Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5505000
. -9-
• í kvöld verður íslend-
ingum í Kaupmannahöfn
boðið í bíó í Vestur Vov
Vov kvikmynda-
húsið á Vester-
brogade. Það eru
Flugleiðir sem
hafa fjárfest í 70
bíómiðum á Haf-
ið eftir Baltasar
Kormák og ætla að gefa ís-
lendingum í gamla höfuð-
staðnum. Fyrstir koma
fyrstir fá. Hafið var frum-
sýnt í Kaupmannahöfn á
öðrum degi jóla og hefur
verið vel tekið. Sýningin í
kvöld hefst kl. 19.15 ...
QUELLE.
PotbM^tt
Pi
Buxur • Blússur • Peysur • Bulir
Oragíir Hr. 3.9SU
Yfirhafnir Kr. 2.99U
Þýskur gæðafatnaður með afslætti
frá SB til 90%
(fcn&u útnax, fac cáéí íeúux v&tcU
■ Allir viískiptavinir
fá snyrtitösku
ókeypis!
l/erslua Balvegi 2 • Kópavogi • Simi 584 2B0B • mw. quelle.is
Husið a bilastæðinu Onnur hæð og ris. Fyrsta hæðin hefur verið endurgerð en þar er að
finna eistu trégrind í húsi I höfuðborginni.
Hús á bflastæði
Ekki eru greidd stöðumælagjöld
af gömlu Aðalstöðinni sem staðið
hefur á 12 bílastæðum á horni
Túngötu og Suðurgötu svo mánuð-
um skiptir. Að sögn Þorsteins
Bergssonar hjá Minjavernd mun
húsið að öllum lfkindum standa á
bílastæðunum fram í marsmánuð
á meðan á hótelbyggingu stendur
handan götunnar. Þegar þar að
kemur verður húsið aftur flutt á
upphaflegan grunn sinn og verður
í raun hjarta hótelsins sem þarna
rís yfir fornminjum og á bæjar-
stæði fyrsta landnámsmannsins.
„Það er ekki lítið á sig lagt til að
varðveita rnenningu þessa lands á
þessu horni,“ segir Þorsteinn
Bergsson en í raun verður nýja
hótelið byggt umhverfis og tengt
þessu gamla húsi sem er eitt hið
elsta í Reykjavík. „Trégrind fýrstu
hæðar hússins er líklega sú elsta í
húsi hér í borginni," segir hann.
í raun er það efri hæð hússins
og ris sem stendur á bílstæðunum
við Túngötu en fyrsta hæðin hefur
verið endurgerð í upphaflegri
mynd á þeim stað þar sem húsið
stóð: „Húsið fer aftur á sinn stað og
þar skeikar ekki millimetra," segir
Þorsteinn. „Á fyrstu hæðinni er
gert ráð fyrir kaffihúsi og bar hót-
elsins."
Ef allt gengur að óskum verður
húsið á horninu horfið af bílatæð-
unum og yfír á sinn upprunalega
stað þegar sól fer að hækka á lofti
en sjálft hótelið verður fullbyggt og
opnað á vordögum 2005.
• Stórbrotin líkamsrækt-
arstöð Bjöms Leifssonar í
laugardalnum smellpassar
inn í áramótaheit
landsmanna. Þar
er opnað klukkan
sex á morgnana
og strax þá eru
komnar töluverð-
ar biðraðir fólks
sem vill æfa snemma og
vel. Þykir opnun stöðvar-
innar vel tfmasett því
aldrei er áhuginn jafn mik-
ill á líkamsrækt og fyrstu
dagana í janúar. Svo hækk-
ar sól á lofti...
Gröf, takk!
„Ég byrjaði í nóvember og ek
bara um helgar og svo eftir klukkan
fimm á virkum dögurn," segir Krist-
inn Guðnason sem stofnað hefur
leigubílastöð á Hellu á Rangárvöll-
um. Á stöðinni er einn bíll; Musso-
jeppi. Auk þess á Kristinn
Volkswagen-Transporter sem hann
gerir út sem líkbíl með kisturennu
og öllu. Annars starfar Kristinn að
öllu jöfnu sem húsvörður á elli-
heimilinu á Hellu.
„Grundvöllurinn að þessum
leigubflaakstri er allar krárnar sem
hér eru starfræktar. Ég held að þær
séu í það minnsta kosti fjórar ef
ekki fimm og þá eru barirnir á hót-
elunum ekki taldir með,“ segir
Kristinn sem kvartar ekki yfir að-
gerðaleysi í akstrinum enda er það
nýmæli í sveitinni að geta pantað
sér leigubfl. Hefur fólk jafnvel gam-
an af að panta einn slíkan á góðri
stund.
Kristinn ekur eftir almennri
gjaldskrá leigubifreiða og er með
Taxi-skilti á jeppanum. Hjá Kristni
myndi ferð að rótum Heklu kosta á
milli sex og átta þúsund krónur:
„En það hefur enginn pantað slíkan
túr enn enda held ég að það sé
kolófært þangað uppeftir," segir
hann.
Líkbílinn hefur Kristinn hins
vegar rekið í ein fimm ár með við-
unandi árangri. Enda deyr fólk í
Rangárvallasýslu eins og annars
staðar. Kristinn segir að áður fyrr
hafi menn verið að nota alls kyns
bfla við líkflutninga en nú sé
Volkswageninn sinn langbesti
kosturinn. Björgunarsveitirnar
hefðu verið í þessu en úr því hafi
dregið:
„Það er skemmtilegt að keyra
leigubfl hér í sveitinni," segir Krist-
inn sem svarar í síma 860 2802 ef
einhver þarf leigubfl á Hellu. Eða
líkbfl.
Kristinn og bílarnir Leigubill og líkbill á
einni hendi á Hellu.
HúsvörOurinn á elliheimilinn
Taxi á Hellu