Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR Fréttir DV Flotinn minnkar íslenski skipaflotinn er 43 skipum færri en í fyrra og fækkar nú í flotanum annað árið í röð. 2.365 skip eru skráð á landinu, sam- kvæmt tölum Siglinga- stofnunar, en voru 2.408 í íyrra og 2.465 árið þar á undan. Af þessum eru um helmingur opnir bátar og helmingur þilfarsskip. Stórt skref afturábak Til stendur að breyta lögum um umhverfismat, og hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp þar um. Landvernd stóð fyrir mál- stofu um breytingarnar í gær, þar sem fram kom nteðal annars það sjónar- horn Náttúruverndarsam- taka íslands að ef breyting- arnar verða að lögum óbreytt verði stigið stórt skref aftur á bak í umbverf- ismálum. Aðgengi og áhrif almennings að ákvörðunar- töku í mikilvægum um- hverfismálum muni minnka verulega, og telja samtökin það heillavænleg- ast að umhverfisráðherra dragi tillögur um breytingar á lögnum til baka. Ingvi Hrafn Jónsson Ingvi Hrafn Jónsson, hinn þétti og reyndi fréttahaukur á Út- varpi Sögu, er meö skemmti- legri mönnum. Hann er einn þeirra sem gefa lífinu lit og þorir að segja sína meiningu. Sem er guðsþakkarvert þegar allt virðist við að fletjast út I skoðana- og litleysi. Kostir & Gallar Gallinn er sá að eflngvi Hrafn bítur ísig einhverja vitleysu á sú vitleysa það til að sitja föst i kolli hans. Ingvi Hrafn mætti hafa hugfast að greindra manna háttur er að leyfa sér þann munað að skipta um skoðun. Frumforsenda hugs- unar er efinn. Á íslandi eru rúmlega 1.200 líkamsárásir kærðar til lögreglu á ári hverju. Af þess- um fjölda var nær þriðjungur framinn af ungmennum á aldrinum 15-20 ára. Yfir- sálfræðingur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur telur ekki að ofbeldi meðal skóla- barna og unglinga sé að aukast í fjölda tilvika en er að öðru leyti sammála lækn- um á bráðadeild Landsspítalans Alls voru rúmlega 1200 líkamsárásir kærðar til lögreglu á síðasta ári eða að jafnaði þrjár á dag. Af þessum íjölda var nær þriðjungur eða um 30% framin af ungmennum á aldrinum 15 til 20 ára. Megnið af þessum íjölda eða 1061 voru minni- háttar mál eða pústrar en 138 voru árásir með sýnilegum áverkum og 40 voru árásir með alvar- legum áverkum. Samkvæmt upplýsingum frá Rannveigu Þóris- dóttur félagsfræðingi hjá embætti Ríkislögreglu- stjóra er fjöldi mála af þessum toga svipaður á milli áranna 2003 og 2002 . Næstu þrjú árin þar á undan, eða tímabilið 1999-2001, voru kærð tölu- vert fleiri tilvik þar sem um alvarlega áverka var að ræða. Mestur fjöldi slíkra tilvika varð 2001 er lík- amsárásir með sýnilegum áverkum voru 255 tals- ins og árásir með alvarlegum árásurn voru 69 tals- ins. 30% stúlkur - 70% strákar Af þeim ungmennum sem kærð voru fyrir lík- amsárásir á síðasta ári voru tæp 30% stúlkur og rúm 70% drengir ef litið er á landið í heiid. Örlítill Vopnaburður Sifellt heyrum við i fréttum að menn séu beittir ofbeldi eða hótað með vopnum. Stundum jafnvel skot- vopnum. „Tölulega séð hefur fjöldi til- vika ekki vaxið en þau tilvik sem koma upp alvarlegri en við höfum séð áður" munur er á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæð- inu en í Reykjavík er hlutfallið 31% stúlkur og 69% drengir. í einum flokki mála hefur hinsvegað orðið um- talsverð fækkun á milli áranna 2002 og 2003 eða „líkamsmeiðingar-gáleysi" þ.e. þau mál sem kærð eru í tengslum við umferðarlagabrot og ölvun við akstur. Þeim fækkaði úr 31 tilviki niður í 13 tilvik á milli áranna. Alvarlegra en áður Hákon Sigursteinsson yfirsálfræðingur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur segir að ofbeldi meðal skólabarna og unglinga sé ekki vaxandi hvað fjölda tilvika varðar samkvæmt þeim gögn- um sem hann hefur. Hann segir hinsvegar að það ofbeldi sem á sér stað sé alvarlegra og grófara en áður þekktist. „Tölulega séð hefur fjöldi tilvika ekki vaxið en þau tilvik sem koma upp alvarlegri en við höfum séð áður“ segir hann. Eins og fram kom í viðtali við tvo lækna á bráðadeild Landsspítalans í Fossvogi í DV í gær- dag er gróft ofbeldi meðal barna og ungmenna vaxandi vandamál hérlendis og lýstu læknamir áhyggjum sfnum með þá þróun mála. Töldu læknarnir brýnt að skapa umræðu um málið í þjóðfélaginu svipað og gert var í kringum einelti á sínum tíma. Tölvuleikir og sjón- varp Hákon segir að undir- rót ofbeldisins megi að hluta til rekja til ofbeldis í tölvuleikjum og sjón- varpi. „En stór hluti af vandamálinu er að börn- Hákon Sigursteinsson um er ekki sagt til um að „stórhlutiafvandamálinu þetta sé ekki rétt,“ segir eraðbörnumerekkisagttil hann. „Margar rannsókn- um að þetta sé ekki rétt," ir hafa sýnt að ofbeldi í segiryfirsálfræðingur sjónvarpi hefur ekki þessi Hæðslumiðstöðvar Reykja- áhrif ef börnum er leið- v' ur' beint af foreldrum urn að ofbeldi er röng hegðun og það er hlutverk foreldra að segja börnum sínum til um slíkt." Aðspurður um hvernig best sé að bregðast við vandmálinu segir Hákon að mikilvægast sé að auka félagsþroska barna svo þau átti sig á munin- um á réttu og röngu. „Skólar hér eru að taka upp í auknurn mæli prógrömm þar sem börnum er kennt að lesa rétt í tilfinningaleg svipbrigði sín á milli og í félagslegar aðstæður þannig að þau bregðist við á réttan hátti," segir hann og bendir á að tveir skólar í Reykjavík séu nú á undirbún- ingsári með prógramm sem miði að því að hvetja og umbuna börnum fyrir æskilega hegðun. Ivsingarbikarinn í kvfild 8 liða úrslit UMFG - Fjölnir Haukar - Keflavík UMFN - Hamar Tindastóll - Snæfell Grindavík Ásvellir Njarðvík Sauðárkrókur kl. 19.15 kl. 20.30 kl. 19.15 kl. 19.15 . £ LYSING ítaktvið þínarþarfir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.