Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 27
DV Fókus FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 27 Það er ekki gaman að vera staddur á skrifstofu til að fylla út eyðublöð og vera sífellt látinn bíða, eins og aðstandendur kvikmyndar- innar Opinberun Hannesar benda svo réttilega á. En það er heldur ekki gaman að vera staddur í bíósal og horfa á kvikmynd um mann sem er staddur á skrifstofu og er sífellt látinn bíða, og það er hér sem kvik- myndagerðarmönnum skrikar fót- ur. Myndin er leikstýrð af Hrafni Gunnlaugsyni sem er hér í einhvers- konar Dogme pælingum, tekur upp á digitalvél og er með afar athyglis- verða lausn á notkun hljóðrásar. í stað þess að leita til atvinnuleikara er hann með hóp nýrra leikara sem eiga flestir margt ólært í leikaralist- inni. Dogme myndir Lars von Trier og Thomas Vinterberg voru stór- kostlegar, en það er munur á hrárri mynd og illa gerðri mynd, og Hrafni tekst ekki að halda sér réttum megin við strikið. jÞþ að myndin sé leikstýrð af Hrafni er það á köflum rödd höf- undarins Davíðs Oddssonar sem skín í gegn, svo mjög að það kemur stundum niður á persónusköpun. Þannig eru kaffiteríusamræðumar í byrjunaratriðinu öldungis ótrúverð- ugar. Ekki er líklegt að maður sem er skotinn í konu byrji á að ræða við hana um kosti löggæslu, sama hversu klaufskur hann er, heldur flnnst manni hér Davfð vera að tala beint við áhorfendur. Þetta er al- gengur galli meðal stjórnmála- manna sem fást við skáldskap, til dæmis má nefna að í smásögum Napóleons Bónaparte er mönnum tíðrætt um mannkosti keisarans. Myndin er þó ekki alslæm. Hún fjallar um mann sem vinnur hjá Eft- irlitsstofnun ríkisins. Hann er skot- inn í samstarfskonu sinni, leikinni af Helgu Braga, og verður var við að tölvu er stolið. Þá fer allt í bál og brand, því það kemur í ljós að í tölv- unni er nýtt kerfi sem gerir mönnum '• ' ——; 1, J í L. - 11 kleift að nálgast allar upplýsingar um hvert mannsbarn. Söguþráður- inn hefur burði til að verða áhuga- verður og einstaka brosleg atvik koma upp, en eru þó víðast hvar vannýtt. Leit lögreglunnar að klám- efni býður upp á möguleika, sérstak- lega þar sem hún er skikkuð til að horfa á allt efnið sjálf til að ganga úr skugga um að hér sé eitthvað ólög- legt á ferðinni.'Er þetta notað sem dæmi um sóun á opinberu fé og vel til fundið, enda fjármögnunarleið boðskaparins gott dæmi um slíkt í sjálfu sér. Þegar Hannes gengur inn á skrif- stofu varðstjóra, sem er upptekinn við að horfa á klám, stefnir allt í mjög kómískt átriöi; skýrslutaka á lögreglustöð með klámmynd í bak- grunninum og allir mjög alvarlegir á brún. Þess í stað slekkur vaktstjóri á sjónvarpinu og við fáum að fylgjast með þeim fara í gegnum skjalasafn lögreglu. I seinni hlufa myndarinnar finn- ur Hannes þjófinn í Sundhöllinni og stefnir í ærslafullan eltingaleik í djúpu lauginni,. sem vel hefði getað átt heima í einum af myndum Þrá- ins Bertelssonar. Þess í stað er þjóf- Opinberun Hannesar * Leikstjóri: Hrafn Gurmlaugsson Eftir sögu Daviðs Oddssonar Sýnd (enn um sinn) I i Háskólabiói I Kvikmyndagagnrýni urinn fljótur að koma sér upp úr og klippt er á Hannes, sem er kominn enn eina ferðina niður á stöð. Það sem vekur þó ef til vill hvað mesta furðu er opinberun Hannesar sjálf. Þegar hann situr í klefanum og áhorfandi fer mögulega að velta því fyrir sér hvernig hann sleppi úr vandræðum sínum, kemur yfirstýra hans askvaðandi inn og tjáir honum að alltsaman hafi þetta verið mesti misskilningur, tölvunni hafi aldrei verið stolið, heldur hafi hún einung- is verið í viðgerð. Svo heldur hún stutta tölu yfir Hannesi (og maður heyrir nú róm Davíðs óma) um að maður eigi ekki að taka störf lögregl- unnar í eigin hendur, áður en hún bætir því óvænt við að afskiptasemi hans hafi leyst eitt stærsta glæpamál síðari tíma. Hannes snýr aftur til vinnu sinn- ar, fær stöðuhækkun og yfirstýran tjáir honum að ástmey hans (og enn heyrir maður rödd Davíðs) þrái mann í góðri stöðu sem getur veitt henni íjárhagslegt öryggi. Róman- tíkin blómstar nú þar sem stöðu- hækkunin hefur verið veitt, svo mjög að Helga Braga fær vinkonur sínar með sér að dansa magadans fyrir hann í lokaatriði sem gefur ímyndunarafli leikstjóra lausan « tauminn. Þessi málalok virðast því ganga þvert á boðskap myndarinnar hingað til, sem virtist vera að gagn- rýna reglugerðarþjóðfélagið. Einstaka áhugaverðar hugmynd- ir fara því fyrir lítið í mynd sem hvorki nær að skemmta manni né vekja til umhugsunar, að minnsta kosti ekki um það sem aðstandend- ur hennar ætlast til. Valur Gunnarsson Gellurnar Tara Reid og Cindy Margolis lentu í harkalegum slagsmálum út af karlmanni Veltust nánast naktar um gólfíð Leikkonan Tara Reid er þekkt fyrir að djamma af krafti. Fyrir jól var hún svo stödd á bar í Atlantic City þegar hún hitti eiginkonu fyrrverandi kærasta. Stelpunum kom eitthvað illa saman þannig að til handalögmála kom. Atburðurinn átti sér stað á Duke Mack's skemmtistaðnum en þar var heljarinnar upphitun- arpartí fyrir hnefaleikakeppni sem haldin var síðar um kvöldið. Þar hitti Tara gamlan kærasta að nafni Guy Starkman, sem nú er giftur internetmódelinu Cindy Margolis. Tara lét þetta eitthvað fara í taugarnar á sér og gekk því upp að Cindy og lét einhver orð falla um getu Guys í rúminu. Cindy var ekki lengi að svara fyrir sig heldur reif í hárið á Töru og fleygði henni í gólfið. Því næst henti hún sér ofan á Töru og byrj- aði að berja hana sundur og sam- an. Stúlkurnar veltust svo um gólfið í dágóða stund og voru alls ófeimnar við að nota neglur, tennur og hnefa. „Þetta var eitthvað það falleg- asta sem ég hef séð. Tvær gullfal- legar, og nánast naktar, stúlkur öskrandi hvor á aðra og rúllandi um gólfið," sagði starfsmaður skemmtistaðarins eftir slagsmál- in. „Ég sá ekkert blóð á gólfinu en nóg var af hári eftir þær. Þegar þær voru svo búnar var farið með Cindy út en Tara hélt bara áfram að drekka. Við sem fylgdumst með þessu erum sammála um að Cindy hafi haft yfirburðasigur. Bæði var hún sneggri og ákveðn- ari auk þess sem hún hafði nokkra líkamlega yfirburði."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.