Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 3
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 3
Óvinir bílsins
Spurning dagsins
Hefur dómskerfið brugðist í kynferðisbrotamálum?
í ræðu sem hann hélt um daginn
var Björn Bjarnason að skammast út
í lið sem hann nefndi „óvildarmenn
bflsins“. Þetta er fólk sem vill ekki
skilja hvað bfllinn er góður og gagn-
legur, og leggur jafnvel á ráðin um
að venja okkur af notkun hans. Eða
það skildist mér á Birni. Fyrir
nokkrum árum voru reyndar stofn-
uð samtök hér sem áttu að heita
„Vinir bflsins". Ég man að ég hlust-
aði á viðtal við einn forsvarsmann
þeirra þar sem hann sagði hættu á
að bflaflotinn hérna yrði eins og á
Kúbu - lfldega ekkert nema gömul
hræ - ef við huguðum ekki betur að
endurnýjun hans. Maðurinn þurfti
raunar ekki að hafa áhyggjur því
bílasala jókst um næstum helming á
síðasta ári. Ég hef heldur ekki heyrt
neitt meira af samtökunum „Vinir
bflsins".
Einelti þeirra sem eiqa
ekki bíl
Annars getur maður varla séð að
óvildarmenn bflsins séu mjög öflug-
ir í landinu sem Stefán Snævarr
kunningi minn kallar 51. fylkið. I
raun má segja að hlutskipti þeirra sé
þyngra en tárum taki. Það er allur
vindur úr 68-kynslóðinni sem trúði
unt tíma að það væri dyggð að eiga
ekki bfl - „elsku pabbi og mamma,
ekki bfl!“ er ákall úr einum af söngv-
um hennar. Hér stefnir allt í að brátt
verði tvær bifreiðar á hvern íbúa.
Verslunarmiðstöðvar úthverfanna
auglýsa ekki lengur vörur sínar eða
ódýrt verð, heldur að þær séu með
„stærstu bflastæði á landinu". Fólkið
þyrpist til að gera innkaup í Faxa-
feni, ljótustu götu landsins, en er
löngu farið að vara sig á bflastæða-
hallærinu á Laugavegi. Þegar snjóar
líkt og um daginn er öllu draslinu
rutt upp á gangstéttir svo gangandi
vegfarendur eru í lífshættu meðan
bflistarnir aka brosandi um auðar
göturnar. I fyrra var meira að segja
frétt um að unglingar í Verslunar-
skólanum væru lagðir í einelti ef þeir
væru ekki á bfl. Fylgdi sögunni að
Egill Helgason
hefur efasemdir um
einkabílinn.
■ ,'' ^ jj|n
Kjallari
ekkert þýddi fyrir foreldra að senda
börn sín í Versló ef þeir tímdu ekki
að kaupa handa þeim bfla.
Stærri og stærri umferðar-
mannvirki
Vinir bflsins skynja kannski ein-
hverja óvfld í sinn garð en samt er
yfirleitt látið möglunarlaust undan
kröfum um stærri og meiri umferð-
armannvirki. Hins vegar gleymist
víða að leggja gangstéttir. Hér eru nú
um sautján íbúar á hvern hektara
sem þýðir að Reykjavík er líklega
dreifbýlasta höfuðborg í heimi. Það
hefur myndast bflabyggð sem á
varla sinn líka nema í örgustu ná-
pleisunum í Bandarflcjunum. Þrátt
fyrir tai um þéttingu byggðar heldur
úthverfavæðingin áfram. Það er svo
sem löngu ljóst að það er ekkert að
marka borgarstjórnina í Reykjavík.
Byggð af þessu tagi er leiðinleg,
ljót og óhagkvæm. Leiðinleg sökum
þess að íbúarnir eyða ómældum
tíma í einsemd bifreiðanna, nöldr-
andi yfir því að komast ekki leiðar
sinnar. Hún er jafn ljót og nýjustu
mislægu gatnamótin sem er hellt
yfir okkur og verslunarferlíkin sem
rísa upp úr þeim. Hún er óhagkvæm
vegna þess að borgararnir eyða
Máfólkvið meiru?
Pálína Magnúsdóttir hringdi: Efl-
ing - stéttarfélag og VR hafa kynnt
hugmyndir um að teknir verði upp
Lesendur
svonefndir menntareikningar. Að
fólk - einkum ófaglært - leggi
nokkurn hlut launa sinna í séreigna-
sjóð, sem verja megi til menntunar-
og að atvinnurekendur leggi síðan
mótframlag í púkkið. Verður hug-
mynd þessi tekin fyrir í væntnlegum
kjarasamningum.
Hugmynd þessi er ágæt, en van-
hugsuð að nokkru leyti. Nú eru all-
flestir farnir að borga til elliáranna í
séreignasjóði og oft er það ærin
summa. Þvf er spurning hvort fólk
má við meiri útgjöldum, ekki síst úr
því forystumenn launþegarhreyf-
ingarinnar hafa ekki náð skárri
samningum eða betri launum sínu
fólki til handa en raun ber vitni.
Útvarpsmessur á
umbrotatímum
Jóhann Ólafsson skrifar. Út-
varpsmessur eru úreltar og best af
öllu væri að losa Rfkisútvarpið
undan jarðarmeni kristinnar trúar.
Þetta er efnislegur kjarni greinar
sem ungur bóndasonur norðan af
Tjörnesi, Steinþór Hreiðarsson,
skrifar á vefsetrið Múrinn.is - þar
sem hann segir að nær væri að
Frónbúar fengju að kynnast fleiri
trúarbrögðum en hinum kristnu.
Af því veiti ekki - sem vissulega má
til sanns vegar færa.
Þjóðfélagi sem er að ganga í
gegnum miklar breytingar er mikil-
vægt að á umbrotatímum höfum við
björg til að byggja á. Kvikur sandur
er svikull.
Einn hinna föstu punkta sem
Kristnin og messurnar Ómissandiþótturi
þjóðfélaginu.
okkur skipta svo miklu er til dæmis
messan í útvarpinu á hverjum
sunnudagsmorgni. Ómissandi þátt-
ur í þjóðlífmu - og nokkuð sem gef-
ur þorra þjóðarinnar öryggistilfmn-
ingu. Margir tengja messuna síðan
við lambalæri, brúnaðar kartöflur,
rauðkál og grænar baunir - þennan
dæmigerða sunnudagsmat Islend-
inga.
Steinþór Hreiðarsson hefur starf-
að innan vébanda VG - og ekki er
nýtt að þeir sem lengst standa til
vinstri í lífsviðhorfum vilji kristinni
trú allt hið versta. Jafnvel bannfæra
hana, eins og dæmi frá fyrrum
kommúnistaríkjum sanna. Er í því
ljósi rétt að hafa allan vara á sér hvað
varðar þessi sjónarmið Tjörnesings-
ins. Sporin hræða, þó ekki sé nema í
ljósi þeirrar dapurlegu sögu frá fyrir-
myndarríkjunum sem hér er vikið
að.
miklum peningum í rekstur bifreiða
- þess verður að gæta að allt sem við
kemur bflum er meira en helmingi
ódýrara í nápleisunum vestra. Hún
er íþyngjandi fyrir sveitarfélögin,
rfldð, fyrirtækin og heimilin vegna
þess hversu teygist á öllu - allir veg-
ir, veitur, lagnir og þjónustuleiðir
eru til muna lengri en þyrfti að vera.
Vegna dreifbýlisins er svo nánast
ómögulegt að reka almenningssam-
göngur sem standa undir nafni. Og
því er svona byggð fjandsamleg
þeim sem ferðast ekki um í bfl, hafa
ekki efni á því, kunna það ekki, geta
ekki eða vilja ekki.
Stríðið sem snerist um
bensín og bíla
Við fylgjum Ameríkönum í stríð
sem í grundvallaratriðum snýst um
að varðveita lífsstfl sem felst í því að
bensínið kosti 30 krónur lítrinn. Svo
er talað um óvini bflsins. Mest seldu
bflarnir hérna eru risastórir bensín-
gleypandi jeppar. Ég las í merkilegri
grein um daginn að ef eitthvað væri
að marka talið um gróðurhúsaáhrif,
ætti að rífa liðið út úr jeppunum og
skamma það eins og hunda. Nýjar
rannsóknir benda til þess að ef hitn-
un jarðar heldur áfram muni hring-
sól hafstraumanna breytast og
Golfstraumurinn jafnvel hætta að
koma upp að ströndum landsins. Þá
er hætt við að einhverjum verið kalt
á íslandi.
Samt erum við stikkfrí. Við byggj-
um álver og kaupum fleiri bfla. Við
látum helst ekkert stöðva okkur. Það
er í ýmsu fleira en smekk á sjón-
varpsefni sem við líkjumst Amerík-
önum; við höfum tileinkað okkur
sörnu skrumskældu frjálsræðishug-
sjónina. í þeim anda er stjórnarand-
staðan í borginni nú að kynna nið-
urstöður rannsókna sem segja að ...
bíðið nú við ... að allir íslendingar
vilji búa einir! Þeir kynna þetta eins
og það séu mikil og merkileg sann-
indi. En segið ntér; upp á hvaða
heiði myndi borgin enda ef allir
byggju einir og sér?!
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það [ stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Virkar verr en í öðrum
brotaflokkum
„Iþað minnsta virkar dómskerfið verr í
þessum brotaflokki en mörgum örðum. Til
marks um það mó nefna að síðstliðin 13 ór
hafa manneskjur leitað til okkar vegna
rúmiega 5000 kynferðisbrotamanna, sem
sumir hverjir eru væntanlega margtaldir, en
afþeim hafa innan við 100 verið
dæmdir. Við hjó Stígamótum höfum
óskað eftir því við dómsmátaróðherra
að nefnd verði sett á iaggirnar til
þess að endurskoða þennan mála-
flokk"
Rúna Jónsdóttir,
talsmaður Stígamóta
„Það hefur
brugðist alger-
iega, kerfið
hefur ekki til
að bera nokkur
lög sem
höndla þessi
mál afvirð-
ingu. Dómarnir
verða líka sí-
fellt undarlegri og þeir eru aldrei full-
nægjandi. Málaflokkurinn einkennist af
máttleysi og iömun."
Didda,
skáld
„Veit ekki hvort
það eigi að
taka svo sterkt
til orða að
kerfið hafi
brugðist en
þegar maður
heyrir fréttir
eins og þær að
sekur maður
sleppi við refsingu í alvarlegu kynferðis-
afbrotamáli er manni brugðið. Við þurf-
um því að fara yfir þessi mál og skoða
þau. Nákvæmlega hverjum er um að
kenna er hins vegar eitthvað sem erfitt
er að fella dóm um."
Guðlaugur Þór Þórðarson,
alþingismaður
„Sjálfsagt hef-
ur það gert
það í ákveðn-
um tilfellum.
Þó vonandi
gerir það það
sjaldnast. Þau
mistök sem
eiga sér stað
hljóta að verða
til þess að menn berji í brestina og bæti
úr kerfinu. Bæði hvað varðar barna-
vernd og hæfilega refsiþyngd."
Björgvin G. Sigurðsson
alþingismaður
„I Ijósi þessa
síðasta máls er
margtsem
þarfað athuga
og endur-
skoða. Sérstak-
lega þegar
miðað er við
alvöru giæps-
ins og það að
þolendur eru börn sem eru algjörlega
berskjölduð. Það er því miður takmörk-
uð umræða um þetta innan kirkjunnar.
Hún þyrfti að vera mun meiri."
Hjörtur Magni Jóhannssson,
fríkirkjuprestur
í fyrradag sýknaði héraðsdómur sekan barnaníðing.
ROBERT BANGSI
B ARrs/AFAf AVER5L0/N/
Bæjarlind 1-3 Kópavogi Sími 555 6688