Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 8
Útskriftarniynd 30. september 1947. Efsta röð frá vinstri: Ingunn Emma Þorsteinsdóttir, Hildw Benediktsdóttir, Jóhanna F. Líkafrónsdóttir Hrafnfjörð, Sigfríðw María Guð- bjartsdóttir og Guðrún Margrét Karlsdóttir. Miðröð frá vinstri: Ingibjörg Jónsdóttir, Brynhildur Hermannsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Anna Jakobina Eiríksdóttir, Guðrún Magnúsdóttf Ijósmóðir, Guðný Guðjónsdóttir Ijósmóðir og Guðlaug Ingibjörg Sveinsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Snorri Hallgrímsson prófessor, Friðrik Einarsson, Jóhanna Friðriksdóttir yftrljósmóðir, Guðmundur Thoroddsen og Þorgeir Gestsson. A myndina vantar Salóme Maríusdóttur. Nei, nei, það var valið úr. Já ég var ein af þessum heppnu. Fyrst fór ég reyndar til Patreksfjarðar en svo var ég að mig minnir eitt ár á fæðingagangi og þrjú eða ijögur ár á miðgangi, sem var sængurkvennagangurinn. Síðan fór ég til Noregs og var þar bæði á fæðinga- deild og kvensjúkdómadeild í fimm ár, það var lærdómsríkt en mér fannst ljós- mæðurnar þar kunna meira en við. Það var heilmikil reynsla að vera á Patreksfirði. Mér var sagt að það ætti að vera hjúkrunarkona með sjúkrahúsið og ég ætti bara að hafa fæðingarnar en það brást og hún kom ekki fyrr en löngu seinna. Konunum var gert að fæða á sjúkrahúsinu því ég gat ekki farið af því. Þegar þurfti að gefa penisillín þá var það gefið á íjögurra tírna fresti og það var enginn til að gefa penisillin svo að ég var varð að láta vekja mig til gefa það. En svo kom nú loksins hjúkrunarkona og þá lagaðist þetta. Þá var ekki búið að færa út landhelg- ina og það var alltaf verið að koma með slasaða Breta. Ég var þar þegar Dun strandaði og það var komið þarna með 19 menn til að hýsa, það voru náttúr- lega ekki til svona rnörg rúm en það var hægt að losa tvær stofur og leggja dýn- ur og teppi fyrir alla. Á sama tíma hefur eitthvað af börn- um verið að fæðast? Það er nú líkast til. Já, já og konurn- ar buðu mér oft heim og ég fór í skírn- arveislur til þeirra en ég hafði bara sjaldan tíma til að stoppa! Tlvað varð til þess að þú stofnaðir fœðingarheimili? Ég var nýkomin heim frá Noregi árið 1958 og fór að vinna á fæðinga- deildinni um sumarið, það var náttúru- lega allt yfirfullt. Svo ég hugsaði með mér að ég gæti gert þetta bara sjálf, ég varð bara að fá mér húsnæði og gerði það. Ég kom sem sagt þarna heim og hóf búskap á Álfhólsvegi 66. Þá var ég griðarmikið sótt út um bæinn og það voru ekki alls staðar aðstæður til a* konur gætu legið eða fætt þar. ÞesS vegna setti ég þarna upp fimm rúm oí tók þær sem verst voru settar bara heiP1 til mín. Það byrjaði þannig. Svo varð þetta húsnæði allt of lítið og óhentug1 og ég var alltaf að sverma fyrir eiO’ hverju skárra svo ég fór á Hlíðarveg ^ og tók það á leigu í tvö ár en það v3r ekki til leigu lengur. Þá sá ég Borga|V holtsbraut 40 auglýsta, fór og skoðað1 hana og hún var mjög hentug, allt 3 einni hæð svo ég fór inn í Trygginga1’ fékk þar lán og keypti hana. Og þessa1 íbúðir sem voru þar, ég þurfti að opa3 þar á milli til að fá meira pláss. Þá vaí þetta orðið þokkalega gott pláss og vaf ég þar með fæðingarheimili til 1969. Þ'1 gifti ég mig og það fór ekki saman sv° ég hætti. Hvernig fannst þér viðhorfið við þ'1 að opna svona fœðingarheimili? Mér fannst það afskaplega jákvaetf Voru einhverjar Ijósmœður að vin,lil með þér þarna? 8 Ljósmæðrablaðið maí 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.