Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Side 15
FIMMTUDÁGUk 8. 'TÁNÚAR 2004 15
DV Fréttir
Hálfþrítugur maður hefur játað morðið á Önnu Lindh, utanrikisráðherra Svíþjóðar. Hann verður ákærð-
ur í næstu viku og ráðgert er að réttarhöld hefjist viku síðar. Tilræðið var samkvæmt játningunni ekki
af pólitískum toga né hafi það haft nokkuð með kosninguna um Evruaðild að gera.
Lögmaðurinn segir Mijailovic hafa játað morðið afdráttarlaust og
síðan lýst nákvæmlega hvernig hann barsig að við árásina. Hann
hafi einnig lýst nákvæmlega hvernig hann eyddi deginum fram að
morðinu og síðan gefið greinargóða lýsingum á ferðum sínum
næstu tvær vikurnar eða þar til hann var handtekinn.
Mijailo Mijailovic hefur játað að hafa myrt
Önnu Lind, utanríkisráðherra Svíþjóðar: Anna
Lindh var stungin til bana í verslunarmiðstöð í
miðborg Stokkhólms þann 10. september á síð-
asta ári. Hún lést af völdum sára sinna daginn
eftir.
Lögreglumenn handtóku mann skömmu eftir
tilræðið en honum var sleppt án ákæru.
Tveimur vikum eftir morðið höfðu lögreglu-
menn svo hendur í hári Mijailo Mijailovic en
hann neitaði sök í málinu allt þar til í fyrradag að
hann játaði á sig morðið í klukkustundarlangri
yfirheyrslu hjá lögreglu. Daginn áður hafði
Mijailovic játað morðið í samtali sem hann átti
við lögmann sinn, Peter Althin.
Lögmaðurinn segir Mijailovic hafa játað
morðið afdráttarlaust og síðan lýst nákvæmlega
hvernig hann bar sig að við árásina. Hann hafi
Anna Lindh Hún varvinsællstjómmálamaður,ekkibara I
Sviþjóð heldur viða um heim.
einnig lýst nákvæmlega hvernig hann eyddi deg-
inum fram að morðinu og síðan gefið greinar-
góða lýsingum á ferðum sínum næstu tvær vik-
urnar eða þar til hann var handtekinn.
Althin var tregur að tjá sig nánar um mála-
vöxtu. Hann sagði þó að morðið hefði ekki verið
framið í pólitískum tilgangi, eins og sumir hefðu
talið, heldur hefði fórnarlambið verið valið af
handahófi. Tilræðið hefði því ekkert haft með
kosningar um Evruna að gera en þær fóru fram
fáeinum dögum eftir morðið. Anna Lindh hafði
beitt sér mjög fyrir kosningarnar og var hún ein-
dreginn stuðningsmaður þess að Svíar tækju upp
evruna. Svíar höfnuðu aðild að evrunni, með 56%
atkvæða gegn 42%.
Nóg af sönnunum
Búist er við að ákæra á hendur Mijalovic verði
þingfest í sakadómi Stokkhólms 12. janúar næst-
komandi og réttarhöld í málinu hefjist viku síðar.
Saksóknari í málinu, Krister Petersson, sagði í
gær að engin ástæða væri til að flýta réttarhöld-
unum þótt játning væri komin fram. Lögreglu-
menn höfðu þegar safnað sönnunum gegn Mija-
loivic, meðal annars með DNA-rannsóknum,
sem gerðar voru á morðvopninu á Englandi.
Játningin virðist ekki skipta sköpum því saksókn-
ari er talinn hafa mjög afgerandi sönnunargögn í
málinu; sönnunargögn sem nægi til sakfellingar.
Mijaloivic á yflr höfði sér lífstíðardóm í fangelsi.
Lögreglan í Stokkhólmi hefur verið undir mik-
illi pressu að leysa málið. Þjóðin var harmi slegin
vegna morðsins á Lindh enda vakti það upp
minningar um svipaðan atburð, morðið á Olof
Palme forsætisráðherra árið 1986. Morðið á
Palme er enn meðal óleystra mála lögreglunnar.
Mijailovic Hefurjátað morðið á Önnu Lindh. Mijailovic
hefursetið í varðhaldi síðan í september. Hann neitaði sök i
málinu lengst afeða þar til siðastliðinn mánudag.
Hægt að spara sjö milljarða á ári vegna umferðaslysa.
Breytt kostnaðarmat
gæti bjargað lífum
„Yfirfærð hingað gæti þessi að-
ferð bjargað þrem mannslífum á ári
hverju," segir Maríus Halldór Gests-
son, hjá Hagfræðistofnun Háskóla
íslands. Hann hefur rannsakað
hvernig meta má kostnað vegna lík-
amstjóns í umferðarslysum með
mun áreiðanlegri aðferð en hingað
til hefur verið beitt.
„Gróflega áæúað mun kosta 50
milljónir að framkvæma matið fyrir
fsland. Hingað til hefur kostnaður
verið miðaður við tekjutap viðkom-
andi en sú aðferð tekur ekkert tillit
til alls annars sem máli skiptir. Hlut-
ir eins og minni lífsánægja fólks,
kvíði aðstandenda og almennar
áhyggjur sem flestir upplifa eftir
slæm umferðarslys."
Aðferðin sem um ræðir tekur tillit
til alls kostnaðar sem tengist fólki
sem lendir í umferðarslysi. „Þessi
aðferð var tekin upp í Bretlandi árið
1987 og í kjölfarið telja fróðir að
dauðaslysum hafi fækkað um sex
hundruð á ári hverju. Það er vegna
þess að sé vægi lífs og heilsu aukið í
útreikningum er auðveldara að
ákveða í hvaða framkvæmdir á að
ráðast."
Maríus telur það stóran ávinning
verði slíkt mat tekið upp hérlendis.
„Gróft áætlað mun þetta spara sjö
milljarða á ári."
Umferðarslys Likur eru á að hægt sé að
fækka dauðaslysum á íslandi um þrjú á ári
hverju með nýju kostnaðarmati.
Blaðberar óskast
Okkur vantar blaðbera á eftirtalda staði fyrir
Fréttablaðið og DV. í boði eru fín laun,
holl hreyfing og innganga í Blaðberaklúbb
Fréttablaðsins, sem felur í sér árshátíð,
jólagjöf og ýmislegt fleira.
HVERAGERÐI
DJÚPAVOG
SEYÐISFIRÐI
SIGLUFIRÐI
HÓLMAVÍK
Hrigdu í síma 515 7590 til þess að sækja um
eða til að fá nánari upplýsingar
FRÉTTABLAÐIÐ