Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 Sport DV * Bandaríkjamenn komnir og farnir Brciðablik: Komtiir: Karem Mazey og Cedrick Holmes. Farnir: Karem Mazey og Cedrick Holmes. Grindavík: Komnir: Darrell Lewis, Dan Trammel og Derrick Stroud. Farnir: Dan Trammel. Dan Trammel Farinn frá Grindavík Hamar: Komnir: Chris Dade og Faheem Nelson. Farnir: Enginn. Ilaukar: Komnir: Michael Manciel og Whitney Robinson. Farnir: Enginn. ÍR: Komnir: Reggie Jessie, Ryan Leier og Euguene Christopher. Farnir: Reggie Jessie. Kcflavík: Komnir: Derrick Allen og Nick Bradford. Farnir: Enginn. KFl: Komtiir: Adam Spanich, Jeb Ivey og Shon Eilenstein. Farnir: Adam Spanich. KR: Komnir: Chris Woods, Trevor Diggs og Josh Murray. Farnir: Chris Woods. Chris Woods Farinn frá KR Njarðvík: Komtiir: Brandon Woudstra. Farnir: Enginn .fljE* Snæfell: Komnir: Corey Dickerson, Dondreli Whitmore og Ed Dotson. Farnir: Enginn. Tindastóll: Komnir: Clifton Cook, Carlton Brown, Nick Boyd og Adrian Parks. Einn líklega á leiðinni. Farnir: Carlton Brown og Adrian Parks. Þór Þ.: Komnir: Billy Dreher, Raymond Robins, Leon Brisport, Robert Hodgson og Nate Brown. ■<: Farnir: Rayrnond Robins og Billy Dreher. Samtals: 33 komnir, 10 farnir Það virðast ekki allir Bandaríkjamenn vera á sama máli um ágæti íslands. Yfirmenn varnarmála sjá hlutina í það minnsta ekki í sama ljósi og körfubolta- menn í henni Ameríku. Herinn vill bnrt en Ken- nrnir befe aldrei verið fleiri í körhinni en nú Það má ljóst vera að bandarískir körfuknattleiks- menn binda bagga sína ekki sömu hnútum og landar þeirra sem stýra varnarmálum landsins. Á meðan Donald Rumsfeld og félagar róa að því öllum árum að koma hernum á brott frá Keflavík, og það helst í gær, flykkjast körfuknatt- leiksmenn frá henni Ameríku til landsins í miklum mun stærri stíl en áður hefur þekkst. ÍÞRÓTTALJÓS Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@dv.is Körfuknatdeikssamband íslands setti ný lög fyrir tímabilið sem gera það að verkum að félög í Intersport- deildinni mega hafa eins marga Bandaríkjamenn og þau vilja i sínum röðum, svo framarlega sem launakostnaður þeirra fari ekki yfir launaþak sem sambandið setti. Hér áður fyrr máttu félögin aðeins vera með einn leikmann frá Banda- ríkjunum en það er alveg greinilegt að félögin em ánægð með þetta því að þau hafa hreinlega faðmað regluna að sér, flutt inn Bandaríkjamenn í ílugvélaförmum og það er teljandi á þumalputta vinstri handar liðið sem er aðeins með einn Bandaríkjamann. Njarðvík hefur verið með sama Banda- ríkjamanninn, Brandon Woudstra, í allan vetur og Breiðabliksmenn gera þó betur. Þeir hafa verið með tvo Kana á mismunandi tíma en þeir em nú án Bandaríkjamanns þar sem báðir þeirra menn hafa hrökklast vestur um haf, meiddir. Þórsarar stórtækastir Þórsarar í Þorlákshöfn hafa verið manna stórtækastir í inn- flutningnum. Þeir hafa fengið til sín fimm Bandaríkjamenn og hefðu sjálfsagt getað stofnað setulið í Þorlákshöfn þegar best lét. Liðum eins og Þór er þó vorkunn því að uppaldir leikmenn eru af skornum skammti og Þorlákshöfn verður seint sökuð um að hafa mikið aðdráttarafl fyrir stráka úr Reykjavík og nágrenni. Sauðkrækingar eru litlir eftirbátar Þórsara með fjóra en tveir þeirra eru farnir af landi brott. Kristinn Friðriksson, þjálfari Tindastóls, sagði þó í samtali við DV Sport í gær að hann ætlaði sér að fá einn Bandaríkjamann til viðbótar þannig að þeir gætu vippað sér upp að hlið Þórsara á toppi inn- flutningslistans. Það er þó nóg eftir af tímabilinu og alls óvíst hvort fleiri leikmenn eiga ekki eftir að birtast á Bandarískir leikmenn í úrvalsdeild karla 33 Mikil ánægja með Darrel Darrel Lewis hefur slegið i gegn hjá Grindavík enda frábær leikmaður þar á ferðinni. Hann er einn af 33 bandariskum leikmönnum sem hafa spilað i Intersport-deild karla i vetur. 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 1990 Keflavíkurflugvelli áður en yfir lýkur. Þegar best hefur látið hafa þrír af leikmönnum í byrjunarliðum félaga f deildinni verið erlendir, annað hvort af bandarísku eða evrópsku bergi brotnir, og spurning hvort það sé hollt fyrir íslenskan körfuknattleik til lengdar. Valur vildi enga útlendinga Hinn gamalreyndi Valur Ingimundarson, sem stýrir Skalla- grími í 1. deild, vildi losna við alla útlendinga úr deildinni í fyrra og sagði þá koma í veg fyrir að góðir íslenskir leikmenn tækju frumkvæði og ábyrgð í sínum liðum. KKÍ hefur heldur betur hlustað á Val og tekið mark á honum því að þeir fóru í þveröfuga átt við það sem hann sagði, leyfðu fleiri útlendinga og kölluðu yfir sig holskeflu af Bandaríkjamönnum. Mér fyrir mitt leyti finnst gaman að horfa á góða bandaríska leikmenn spila í deildinni og tel að þeir séu nauðsynlegir til að lífga upp á hana. Þeir sem hafa komið hingað í vetur hafa verið eins misjafnir og þeir hafa verið margir og nokkrir þeirra fengu farmiða heim til Bandaríkjanna fyrir jólin - en aðeins aðra leiðina. Það vekur hins vegar spurningar þegar lið eru komin með tvo eða jafnvel þrjá Bandaríkjamenn hvort menn séu að sníða sér stakk eftir fjárhagslegum vexti eða hvort ævintýramennskan hafi tekið völdin hjá sumum forráðamönnum félaganna. Aðsókn á leikina í Intersport-deildinni hefur ekki verið meiri en undanfarin ár, þrátt fyrir þennan mikla fjölda Banda- ríkjamanna sem ættu, ef allt væri eðlilegt, að gera deildina mun sterkari. Það er vissulega áhyggjuefni, sérstaklega fyrir þau félög sem vonuðust til að áhorfendafjöldinn myndi aukast í samræmi við fjölda Bandaríkjamanna í liðinu. Her en samt ekki Það er þó fagnaðarefni að bandarískir körfuknattleiksmenn skuli lfta á ísland sem fyrirheitna landið. Það hefur efláust hlotið góða kynningu vestan hafs sem hluti af bandalagi hinna „staðföstu þjóða", eins og Davíð Oddsson orðaði það á sinn einstaka hátt, og það hefur, að Þeir sem hafa komið hingað í vetur hafa verið eins misjafnir og þeir hafa verið margir og nokkrir þeirra fengu farmiða heim til Bandaríkjanna fyrir jólin - en aðeins aðra leiðina. öllum líkindum, átt sinn þátt í því að þeir koma hingað í stríðum straumum, jafnvel þótt launin séu lægri en áður hefur þekkst hér á landi. Það væri þó óneitanlega svolítið skemmtilegt ef við stæðum síðan uppi eftir allt saman - þrátt fyrir allar tilraunir Rumsfelds og Bush til að flytja herinn af landi brott - með heilan her sem samanstæði af bandarískum körfuknattleiksmönn- um, að vísu ekki gráum fyrir járnum en bandarískum samt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.