Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Qupperneq 9
DV Fréttir
9
Hass í hjól-
börðum
Þrír menn voru í gær úr-
skurðaðir í tveggja vikna
gæsluvarðhald vegna gruns
um smygl á verulegu magni
af hassi. Hassið barst til
landsins í desember í vöru-
sendingu frá Danmörku og
voru fíkniefnin falin í hljól-
börðum. Hassið fannst við
hefðbundið tollaeftirlit. í
fyrradag vitjaði maður
sendingarinnar og var hann
og þrír aðrir handteknir.
Einum var sleppt, en þrír
menn á aldrinum 20 til 50
ára voru úrskurðaðir í
gæsluvarðhald. Málið er á
viðkvæmu stigi og verst lög-
regla allra frétta af rann-
sókninni og vill ekki gefa
upp magn fíkniefnanna en
ljóst er þó að það er veru-
legt.
Prinsarnir
bera vitni
Sarah Ferguson, her-
togaynja af York, kveðst
orðlaus yfir uppljóstrunum
um að Karl Bretaprins hafi
haft (hyggju að ráða
Díönu prinsessu af dögum.
„Þessi tíðindi skelfa mig og
ég er orðlaus yfir þessu,“
sagði Sarah í sjónvarpsvið-
tali í Bandaríkjunum.
Fregnir þessa efnis birtust
í breska dagblaðinu Daily
Mirror í fyrradag. Þar var
greint frá bréfi sem
prinsessan skrifaði
nokkrum mánuðum fyrir
dauða sinn en í því kemur
fram að hún óttaðist ráða-
brugg af hálfu Karls.
Opinber rannsókn á
dauða Díönu prinsessu er
hafin í London. Rannsókn-
in verður afar umfangsmik-
il og margir verða kallaðir
til, þar á meðal Karl prins
og synir hans tveir, Vil-
hjálmur og Harry.
Mikill áhugi á
mannáti
Réttarhöldin yfir þýsku
mannætunni og forritaran-
um Armin Meiwes, halda
áfram í Þýskalandi en hon-
um er gefið að sök að
drepið og borðað hinn 43
ára gamla
Bernd-Iuergen
Brandes í mars
1991. Armin ber
fyrir sig að
fórnarlambið
hafi tekið þátt í
veislunni með
fullum vilja.
Komið hefur í ljós við
réttarhöldin að Armin er
ekki einn um áhuga sinn á
mannakjöti. Yfir 800 vef-
síður eru tileinkaðar efn-
inu og í tölvu hans fundust
gögn sem staðfestu að alla-
vega 80 aðrir aðilar sýndu
mannáti mikinn áhuga.
Kínverjinn Pang hefur verið þátttakandi í æsilegri sögu sem birst hefur i brotum á
siðum DV. Sagan hefur verið harmsaga í samfélagi Kinverja á íslandi. Lýst hefur ver-
ið eftir Pang, hann verið þjófkenndur og eltur af lögreglu. Sama dag og DV greindi
frá þvi að Pang væri leitað af lögreglu var birt mynd af honum á baksiðu sama blaðs
i hópi matargesta Hjálpræðishersins um jólin, ásamt Ólafi Ragnari og Dorrit.
Týndi Kínverjinn Pang fannst á
baksíðu DV í fyrradag. Hann hefur
verið í felum ásamt tveimur félögum
sínum eftir að hann flýði ffá at-
vinnurekanda si'num, Línu Jia sem
rekur kínverska nuddstofu í Kópa-
vogi. Pang ákvað að flýja eftir að
hann komst að því að há fjárhæð
hafði verið lögð inn á bankabókina
hans. Samkvæmt heimildarmanni
DV er um allt að sex milljónir króna
að ræða. Pang er talinn hafa tekið
umtalsverða upphæð út úr bókinni
án vitundar Línu og lét sig hverfa
ásamt tveimur nuddurum af stof-
unni. Þeir höfðust svo við á Hjálp-
ræðishernum og fóru huldu höfði í
tvo mánuði, þar til ævintýraleg at-
burðarrásin leiddi til þess að hann
sást á baksíðu DV í mat með forseta
íslands á Hjálpræðishernum.
Nuddstofa Linu Jia Milljónirlagðarinn á
reikning Pang.
Flutti inn Kínverja til landsins
Lína Jia hefur flutt Kínverja hing-
að til landsins og veitt þeim vinnu.
Samkvæmt heimildum DV hefur
hún meðal annars látið tvo kín-
verska kokka skrifa undir samning
þar sem þeir afsöluðu sér þriðjungi
launa sinna til hennar í eitt ár. Eftir
að Lína komst að því að Pang var
horfinn setti hún auglýsingu í
Fréttablaðið, þar sem lýst var eftir
týndum Kínverja og fundarlaunum
heitið. Dóttir hennar, Sesselja Elsa,
öðru nafni Xibei Zhang - sigurvegari
í píanókeppni EPTA sem haldin var í
Salnum í Kópavogi á dögunum -
lýsti yfir áhyggjum sínum vegna
yoti«Wtílwri
itóísft.-
iS&ssssss------
yHW#***
LÖGRtGLftN
RANNSAKftR
DUUUffUU-'
. WANNSHVARf
huomwnhWSSS
Forsetinn á Hjálpræðishernum Borðaðl jöiamal-
iröld
| \ *
\ 9*9"^
ií þ*"., (rf«o l
if M> !•» K-X- >*•: f*«: jfo-
?SS • KOMPUOePRÓFAÐU, BYKJAeUNÝrrÚFI
Einsdæmi í fjölmiðlasögunni? Fáheyrt er að greint sé frá dularfullu hvarfi manns á forsiðu
en sami maður birtist siðan á baksiðu sama tölublaðs og það með þjóðhöfðingja landsins í
jólaboði.
hvarfs Pang. „Hann týndist úr vinn-
unni og við höfum ekki séð hann í
viku," sagði hún í frétt DV sem birt-
ist 13. desember.
Pang borðaði með forseta-
hjónunum
Nokkrum dögum síðar sagði Xibei
Zhang að Pang væri kominn í leitirn-
ar. „Hann er fundinn," sagði Xibei og
bætti við að málið hefði allt verið
byggt á misskilningi. Lína Jia, móðir
Xibei, hafði hins vegar allt aðra sögu
að segja. Hún sagði að Pang væri enn
týndur og að hún hefði ekki séð hann
í margar vikur. Þá kom einnig fram að
tveir aðrir Kínverjar höfðu flúið með
Pang. Málið varð sífellt flóknara og
30. desember tilkynnti hafnfirsk kona
lögreglunni í Kópavogi að uppáhalds
nuddarinn hennar, Pang, væri horf-
inn.
I millitíðinni hafði Lína kært
Pang til lögreglunnar fyrir að hafa
stolið nokkur hundruð þúsundum
úr skrifborðinu hjá sér. Lögreglan
var komin í málið en leit ekki svo á
að um mannshvarf væri að ræða.
„Við förum í þetta mál á fullu og bú-
umst við því að hafa uppi á honum,“
sagði Eiríkur Marteinn Tómasson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópa-
vogi, í frétt DV 6. janúar. Daginn eft-
ir kom saklaus frétt á baksíðu DV
upp um dvalarstað Pang. Hann sást
á hópmynd með forsetahjónunum
sem höfðu borðað jólamáltíð á
Hjálpræðishernum.
í fyrsta skipti í fjölmiðla-
sögunni
Fjölmargir lesendur bentu á að
Pang væri á baksíðu sama blaðs og
greint var frá því að hann væri eftir-
lýstur af lögreglu. DV bað því sér-
fræðinga landamæradeildar lögregl-
unnar í Keflavík um að skera úr unt
hvort um sama mann væri að ræða.
Niðurstaða sérfræðinganna var að
maðurinn á baksíðunni væri að öll-
um líkindum ekki Pang. Lögreglan í
Kópavogi komst hins vegar að því,
með því að bera saman passamynd-
ir, að Pang væri í raun maðurinn á
myndinni, en ekki annar félaga
hans. Ekki er vitað til þess að for-
dæmi séu fyrir því í fjölmiðlasög-
unni að eftirlýstur maður á forsíðu
blaðs komi í leitirnar með tilstilli
ótengdrar myndar á baksíðu sama
tölublaðs.
Sáttafundurinn fór út um
þúfur
Eftir að Lína komst að því að
Pang væri fundinn komst skriður á
málið. Fjölskylda Línu hafði sam-
band við blaðamann DV til að
skipuleggja sáttafund milli hennar
og Pang. Ekkert varð af fundinum
því tíu mínútum áður en af fundin-
um varð hafði lögreglan sótt Pang
og félaga hans tvo til yfirheyrslu.
Pang var sleppt að þeim loknum og
segir Eiríkur Marteinn Tómasson
hjá lögreglunni í Kópavogi að eng-
ar sannanir lrafi komið fram sem
bendli Pang og félaga við stuldinn.
Hann sagði einnig að Pang teldi sig
eiga inni miklar fjárhæðir hjá Línu
vegna vangoldinna launa. Þá var
einn af þremur starfsmönnum
Línu ekki með atvinnuleyfi og
verður honum trúlega vísað úr
landi.
_ Pang i jólaboði
Hjalpræðíshersins
Færustu sérfræðingar
löreglunnar i LeifsstÖd
úrskurðuðu fyrir DV ad
madurinn lengst til vinstri
væri ekki Pang ó forsídu.
Lögreglan i Koavogi var á
ödru máli og sótti hann til
yfirheyrslu á Herkastalann.
Fjölskylduharmleikur
Lína Jia er hluti af stórri kín-
verskri fjölskyldu sem hefur haslað
sér völl hér á landi. Bróðir Línu rek-
ur nuddstofu á Skólavörðustíg og
eiginmaður systur hennar er svo
með fjölda Kínverja í vinnu í Kefla-
vík. Lína hefur áður komist í kast við
lögin þegar hún lenti í átökum við
fyrrverandi eiginmann sinn. Fjöl-
skyldan er af góðum ættum í Kína og
hafa atburðir síðustu vikna verið
afar erfiðir fyrir fjölskylduna og sært
stolt hennar.
Lögreglan mun halda áfram að
rannsaka kæru Línu Jia vegna dular-
fulla peningahvarfsins úr skrifborð-
inu en Pang er nú frjáls ferða sinna
og trúlega nokkrum milljónum rík-
ari. Hann vildi ekki koma í viðtal hjá
DV í dag en er víst ánægður með að
málinu skuli vera lokið.
simon@dv.is