Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 20
20 FlMMYÚDAGuVé. 'jAtíÚAð 'lÓÖh Fokus DV Frosti í frí „Já, það er rétt að ég verð ekki á X-inu á næst- unni,“ segir Frosti Logason, dagskrárstjóri X-ins 977 og gítarleikari rokkhljómsveit- arinnar Mínuss. Frosti hef- ur starfað á X-inu í nokkur ár og síðustu misseri gegnt stöðu dagskrárstjóra við ágætan orðstír. Velgengni hljómsveitar hans er nú far- in að koma niður á vinn- unni í útvarpinu. „Ég tek mér leyfi frá störfum um óákveðinn tíma frá og með 22. janúar næstkomandi þegar túr Mínuss um Bretland hefst," —segirFrosti.-Eins og kunn--------- ugt er hefur Mínus gert samning við stóríyrirtækið Sony um útgáfú plötunnar Halldór Laxness. Velgengni þeirrar plötu heldur þar með áfram en á dögunum var hún valin plata ársins 2003 hér í DV og í flestum öðrum miðlum sömuleiðis. Hver tekur við dagskrár- stjórastaríinu ífjarveru . þinni? „Ég hef nú bara ekki spurt að því enn. Ég veit hins vegar að Stjáni 3000 hefur lýst yfir áhuga og hyggst sækjast eftir stöð- unni," sagði Frosti að lok- um en aðrir líklegir kandít- ar í starfið eru þeir Matti og Andri sem starfa þegar á stöðinni. Frosti á X-inu Tekur sér pásu frá útvarpinu til að einbeita sér að landvinn- ingum hljóm- sveitarinnar Minus. Fyrsti stóri leikurársins Destruction Derby Arenas kemur út fyrir PlayStation 2 í dag og er hann sagður fyrsti stóri leik- ur ársins. Destruction Der- by leikirnir hafa verið gríð- arlega vinsælir í gegnum tíðina og hafa selst í meira en þremur milljónum ein- taka. Nú er kominn sá íjórði í röðinni og jafnframt sá fyrsti sem er gerður fyrir PlayStation 2. Hér gildir bæði að koma fyrstur í mark Tölvuleikir og einnig að rústa bflum andstæðinganna með því að keyra á þá frá öllum hlið- um. Brautir leiksins eru margar og mjög fjölbreyttar, keyrt er í gegnum spilavítis- borg, flugvöll, Kínahverfí og margt fleira. Þar fyrir utan eru hinar vinsælu skálar (bowls) þar sem mörgum bflum er att saman í hring og er takmarkið að skemma bfla andstæðinganna. í leiknum eru 14 mismun- andi gerðir bfla sem alla er hægt að skemma á mjög raunverulegan hátt. 1-4 geta spilað leikinn á marga mis- munandi vegu, en þar fyrir utan er hægt að spila Destruction Derby Arenas á netinu með allt að 15 öðr- um, en til þess þarf netkort í PlayStation 2 tölvuna. Bíóhúsin frumsýna tvær myndir um helgina, sem báðar eiga það sameiginlegt að fjalla um kennslukonur. Sambióin eru með myndina In the Cut, en Regnboginn og Smárabíó byrja með Mona Lisa Smile Starfshættir kvennanna eru þó ólíkir. í Mona Lisa Smile leikur Julia Roberts kennslukonu sem kennir í bandarískum háskóla um miðja síðustu öld. í fyrstu hrífst hún af greind kvenkyns nem- enda sinna, en verður svo fyrir áfalli þegar hún kemst að því að þeirra helsta takmark í lífinu er að giftast og verða húsmæður. Hún hefur því kven- frelsisbaráttu kvenna innan skólans í trássi við yf- irvöld. í In the Cut leikur Meg Ryan enskukennara sem fer með nemendum sínum á skuggalega bari, og sefur hjá harðskeyttum lögregluþjónum með yfirvaraskegg. Verra er að einhver af mönnunum í lífi hennar gæti verið fjöldamorðingi. Svo virðist sem margir leikstjórir séu haldnir hugarórum gagnvart kennslukonum, ef marka skal verk þeirra, og eru þeir af ýmsum toga. Sum- ar þeirra syngja dátt í Ölpunum meðan Nasistar leggja Evrópu að fótum sér, aðrar stelast út á kvöldin til að eiga í vafasömum ástarsambönd- um. Hér er stutt yfirlit um raunir þeirra á hvíta tjaldinu: I.The King and I (1956) Ekkja fer til Tælands til að siðmennta börn kóngsins. Ekki er seinna vænna, því árið er 1860 og Evrópuþjóðirnar í þann mund að fara að sið- mennta allan heiminn með fallbyssubátum sín- um. Gert er stólpagrín að siðum þessarar fornu menningarþjóðar inn á milli söngatriða, og kennslukonan afþakkar að vera innvígð í kvenna- búr konungs, þrátt fyrir að vera pínu skotin í hon- um. Einnig endurgerð sem Anna and the King árið 1999, og sem Disney teiknimynd. 2. The Sound of Music (1965) Móðir allra kennslukvennamynda. Julie Andrews hefur alltaf langað til að vera nunna, en kemst síðan að því að það er ekki jafn mikið fjör og hún hafði vonast eftir. Hún lendir í vandræð- um, og er send til sjóliðsforingja að hugsa um börnin hans, og þau fella brátt hugi saman. Hún kennir krakkaskaranum að syngja, og heimilisfólk lærir að gleðjast yfir hlutum eins og regni í glugga- körmum. Minni gleði vekur hins vegar innrás Nasista. 3. Looking for Mr. Goodbar (1977) Diane Keaton er ekki í miklum nunnuhugleið- ingum í þessari mynd. Á daginn kennir hún heyrnarlausum krökkum, en á kvöldin leitar hún að kynlífi og eiturlyfjum á börum New York borg- ar. Hún kemst í feitt þegar hún pikkar upp Ric- hard Gere, en verr fer þegar hún nær í hin geð- sjúka Tom Berenger, sem veldur henni fyrst von- brigðum þegar hann nær honum ekki upp, og svo aftur þegar hann stingur hana til bana með hníf. 4. A Night in Heaven (1983) Lesley Ann Warren er önnur kynferðislega frústreruð kennslukona, sem er gift hinum ástríka en bælda Robert Logan. Hún eyðir því frístundum í að horfa á karlastripp, og það kemur henni held- ur betur á óvart þegar kemur í ljós að einn helsti stripparinn, Rakettu Rikki (Ricky the Rocket},-er enginn annar en einn af treggáfaðri nemendum hennar. Hún fellur kylliflöt fyrir honum, en fær smám saman samviskubit gagnvart hinum ástríka en þó enn bælda eiginmanni. 5. Lust och fagring stor (1995) „Han var elev. Hon hans lárarinna. Deras kárlek var förbjuden,“ eins og segir á plakkatinu.Viola er 37 ára gömul og gift Kjell, sem á sér þau helstu áhugamál að vera fullur og halda framhjá. Hún hefur því samband við hinn 15 ára gamla Stig, en verður afbrýðisöm þegar hann fer að sýna jafnöldru sinni álruga. Svíarnir samir við sig. 6. Dangerous Minds (1995) Kennslukonunni Michelle Pfeiffer tekst að komast í gegnum myndina án þess að sofa hjá einum einasta nemanda, enda fyrrverandi land- gönguliði og hörð af sér. Hún lætur heldur ekki undan freistingunni að grípa til vopna í tímum, ólíkt málaliðanum Tom Berenger í The Substitute sem tekur kennsluna mun fastari tökum, með þeim afleiðingum að ófáir nemendur hans láta líf- ið. Breytingaskeið? Sigríður Jónsdóttir spyr. „Tíkin mín er sex ára og hefur alltaf hegðað sér mjög vel. Undanfar- ið hefur hún hins vegar byrjað á þeim ósið að pissa innandyra. Það er eins Dýralæknir og hún ráði ekkert við þetta. Kunn- ingi minn sagði mér að hún gæti ver- ið komin á breytingaskeiðið. Ég hef aldrei heyrt um slíkt en getur verið eitthvað til í því?“ Guðbjörg svaran „Það er ekki óalgengt að tíkur sem teknar hafa verið úr sambandi fái þvagleka. Það er hægt að gefa þeim lyf við þessu. Einnig er mögu- leiki að þvagfærasýking valdi þess- ari hegðun. Mér fínnst full ástæða til að láta dýralækni iíta á tíkina og mæli með því að þú takir með þér þvagprufu. “ Kattafár Guömundui Jónasson spyr: „Dóttir mín eignaðist fjögurra vikna kettling á dögunum. Hvenær er við hæfi að sprauta hann gegn katta- fári? Þarf hann síðan að fara reglu- lega í sprautu?" „Það er mælt meðþvíað kettling- ar séu bólusettir þegar þeir eru á bil- inu átta til tólf vikna. Síðan þarf að endurtaka bólusetninguna að fjórum vikum liðnum. Eftir það eru kettir bóiusettir árlega og fara gjarna í ormahreinsun íleiðinni. “ Heimilisköttur Hvenær er við hæfi að sprauta hann gegn kattafári?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.