Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 Fréttir DV Dýrveisla Ólafs Ragnars Veisla sem Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti, hélt til heiðurs forseta Þýskalands í sumar kostaði 3.6 milljón- ir króna eða rúmar 14 þús- und krónur á hvern gest. Ungir jafnaðarmenn gagn- rýna þennan mikla kostnað og telja að vel hefði verið hægt að halda sómasam- lega veislu á ódýrari máta. Yfir 200 manns var boð- ið til veislunnar sem fram fór í Perlunni. Þar á meðal var fyrirfólk úr íslensku þjóðlífi, ýmsir aðilar sem tengjast samskiptum við Þýskaland ásamt íylgdarliði þýska forsetans. Gott ár hjá Vímulausri æsku Fjölmargir aðilar sóttu aðstoð og námskeið til sam- takanna Vímulaus æska á síðasta ári. Fjögur þúsund manns notfærðu sér neyð- arsíma samtakanna sem hefur verið starfræktur síð- an 1986. Námskeiðahald var vel sótt allt árið en Vímulaus æska býður árlega upp á forvarnarnámskeið fyrir unglinga og önnur námskeið ætluð foreldrum. Á árinu tók til starfa Stuðningsmeðferð fyrir ungt fólk en það er sérstaklega ætlað fólki sem kemur úr lang- tímameðferð. Meðferð þar fer eftir þörfum hvers og eins sem á þarf að halda. Bílvelta í Norðurárdal Bflvelta varð í Norðurár- dal um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglu mun öku- maður bifreiðarinnar hafa misst stjórn á henni í mik- illi hálku og hvössum vindi. Ökumaðurinn var einn á ferð og slasaðist ekki við óhappið. Listaskólum mismunað „Hljóta allir að sjá að hér er um hrópandi mis- munun að ræða í framlög- um til listaskóla í bæjarfé- laginu," segir Magnús Reynir Guðmundsson, bæjaráðsmaður á ísafirði, sem leggur til að bæjarsjóð- ur styrki Listaskóla Rögn- valdar Ólafssonar með 5 milljónum króna. Magnús segir Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar hafa sannað tilverurétt sinn þau tíu ár sem skólinn hafi starfað. Skólanum séu ætl- að 2,5 milljóna króna fram- lag á meðan Tónlistarskóli ísafjarðar fái rúmar 53 milljónir. Bæjaráð vill skoða til- lögu Magnúsar samhliða endurskoðun á aðkomu bæjarins að tónlistarnámi og öðru listnámi. Ævareiðir foreldrar vilja endurgreiðslu frá bandarísku fyrirtæki sem lofar frægð og frama í tískuheiminum, og saka það um að standa ekki við gefin loforð. Fyrir- sætuskrifstofa hér á landi segir að verið sé að spila á ljótan hátt með væntingar og vonir ungra stúlkna. Ung stúlka lætur vel af ferð sinni á vegum fyrirtækisins. Hef aldrei lofaö frægö og frama „Ég ætla að leita réttar míns. Þetta er bara pen- ingaplokk", segir áhyggjufullur faðir, en þrjár dætur hans ætluðu að leita að frægð og frama í tískuheiminum í New York, í hópferð þann 24. febrúar næstkomandi á vegum fyrirtækisins „Focus Talent" sem þrívegis hefur komið hingað til lands í leit að fyrirsætum. Býðst áhugasömum fimm daga ferð tií New York, þar sem teknar eru myndir og komið á fundum með fólki sem á að vera áhrifafólk í tískuheiminum fyrir 120 þúsund krónur. „Þetta er svikamylla. Við þurftum að borga hótelið sjálf fyrstu nóttina, myndirnar voru amatörlegar og hittum ekkert áhrifafólk í tísku- heiminum. Auk þess var mýmargt annað sem ekki var staðið við“, segir stúlka sem fór í slflca ferð með Focus Talent, en vildi ekki koma fram undir nafni af skömm yfir að hafa fallið fyrir gylliboðun- um. Jennifer Porter, starfsmaður fyrirtækisins, hélt fund í gær með áhyggjufullum foreldrum í gömlu kaffistofu Stálsmiðjunnar við Mýrargötu. „Elsta dóttir mín greiddi fyrirfram fullt gjald úr eigin vasa fyrir sig, 120 þúsund krónur, en mér var lofað afslætti fýrir hinar tvær, og greiddi ég 60 þúsund fyrir hvora þeirra. Síðan þá hefur ekki ver- ið staðið við neitt. Jennifer ætlaði að koma í nóv- ember og desember en lét aldrei sjá þig. Það átti að vera ljósmyndataka og prufur, en ekkert gerð- ist", segir faðirinn sem vill ekki láta nafns síns get- ið vegna dætra sinna þriggja. Honum hefur verið neitað um endurgreiðslu, og hefur því fengið sér lögfræðing. „Þetta er allt saman misskilningur", segir Jennifer Porter. „Það er auðvitað ekki hægt að gera alla ánægða, en flestir eru það. „Ég hef aldrei lofað neinum frægð og frama. Staðreyndin er að aðeins ein af hverjum tveimur milljónum stúlkna ná frama sem fyrirsætur. Þetta er hugsað sem tækifæri til að fá nasasjón af fyrirsætubransanum og hafa gaman af ferðinni og njóta hennar. Við erum ekki umboðsskrifstofa, ég tek það skýrt fram. Flestir hafa verið mjög ánægðir með þessar ferðir", segir Jennifer, sem er ein af fimm starfs- mönnum fyrirtækisins. Það hefur vakið upp spurningar margra að fundurinn í gær skyldi haldinn í hrörlegri kaffi- stofu í stálsmiðju og'fyrirtækið sjálft finnst hvergi á internetinu. „Vefsíðan liggur niðri eins og er“, segir Jennifer. Hún segir að þrjár íslenskar fyr- irsætur hafi fengið samninga við fyrir- sætuskrifstofur, en man ekki full nöfn þeirra. „Ein þeirra heitir Matthildur að fornafni". Perla Benediktsdóttir, 16 ára, fór í slíka ferð á vegum Focus Talent. „Þetta var hreint og beint æðislegt. Ég trúi ekki einu orði af þessu sem er sagt vont um þetta", segir Perla. „Við fórum á göngunámskeið, í mynda- töku, og í kokteilpartý þar sem við hittum fólk frá módel- skrifstofum og það voru nokkrir sem fengu samning. Ég ætla að fara aftur í ferðina núna í febrúar". „Ég hef ekki góðar sögur um þetta að segja, því miður", segir Bjarney Lúðvíksdóttir, deildarstjóri hjá Casting, sem hefur fengið heilmargar fyrirspurnir um Focus Talent Agency. „Þannig er það bara að til þess að vera módel þarftu að hafa ýmislegt með þér útlitslega, en þarna er verið að spila á ljótan hátt með vænting- ar og vonir ungra stelpna. Ég ráðlegg fyrst og fremst foreldrum að hafa samband við okkur og fá upplýsingar og leyfa okkur að útskýra hvað það þýðir að verða módel", segir Bjarney. brynja@dv.is Jennifer Porter, um- boðsmaður Focus Talent „Þetta er allt saman misskilningur. Tilgangur ferðanna er að fá nasasjón affyrir- sætubransanum og hafa gaman afferðinni og njóta hennar". Díana prinsessa, Part 759 Þar sem Svarthöfði lá í rólegheit- um heima hjá sér í gær og maulaði ostapoppkorn úr skál meðan hann flakkaði milli rása á gervihnattasjón- varpinu sínu, fóru skyndilega að berast honum að augum og eyrum fréttir utan úr hinum stóra heimi sem snerust um nýja réttarrannsókn sem hafin er í Bretlandi á afdrifum Díönu Spencer Windsor, prinsessu af Wales. Og útlit fyrir að allir íjöl- miðlar verði þá á næstunni uppfullir af fréttum af þessari rannsókn, af prinsessunni og hennar dapurlegu ævi, samböndum hennar við hesta- sveina vítt og breitt um heiminn, um geðvonsku Karls prins og ást hans á Camillu Parker-Bowles, og þannig áfram út í það óendanlega. Og þá setti að Svarthöfða svo óendanlegan leiða að meira að segja ostapoppið missti allt sitt bragð og Svarthöfði varð að leggja frá sér skál- ina ennþá hálffulla og hefur ekki Svarthöfði snert á henni enn. Svarthöfði þolir vissulega hæfi- legan skammt af fréttum af Dfönu prinsessu. Annaðhvort væri nú, því- líkt magn sem steypst hefur yfir hann og heimsbyggðina alla síðustu áratugina, eða allt frá því að stúlkan glaptist til að giftast Karli prins fyrir rúmum tuttugu árum. Vissulega hefur byggst upp bak við grímu Svarthöfða ákveðið þol gagnvart fréttum af blessuðu hróinu. En eigi að síður var Svarthöfði að vona að nú væri brátt nóg komið. Því satt að segja hefur sennilega aldrei í sögu vestrænnar fjölmiðlunar verið eytt jafn miklu bleki, tíma og ljósvaka í að segja jafn ítarlega frá manneskju sem hefur jafn lítið til brunns að bera og einmitt Díana Spencer Windsor. Hún hefur verið gerð hálf- eða al- heilög manneskja, nánast dýrlingur, og það kæmi Svarthöfða ekki á óvart þótt fréttir færu brátt að berast af kraftaverkum sem hún á að hafa gert, læknað sjúka og svo framvegis. Og þótt Svarthöfði sé rólyndis maður verður hann að viðurkenna að það vekur honum ákafa reiði að sjá svo miklum tíma og púðri eytt í jafn hæfileikasnauða mannveru. Með þessu á Svarthöfði ekki við að Díana Spencer Windsor hafi ver- ið slæm manneskja. Það var hún ef- laust ekki. Hún var bara sár venjuleg stúlkukind sem lenti í aðstæðum sem hún réð ekki við. Það var sorg- leg saga sem vissulega var ástæða til að segja. En fer nú ekki bráðum að verða komið nóg? Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.