Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 Sport DV HAFA VERIÐ VÍÐA Leikmannahópur KR-inga fyrir næsta sumar í Landsbankadeild karla er nú orðinn einn sá glæsilegasti sem verið hefur í efstu deild hér á landi og alls hafa 15 leikmenn liðsins leikið sem atvinnumenn. Þessir 15 leikmenn hafa leikið með samtals 38 atvinnu- mannaliðum erlendis. Leikir með atvinnumannaliðum Amar Gunnlaugsson 7 Dundee Utd. Skotlandi Stoke Englandi Leicester Englandi Bolton Englandi Sochaux Frakklandi Núrnberg Þýskalandi Feyenoord Hollandi Bjarki Gunnlaugsson 6 Preston Englandi Brann Noregi Molde Noregi Mannheim Þýskalandi Nurnberg Þýskalandi Feyenoord Hollandi Einar Þór Danfelsson 5 Lilleström Noregi Stoke Englandi OFI Grikklandi Zwickau Þýskalandi Kermt Belgíu Gunnar Einarsson 4 Brentford Englandi Roda Hollandi Venlo Hollandi MVV Hollandi Sigurður Ragnar Eyjólfsson 3 Harelbeke Belgíu Walsall Englandi Chester Englandi Ágúst Gylfason 2 Brann Noregi Solothurn Sviss Guðmundur Benediktsson 2 Geel Belgfu Ekeren Belgíu Kristinn Hafliðason 2 Raufoss Noregi Salgau Þýskalandi Bjarni Þorsteinsson Molde Kristján Finnbogason Ayr Hilmar Björnsson Helsingborg Sigmundur Kristjánsson Utrecht Sigurvin Ólafsson Stuttgart Veigar Páll Gunnarss. Strömsgodset Kristján Örn Sigurðsson Stoke ii!Mcr 8i Huon Það er ekki að sjá að íslandsmeistarar KR ætli að gefa neitt eftir í baráttunni um titilinn á næsta ári. KR-ingar hafa unnið titilinn fjórum sinnum á síðustu flmm árum og ef marka má aðgerðir liðsins á leikmannamarkaðnum í vetur þarf ekkert annað en stórslys til að titillinn verði ekki áfram í Vesturbænum næsta haust. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, er í stöðu sem allir kollegar hans í deildinni öfunda hann af því að hann er með slíkan hóp að sjaldan hefur annað eins sést í efstu deild á íslandi. Willum Þór er hins vegar líka í þeirri stöðu, sem er ekki sérstaklega öfundsverð, að það skiptir litlu sem engu máli hvað hann gerir og hversu vel liðið spilar - því verður alltaf tekið sem sjálfsögðum hlut. Fimmtán leikmenn sem hafa haft lifibrauð af því að leika knattspyrnu á erlendri grund, þrettán leikmenn sem hafa leikið með A-landsliði íslands og níu til viðbótar sem hafa leikið með yngri landsliðum íslands. Svona lftur leikmannahópur íslands- meistara KR út í dag og það sér reyndar ekki fyrir endann á hópnum því að enn eru rúmir fimm mánuðir í mót og svo gæti farið að fleiri bættust í hópinn. KR-ingar ætla sér stóra hluti og hafa komið sér upp mannskap sem á sér fáa líka í íslenskri knattspymu- sögu. Þeir hafa eiginlega komið sér í þá stöðu að gamla Smekkleysu- mottóið „Heimsyfirráð eða dauði" á vel við um liðið. Það væri lítið annað en hneyksli ef liðið ynni ekki bæði deild og bikar og kæmist í það minnsta í 2. umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Félagið hefur spennt bogann hátt, svo hátt að ekkert annað en íslandsmeistaratitill dugir til að nægilegir peningar komi í kassann til að fjármagna herleg- heitin. KR-ingar hafa styrkt lið sitt til muna í vetur frá því í fyrrasumar. tóskar Hrafn Þorvaldsson ÍÞRÓTTALJÓS Liðið hefur misst þrjá leikmenn, Sigurstein Gíslason, sem var farinn að láta á sjá í fyrra sökum aldurs, Þórhall Hinriksson, sem spilaði nánast ekki neitt í fyrra, og Jón Skaftason, sem fór í lán til Víkings á miðju tímabili. í staðinn hafa KR- ingar ekki fengið neina meðaljóna. Tveir fyrrverandi atvinnumenn, Bjami Þorsteinsson og Sigmundur Kristjánsson, em komnir auk Ágústs Gylfasonar, kjölfestunnar í liði Fram undanfarin ár. Auk þess sömdu KR- ingar aftur við Veigar Pál Gunnarsson, besta mann KR-inga á síðasta tímabili, og tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Eins og sjá má hér að neðan geta KR-ingar stillt upp tveimur öflugum liðum sem myndu sjálfsagt bæði tvö spjara sig vel í efstu deild. Fyrra liðið er ógurlega sterkt á pappímum og sennilega eitt það sterkasta sem sett hefur verið saman í efstu deild á íslandi. Helsta vandamál KR-inga, sem var að finna jafnvægi í miðjuspil liðsins, ætti að hverfa með tilkomu Ágústs Gylfasonar. Hann er ólíkur öðmm miðjumönnum KR-liðsins að því leytinu til að hann hefur þolinmæði til að halda miðjunni og valda félaga sína fyrir framan; eiginleiki sem félagar hans, Veigar Páll, Sigurvin og Kristinn Hafliðason hafa ekki. Tilkoma Bjarna Þorsteinssonar í miðju KR-varnarinnar gerir það að verkum að maður hálfpartinn vorkennir þeim sóknarmönnum andstæðinga KR sem þurfa að glíma við járnkarlana Bjarna og Kristján Sigurðsson. Með þá tvo í miðju varnarinnar verður að teljast ólíklegt að KR-vömin hleypi miklu í gegnum sig. Það stefnir í að Kristján Finnbogason, markvörður liðsins, eigi sitt rólegasta tímabil á ferlinum. KR-ingar eiga líka eftir að sjá það besta af Arnari Gunnlaugssyni. Óheppni hans í fyrra reið ekki við einteyming en hann sýndi hvers hann er megnugur gegn Fylki í Frostaskjólinu og ef hann verður í viðlíka formi í ár þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ótrúlegur mannskapur og þegar bætt er við bestu stuðnings- mönnunum, mestu sigurhefðinni, mesta karakternum í að klára leiki og þjálfara sem hefur unnið fjóra deildartida á síðustu fjórum ámm - þá kemur bara eitt upp í hugann. Willum! Það er ekki hægt að klúðra þessu. Þeir hafa eiginlega komið sér í þá stöðu að gamla Smekkleysu-mottóið „Heimsyfirráð eða dauði" á vel við um liðið. Það væri lítið annað en hneyksli efliðið ynni ekki tvöfalt og kæmist í það minnsta í 2. umferð meistaradeiidarinnar. Svona gætu KR-ingar stillt upp tveimur sterkum liðum í Landsbankadeildinni á komandi tímabili Sigþór Júlíusson Sölvi Davíðsson ArnarJón Sigurgeirsson Gunnar Einarsson Garðar Jóhannsson Arnar Gunnlaugsson Kristinn Magnússon Hans Pjetursson Finnbogason Kristinn Hafliðason VeigarPáll Gunnarsson Sigurðsson Sigurður Ragnar Eyjólfsson Bjarki Gunnlaugsson Einar Þór Daníelsson Sverrir Bergsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.