar á rannsóknartímabilinu, með því var von- ast til að betri skil yrðu á gögnum um eðlilegar fæðingar, tafla 3. Rannsóknin var kynnt ljósmæðrum á fæðingargangi og í Hreiðrinu á LSH. Tekið var fram að rannsóknin stæði yfir í a.m.k. þrjá mánuði. í hvert sinn sem kona kom inn til fæðingar var tekinn óútfylltur skráningarlisti og settur í pappíra konunnar. Ljósmóðirin sem að- stoðaði konuna á öðru stigi fæðing- arinnar var ábyrg fyrir að fylla út listann. Útfylltir listar voru settir í sérmerktan kassa og sóttir reglulega af rannsakanda og geymdir uns gagnavinnsla hófst. Alls skiluðu sér gögn um 460 eðlilegar fæð- ingar (72%) en á tímabilinu voru 639 eðlilegar fæðingar. Gögn lfá 28% eðli- legra fæðinga skiluðu sér ekki. Úrvinnsla gagna Við úrvinnslu ganga voru notaðar nokkrar tölffæðiaðgerðir. í fyrsta lagi voru tíðnipróf gerð. Kí-kvaðrat mark- tektarpróf var notað til að kanna tengsl milli breyta. T-próf var notað til að meta mun á milli tveggja meðaltala og Per- sons :r var beitt til að meta tengsl milli breyta með fylgnistuðlum. Fylgnistuðl- ar sýna að hve miklu marki tvær breyt- ur tengjast. Að lokum var gert einhliða- dreifigreiningarpróf (One-Way Anova) sem er marktektarpróf notað til að bera saman meðaltöl þriggja eða fleiri hópa og greinir prófið muninn rnilli meðal- tala. Afl þess prófs var ekki nægjanlegt þar sem úrtakið var ekki nægjanlega stórt. Öll gögn voru slegin inn í SPSS tölfræðiforritið og unnin úr því. Niðurstöður Eins og áður segir voru rannsóknar- spurningar níu talsins en hér verður gerð grein fyrir niðurstöðum hverrar fyrir sig. 1. Hver er tíðni heillar spangar, 1°-, 2°-, 3°- og 4° rifa hjá frumbyrjum og fjölbyrjum í eðlilegri fœðingu? Yfirlit yfir útkomu spangar hjá kon- um sem fæddu á rannsóknartímabilinu er sett fram í töflu 4. Merkilegt var að sjá hversu margar frumbyrjur höfðu heila spöng og 1° gráðu rifu en það sem mest kom á óvart var há tíðni 3° rifa hjá báðum hópunum. Tafla 6 Samband milli þess að hafa ör á spangarsvæðinu fyrir fæðingun og rifna í fæðingunni Fjöldi n = 269 Hafði ekki ör fyrir fæðinguna Hafði ör fyrir fæðingua Alls Rifnar ekki 59 41 100 52,2% 26,3% Rifnar 54 115 47,8% 73,7% 169 Upplýsingar vantar 25 294 X_ = 18,866 df = 1 p< 0,001 14 Ljósmæðrablaðið mai' 200-1

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.