Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8.JANÚAR 2004
Fréttir DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Aðrar deildin 550 5749
Ritstjóm: rits|jom@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Blokkir upp
Verð eigna í íjölbýlishús-
um á Akureyri hækkaði
um 7 prósent á síðasta
ári. Verð fjöl-
býlishúsa í
Reykjavík
hækkaði á
sama tíma um
6 prósent. Verð
einbýlishúsa á
Akureyri hækkaði um 5
prósent. Eykur þetta
bjartsýni Akureyringa á
framtíðina og ánægju
með samtíðina.
Opin laug
Sundlaugin í Neskaup-
stað var opin allt síðasta
ár og er það í fyrsta sinn í
60ára
sögu henn-
ar sem svo
er háttað.
Framtil
þessa hef-
ur laugin alltaf verið lok-
uð hluta úr vetri. Aðsókn
var góð á síðasta ári en
hún jafngildir því að hver
íbúi í Fjarðabyggð hafi
farið í sund í Neskaup-
stað tíu sinnum á árinu.
Mikil músík
Talið er að fimmtándi
hver íbúi á Vestfjörðum
sé í tónlistar-
námi. Sam-
kvæmt opin-
berum skýrsl-
um eru tón-
listarnemar í
fjórðungnum 531 talsins
og stunda þeir nám í sjö
tónlistarskólum víða á
kjálkanum.
Ég er ekki að
skilja þetta!
Undanfarið hefur breiðst
út eins og eldur í sinu sá siður
að segja: „Ég
Máliö
er ekki að
skilja þetta";
„Ég erekki að ná þessu";„Ég er
ekki alveg að fíla þetta" og svo
framvegis. Þessi málnotkun
virðist komin frá unga fólkinu
en hennar verður nú vart langt
upp eftir aldursskalanum.
Oftast virðist vera um ein-
hvers konar áherslu að ræða -
„Ég er ekki að skilja þetta" virð-
ist eiga að vera sterkara en hið
einfalda „Ég skil þetta ekki".
Það getur vel átt rétt á sér og
getur meira að segja hljómað
alveg ágætlega. En eins og
ævinlega þegar tlska grlpur
um sig er þessi mátlnotkun á
leið út yfir allan þjófabálk og
sumir eru farnir að tala svona
alveg umhugsunarlaust, hver
sem merkingin er. Og gleyma
því að hægt er að segja: „Ég
skil þetta bara ekki";„Ég skil
þetta alls ekki" og svo ótal
margt annað.
Látum ekki tískufyrirbæri
og nýjungar, sem f upphafi
geta aukið fjölbreytni mál-
notkunar á skemmtilegan
hátt, verða að endingu til að
auka fábreytnina.
(V
c
Fjölmiðlaráð Jóns Ásgeirs
Eignarhald á fjölmiðlum hefur verið til
umræðu á íslandi síðan í ljós kom að Jón
Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs,
væri fyrir hönd fyrirtækis síns kominn með
verulegan eignarfilut í mörgum útbreiddum
fjölmiðlum. Þar kom Fréttablaðið fyrst, síðan
DV og nú síðast hefur Baugur eignast stóran
hiut í Norðurljósum sem rekur Stöð 2, Sýn,
Bylgjuna og fjölmargar aðrar útvarpsstöðvar.
Á þessari stundu er að vísu ekki ljóst hversu
stór sá hlutur verður á endanum, en á hinn
bóginn hefur komið fram að markmiðið
muni vera að fjölmiðlafyrirtækin fari á mark-
að og hver sem er geti því keypt sér hlut í
þeim.
Af þessari samþjöppun á fjölmiðlamarkaði
hafa ýmsir haft áhyggjur. Þær geta verið rétt-
mætar og sjálfsagt er að fylgjast vel með því
hverjir eiga fjölmiðla. Um nauðsyn lagasetn-
ingar um þessi efni má líka ræða á hrafna-
þingum svo lengi sem hver kýs.
Á hinn bóginn er ljóst að stór þáttur í þeirri
miklu umræðu sem nú hefur risið um þessi
mál er ekki á málefnalegum grunni reistur,
heldur sprettur af því að valdamikil öfl í sam-
félaginu - nei, tölum bara hreint út og segjum
Davíð Oddsson forsætisráðherra - hann er
persónulega andsnúinn Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni og vaxandi áhrifum hans í samfélag-
inu. Mætti skrifa um það langt mál sem ekki
verður gert hér en alla vega ástæðulaust að
tala um þetta nokkra tæpitungu. Nægir í því
sambandi að nefna að nefnd á vegum
stjómvalda sjálfra komst fyrir aðeins ör-
fáum árum að þeirri niðurstöðu að ekki
væri þörf á sérstökum lögum um eignar-
hald á fjölmiðlum, en þá átti Jón Ásgeir
Jóhannesson enga hluú í fjölmiðlum
Það er fyrst þegar hann er kominn til
sögunnar sem Davíð og félagar
hans sjá þörfina á lagasetningu um
þessi mál.
JónÁsgeir Jóhannesson skrifaði
grein í Morgunblaðið í gær þar
sem hann fjallaði um eignarhald
á fjölmiðlum og hugmyndir þær
sem hann og samstarfsmenn
hans hafa um þau mál. Þar vekur
athygli að Jón Ásgeir varpar fram
þeirri hugmynd að stofnað verði
sérstakt „fjöímiðlaráð" sem starfi
í tengslum við fjölmiðlana þrjá,
Fréttablaðið, DV og Stöð 2/Bylgj-
una. Hann sagði orðrétt:
„[Fjölmiðlaráðið] vakir yfir
fréttaflutningi fjölmiðlanna
þriggja og gæti þess að hann sé
innan hludeysis- og rétúæús-
marka. Fjölmiðlaráðið yrði skipað þremur
mönnum tilnefndum af félagssamtökum og
óvilhöllum stofnunum; til dæmis Neyt-
endasamtökunum, Háskóla íslands og
Blaðamannafélagi íslands."
Vart hefur orðið við þann skilning á
þessum orðum að með þessu „fjöl-
miðlaráði" sé æúunin að koma á fót
eins konar „útvarpsráði" sem hafi
bein afskipú af daglegum
rekstri á fréttastofum fjöl-
miðlanna þriggja. Og verði
því einhvers konar „yfirrit-
stjórn". Að gefnu því tilefni
kannaði ritstjórn DV hug-
myndirnar nánar og komst
að þeirri niðurstöðu að svo
væri ekki. „Fjölmiðlaráðið",
sem enn er að vísu aðeins
hugmynd, mun fyrst og fremst
eiga að vera farvegur sem Ies-
endur fá til að koma athuga-
semdum, ábendingum og
kvörtunum á framfæri og ráð-
ið kemur þeim síðan áleiðis,
en hefur ekki vald af neinu tagi
úl að segja ritstjómum hvers
fjölmiðils fyrir verkum.
Illugi Jökulsson
Davífi ræfist á blaðbera!
Eins og bent hefur verið á hefði
næstum mátt æúa að áramóta-
ávörp forsæúsráðherra og forseta
íslands hefðu víxlast og sjálfstæðis-
maðurinn og gamli frjálshyggju-
haukurinn Davíð Oddsson fyrir
misgáning flutt ávarp gamla al-
þýðubandalagsmannsins Óiafs
Ragnars Grímssonar, og öfúgt. Því
Davíð talaði fyrir nauðsyn aukinn-
ar lagasetningar og efúrlits í samfé-
laginu en Ólafur Ragnar varaði við
því að ef „tökin yrðu hert um of‘ þá
kynnu metnaðargjöm fyrirtæld
einfaldlega að hverfa með starf-
semi sína úr landi.
í leiðara Morgunblaðsins f gær
var Qallað mn þessi mál. Þar var
lýst sérstakri ánægju með þann
„atbeina" Valgerðar Sverrisdóttur,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að
skipa nefnd úl að ráðgast um
hvemig „bregðast megi við aukinni
samþjöppun og með hvaða hætú
skuli þróa reglvn þannig, að við-
skiptalífið sé skilvirkt og njóú
trausts". Fram kemur - í leiðaran-
um - að þessi nefridarskipun komi
í framhaldi af hvatningum Davíðs
um að sett yrðu lög gegn hringa-
myndun, þótt raunar hafi ekki farið
milli mála að áhugi Davíðs beindist
einkum að eignarhaldi á fjölmiðl-
tnn.
Svo segir Margunblaðið: „Allt er
þetta til marks um, að núverandi
ríkisstjórn gerir sér grein fyrir því,
að viðskiptalífið er að fara úr bönd-
um. Hér eru að verða til fáar og
stórar viðskiptasamsteypur, sem
teygja anga sína sífellt lengra og
leggja un dir sig fleiri og fleiri grein -
ar viðskiptalífsins í krafti stærðar
sinnar. “
Þetta er fyndið. Að vísu höfum
við hér á DVengu meiri áhuga áþví
en Morgunblaðið að örfáar við-
skiptasamsteypur „leggi undir sig
fleiri og fleiri greinar viðskiptalífs-
ins". Hins vegar er augljóst, ogþarf
ekki að hafa um það mörg orð, að
núverandi áhyggjur Moggans
hljóma að því leyti mjög líkt og
áhyggjur forsætisráðherra að
meiru skiptir hverjar þær við-
skiptasamsteypur eru og hverjir
eigendur þeirra eru en staðreyndin
sjálf. Ekki rekur okkur minni tii há-
stemmdra yfírlýsinga Morgun-
blaðsins (hvað þá Davíðs) um að
allt væri „farið úr böndum “ meðan
hinar fyrri viðskiptasamsteypur
réðu öllu því sem þær vildu ráða;
Kolbrabbinn oghið forna SÍS-veldi.
En þá var náttúrlega allt „í
Hér þykir okkur forsætisráð-
herra vega mjög illilega aö
starfsheiðri blaðbera Frétta-
blaðsins, með því að full-
yrða að þeir „troði" blaðinu
í gegnum lúguna hjá honum
á morgnana. Við fáum líka
Fréttablaðið á hverjum
morgni og undantekningar-
laust hafa blaðberarnir
brotið blaðið snyrtilega
saman og síðan rennt því af
fagmennsku gegnum
bréfalúguna.
Fyrst og fremst
böndum" og „réttir aðilar" hnýttu
hnútana. Það er munurinn. Þegar
aukið frjálsræði færðist í viðskipta-
lífið reyndust gömlu samsteypurn-
ar einfaldlega ekki þess umkomnar
að hrifsa til sín markaðinn, það
gerðu aðrir menn og af því eru
áhyggjurnar sprottnar. Sömuleiðis
er ekki hægt að segja að áhyggjur
Moggans séu allendis óhlutdrægar,
þar sem útgáfufélag hans er
einmitt eitt þeirra fyrirtækja sem
átt hafa undir högg að sækja und-
anfarið. Og hver er næstur sjálfum
sér.
Við ítrekum að við höfum líka
mikinn áhuga á að samkeppni og
fjölbreytni ríki í viðskiptalífinu,
sem og á fjölmiölamarkaðnum. En
hitt þykir okkur lfka fyndið þegar
Morgunblaðið setur traust sitt á
vinstrigræna þegar þessi mái koma
úl umfjöllunar á Alþingi, og segir
síðan: „Þess sjást nú þegar meriá,
að þeir, sem telja sig eiga hags-
muna að gæta hyggist verja stöðu
sína eins og framast geta. Það em
óskynsamleg viðbrögð. Hyggilegra
væri af þeirra hálfu að draga saman
seglin, laga umsvif sín að því, sem
þetta liúa þjóðfélag getur sætt sig
við og einbeitt kröftum sínum, fjár-
munum og hugmyndaflugi að því
að byggja upp umsvif í stærri og
fjölmennari löndurn."
Hingað úl hefur það verið talið
hið versta mál ef íslenskir auð-
menn „súnga af“ með peninga sína
úr landi, peninga sem þeir hafa
grætt á íslenskum markaði. Það má
því svo sannarlega miklum og
meridlegum tíðindum sæta þegar
Morgunblaðið hvetm Baugsmenn
(því hér er auðvitað fyrst og fremst
átt við þá) beinlínis úl þess að
hypja sig með fé sitt úr landi.
Miklu má greinilega úl kosta að
friða forsæúsráðherra vom svo
hann megi sofa á nóttunni!
Og lesa Moggann sixm f róleg-
heitum þegar hann vaknar úthvíld-
m.
Fyrst við leiddumst út í að
minnast á Davíð, þá þótti okkur
heldur einkennilega að orði komist
þegar Davíð var að dissa Frétta-
blaðið eina ferðina enn á Hrafna-
þingi Útvarps Sögu í gær ogkomst
svo að orði að þessu blaði væri
„troðið inn um lúguna á hverjum
morgni".
Hér þykir okkur forsætisráð-
herra vega mjög illilega að starfs-
heiðri blaðbera Fréttablaðsins,
með því að fullyrða að þeir „ troði“
blaðinu ígegnum lúguna hjá hon-
um á morgnana. Við fáum líka
Fréttablaðið á hverjum morgni og
undantekningarlaust hafa blaðber-
arnir brotið blaðið snyrtilega sam-
an og síðan rennt því af fag-
mennsku gegnum bréfalúguna.
Davíð er sá maður sem fram að
þessu hefur dyggilegast stutt blað-
bera gegnum tíðina, þegar hann
setti á ógleymanlegan hátt ofan í
við Friðrik Sophusson, þáverandi
fjármálaráðherra, sem vildi skatt-
Ieggja blaðbera - en Davíð sagði:
„Svona gera menn ekki!“ Ogheyrð-
ist þá ekki meira afþví.
Nú ræðst forsætisráðherra að
blaðberum með orðum sem blað-
berum hljóta að svíða sárt. Og erþá
óhætt að segja aðnú heggur sá sem
hlífa skyldi.
Nú má að vísu vel vera að svo
óheppilega vilji úl að blaðberi
Fréttablaðsins í Skerjafirði sé svo
hroðvirkm að blaðið berist Davíð
sundmkrumpað og troðið inn um
lúguna á hverjum morgni. En okk-
m finnst nú samt að Davíð hefði
einfaldlega átt að hringja kurteis-
lega í dreifingu Fréttablaðsins og
biðja rnn að blaðberinn yrði feng-
inn úl að fara snyrúlegar með blað-
ið - frekar en að æða í útvarpið
með þessa kvörtun sína.