Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus
29
Tökur á næstu Batman-mynd hefjast á Vatnajökli innan skamms, en óvíst er hver
mun vera illmenni myndarinnar. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar í hlut-
verk illmennisins er kyntáknið Viggo Mortensen úr Hringadróttinssögu en ólíklegt
er talið að ríkisstjóri Kaliforníu snúi aftur sem Frosti.
Hinn langlífi Ra's al
Ghul verður einn
skúrka myndarinnar
Skálku'finn
Sca recrov.' mæt-
tr Batrnán í bytj-
un myndar, o g
veróur ef trí vífl
ekki l anghfur
Fyrst James Bond. Svo Lara Croft. Svo James
Bond aftur. Og nú sjálfur Batman. Það virðist ekk-
ert lát á þeim hetjum sem velja Vatnajökul sem víg-
völl til að fást við illþýði ýmiss konar, þar sem að
öllu jöfnu eru fáir á ferli nema einstaka jarðfræð-
ingar eða snjósleðaáhugamenn. James Bond hefur
þó tekist að finna þar bæði rússneska njósnara og
brjálaða norður-kóreska demantasmyglara, og
komið þeim öllum fyrir kattarnef. Lara Croft kemst
hins vegar í kast við leynifélag sem er að leita að
hlut sem gerir þeim kleift að stjórna tímanum, og
fá þeir álíka meðferð.
Spurningin nú er hvern Batman muni kljást
við á jöklinum. Frosti, eða Mr. Freeze, virðist í
fyrstu líklegasta iilmennið til að rekast á á þeim
slóðum. Sá hængur er þó á að hann er þegar búið
að nota, en hann sást síðast á geðveikrarhælinu
Arkham í lok fjórðu myndarinnar. Sá sem fór með
hlutverkið, Arnold Schwarzenegger er nú upp-
teknari við að kljást við fjárlagahalla Kaliforníu-
fylkis en skikkjuklædda krossfara, og eru litlar lfk-
ur á að hann mæti aftur til leiks.
Batman búinn að berja alla
Reyndar er vandamál seríunnar það að búið er
að nota alla „góðu" vondu kallana. Jókerinn var
náttúrulega fyrstur, skemmtilega ofleikinn af Jack
Nicholson. Næstur í röðinni var Mörgæsin (The
Penguin) í meðförum Danny Devito, en leikstjór-
inn Tim Burton var örlátur við aðdáendur í
annarri myndinni, og lætur Leðurblökuna einnig
kljást við Kattarkonuna Michelle Pfeiffer, og hið
afar mannlega ómenni Max Schrek, leikinn af
Christoper Walken (sem reyndar einnig gerði
James Bond lffið leitt þegar hann kom af jöklinum
í A View to a Kill). í þriðju myndinni var illmenn-
unum síðan spreðað grimmt, Batman þarf hér að
kljást við ekki bara einn, heldur tvo af klassískum
skúrkum myndasagnanna, Two-Face og The
Riddler, leikna af Tommy Lee Jones og Jim Carrey.
Eftir að Batman var búinn að gera útaf við allt
þetta lið og aðstoðarmenn þeirra voru ráðþrota.
Sjálfur Tortímandinn var fenginn til að leika Mr.
Freeze, og nýtt illmenni, Poison Ivy var kynnt til
leiks, leikin af Umu Thurman. En þetta voru þó
heldur óspennandi skúrkar miðað við það sem á
undan var gengið, og Batman kominn með tvo
aðstoðarmenn, Robin og Batgirl, þannig að nú var
það ekki lengur Batman sem átti við ofurefli að
etja, enda myndin afar misheppnuð.
Batman berst við Súpermann
Margir héldu að serían hlyti nú að vera dauð,
enda enginn eftir fyrir Batman að berja á. Síðan eru
liðin sjö ár, en ýmsar sögusagnir hafa þó verið á
kreiki um endurkomu riddara næturinnar. ITalle
Berry mun leika kattarkonuna í samnefndri mynd
sem væntanleg er seinna á árinu, en Batman mun
líklega ekki koma fyrir í henni. Talað var um að
Requiem for a Dream leikstjórinn Darren Aronofsky
myndi leikstýra Batman: Year One, sem byggð yrði á
hinni ffægu Batman sögu Franks Miller. Olíklegt er
þó að af verði, þar sem næsta Batman mynd, sem
mun bera nafnið Batmandntimidation, byggir að
hluta til á sömu sögu. Einnig hafa verið sögusagnir
um nýjar Súpermann myndir. Mun önnur þeirra
vera sú fimmta í röðinni, en í hinni verður byrjað
upp á nýtt og Súpermann sýndur ungur. Er svo ætl-
unin að hinir ungu Batman og Súpermann muni
takast á í kvikmynd leikstýrðri af Wolfgang Petersen,
en næsta mynd hans er stórmyndin Troy. Bæði Jude
Law og Josh Hartnett hafa verið orðaðir við hlutverk
Súpermann, en Colin Farrell hefur verið nefndur í
samband við hinn unga Batman.
Ofbeldisfullur milljónamæringur
í næstu Batman mynd er það þó Christian Bale
sem mun fara með hlutverk bjargvætts Gotham
borgar, en hann hefur áður leikið ofbeldisfullan
milljónamæring í myndinni American Psycho.
Sér til aðstoðar mun hann hafa Michael Caine
sem leikur þjóninn Alfreð, en Michael Caine seg-
ist byggja hlutverkið á þeim einkaþjónum sem
hann hefur haft í gegnum tíðina. „Einkaþjónar
telja sig alltaf vera yfir þig, atvinnurekenda sinn,
hafnir. Þeir lfta niður á þig vegna þess að þeir vita
alltaf meira um allt en þú gerir," segir Caine um
þá stétt. Leikstjóri er Christopher Nolan, sem á að
baki hina frábæru Memento, og einnig myndina
Insomnia. Þar er A1 Pacino sendur á norðurslóðir
til að leysa morðmál, og þjáist af svefnleysi vegna
síbirtunnar, og spurningin er hvort Batman, sem
er vanur að berja glæpamenn á nóttunni og þarf
því líklega að sofa á daginn, þurfi að kljást við það
sama í dvöl sinni hérlendis.
En hver verður svo skúrkurinn? Batman hefur
þegar barist við alla sína þekktustu óvini á hvíta
tjaldinu. En teiknimyndasöguhöfundarnir hafa
verið iðnir við að koma honum í lífháska, og nóg
er því til af illmennum sem mörg hver eru enn
meira ógnvekjandi en þau gömlu, þó ekki hafi
þau enn verið fest á filmu. Fregnir herma að tvö af
þeim sem munu koma til sögu í nýju myndinni
nefnast Scarecrow og Ra’s al Ghul.
Hver getur barist við Batman?
Ra’s al Ghul er margra alda gamall milljóna-
mæringur sem vill færa mannkynið aftur til aldin-
garðsins Eden, en til þess þarf hann reyndar að
útrýma stærstum hluta þess. Hinn óvinurinn
verður Fuglahræðan (The Scarecrow), sem var
strítt í æsku og ákveður að læra allt sem hann get-
ur um óttann til að sigrast á honum. Hann gerist
háskólaprófessor í sálfræði, en kennsluaðferðir
hans fara fyrir brjóstið á nemendum og honum er
sagt upp störfum, og tekur upp frá því upp gervi
Fuglahræðunnar og hræðir samstarfsmenn sína
til bana. Mun Batman þurfa að fást við Fugla-
hræðuna í Gothamborg, en fer síðan til Bretlands
til að taka á Ra. Ekki er enn ljóst hver muni fara
með hlutverk illmennanna. Viggo Mortensen hef-
ur verið nefndur, en einnig þeir Cillian Murphy og
Christopher Eccleston, sem báðir voru í hryllings-
myndinni 28 Days Later. Katie Holmes úr Daw-
sons Creek mun leika dóttir Ra’s, sem Batman
mun vera skotinn í.
Myndatökur hefjast á Vatnajökli, þar sem ætl-
unin er að Batman berjist við helsta lærisvein Ra á
ísnum. Ekki er ljóst hver sá óvinur er, en líklega
verður það annað hvort The Reaper, sem kom fyr-
ir í sögunum Year Two, eða jafnvel dóttirin sjálf.
valur@dv.is
Stjörnuspá
Þuríður Backman alþingsmaður er 56
ára í dag. „Hér kemur fram að óvæntir
hlutir stíga fram á sjón-
arsviðið þegar hjarta
hennar er skoðað
um þessarmundir
þar sem umhyggja
ogdjúpurfögnuður
hennar eigin anda
verður nánast áþreif-
é anlegur af hennar
hálfu," segir í stjörnu-
spá hennar.
Þk
Þuríður Backman
W Vatnsberinn (20.jan.-i8. tebr.)
VV ----------------------------------
Hér kemur fram að fólk fætt
undir stjörnu þessari virðist fullt af um-
hyggjusemi en sniðgengur í rauninni
fólkið sem styrkir hjartað innra með því
og eflir orkustöðvarnar að sama skapi.
Settu þér tímamörk.
Viskam (19. febr.-20.mars)
HEkki vanrækja sjálfið. Hér kem-
ur fram að þú afhjúpar þig
sjaldan af einhverjum ástæð-
um i stað þess að leyfa þér að blómstra
og njóta kæri fiskur.
T
Hrúturinn (21.rrm-19.apnT)
Ef þú finnur fyrir veikleika
innra með þér ættir þú að virkja jafn-
vægi þitt með hreyfingu jafnvel. Ásetn-
ingur þinn skapar þér framtíð en þekk-
ing þín sýnir fortíð þína eins og svo oft
kemur fram þegar stjarna hrútsins er
skoðuð. Lærðu af fyrri mistökum eru
kjörorð hrútsins hér.
Ö
Nautið (20. april-20. waí)
Þú ættir að láta starf þitt end-
urspegla það sem þú trúir sannarlega á.
Sál þín blómstrar hérna og þitt eigið
sanna eðli eflir þig þar sem þú upþlifir
þinn hreina anda.
Tvíburamir (21. mal-21.júni)
n
Notaðu heilbrigða skynsemi,
lærðu á tilveru þína og hugaðu ein-
göngu að því sem er þér einni/einum
fyrir bestu. Ekki berjast á móti óbreyt-
anlegum aðstæðum.
faM'm(22.júni-22.júli)
Opnaðu hjarta þitt fyrir þeim
sem þú elskar því hér birtist einhver
vanlíðan sem tengist hjarta krabbans
og það særir þig djúpt virðist vera.
Leyfðu þér að ræða opinskátt það sem
þér liggur á hjarta.
LjÓnið (22.júli- 22. ígúst)
Ef samskipti innan fjölskyldu
þinnar valda þér áhyggjum skaltu einbeita
þér að öðru næstu fimm daga. Reyndu
ekki að breyta fólkinu í kringum þig því þá
vakna hjá þér vonbrigði. Axlaðu þess í
stað ábyrgð á eigin tilfinningum.
Meyjan 0. ágúst-22. sept.)
Alheimsverndarhjúpur svokall-
aður hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir og
í þessu tilviki ber fólkið fætt undir stjörnu
meyju gæfu til að halda hjúpnum gang-
andi með þvi að færa sér í nyt tæfkifærin
sem berast því í hendur.
Tl$
O VogÍn (23.sept.-23.okt.)
Þú hefur eflaust ekki komið
auga á tækifæri sem birtist þér síðustu
daga sökum fljótfærni af þinni hálfu og
því ert þú minnt/ur á að enginn er óað-
finnanlegur. Allt fer vel ef þú opnar augun
fyrir því sem verður á vegi þínum.
ni
Sporðdrekinn (24.ot.-21.n0vj
Þú átt von á stöðuhækkun og
betri fjárhagsafkomu þegar líða tekur á
janúarmánuð og einnig er minnst á að
sporðdrekinn er fær um að gefa það sem
hann helst vill eiga og þar er vissulega já-
kvæður eiginleiki í fari þínu á ferðinni.
/
Bogmaðurinnr/zw.-/!.<<«/
Þú ert fær um að koma í kring
miklum breytingum hjá fólki sem þú
umgengst og reyndar á öllu sem þú
kemst í kynni við. Þú hefur án efa ríka
þörf fyrir að vera ein(n) um þessar
mundir af einhverjum ástæðum.
Steingeitin (22.des.-19.jan.)
Hjálpaðu hinum þurfandi og
taktu eitt skref í einu að því sem þú tel-
ur skipta máli fyrir þig og ekki síður
aðra. Þú ert fær um að sjá það góða og
slæma við hvaða aðstæður sem er og á
það vel við þig árið 2004 þegar stjarna
steingeitar er skoðuð.
SPAMAÐUR.IS
Z