Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 25
T FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 25 DV Sport Grease í boði Þórsara Rekstur knattspymu- deildar Þórs á Akureyri hefur verið þungur undanfarin ár eins og víða. Liðið hefur síðan mátt þola að lykilmenn hafa yfirgefið herbúðir félagsins á síðustu misserum. Forráðamenn félagsins hafa þrátt fyrir það ekki lagt árar í bát heldur hyggjast herða róðurinn í þeirri von að koma rekstrinum í rétt horf. Óhætt er að segja að þeir fari ótroðnar slóðir í þeim efnum því í febrúar verður hin gríðarvinsæla sýning, Grease, sett upp á Akureyri fyrir tilstilli knattspyrnudeildar Þórs. Stefnt er á tvær sýningar en ef aðsókn verður góð verður þriðju sýningunni hugsanlega bætt við. Tenden kemur ekki aftur Norski framherjinn Steinar Tenden mun ekki leika með KA í Lands- banka-deildinni næsta sumar. Stjórn KA tók þá ákvörðun að fá Tenden ekki aftur til íslands eftir að þeir höfðu samið við Jóhann Þórhallsson. KA- menn vonast aftur á móti til að Daninn Ronni Hartvig spili með þeim á ný næsta sumar. Ljóst er að KA mun fá sér nýjan markvörð fyrir næsta tímabil og hugsanlega verður einnig fenginn miðjumaður til þess að fylla það skarð sem Þorvaldur Makan Sigbjörnsson skildi eftir sig. Eru KA-menn að leita fyrir sér í Danmörku þessa dagana að markverði og hugsanlega miðjumanni. Gaui vill leik- mann Stoke Guðjón Þórðarson, stjóri Barnsley, reynir þessa dagana að lokka til sín framherjann Chris Iwelumo sem spilar með hans gamla félagi, Stoke City, og þekkir Guðjón þvf vel til kappans. Guðjón er þó ekki einn um að hafa áhuga á Iwelumo því Aberdeen, Peterborough, Yeovil, Swindon og Huddersfield eru öll spennt fyrir því að fá Iwelumo í sínar raðir. Enginn vildi þjálfa Fylki/ÍR Kvennalið Fylkis/ÍR f RE/MAX- deildinni í handbolta var á þriðjudagskvöld dregið úr keppni. Ástæða þessarar sorglegu ákvörðunar er sú að enginn fékkst til þess að þjálfa félagið. Finnbogi Grétar Sigbjörnsson sagði þjálfarastarfinu lausu 10. desember síðastíiðinn og þrátt fyrir viðræður við ljölda þjálfara fékkst enginn til þess að taka starflð að sér. Því áttu forráðamenn félagsins ekki um annað að velja en að leggja félagið niður svo leikmenn félagsins gætu fundið sér nýtt félag. „Við ræddum við þrjátíu manns um að takaað sér þjálfarastarfið en því miður skiluðu þær viðræður engu,“ sagði Þór Ottesen, formaður Fylkis/ ÍR, í samtali við DV Sport. „Við getum ekki boðið leikmönnum okkar upp á þetta ástand lengur og því var okkur þessi kostur nauðugur svo stelpurnar gætu gengið til liðs við eitthvert annað félag og haldið áfram að iðka íþróttina." Mikil vonbrigði Frá því Finnbogi sagði starfinu lausu hafa Gunnar Magnússon, fyrrum þjálfari liðsins og núverandi þjálfari karlaliðs Víkings, og Stefán Arnarson landsliðsþjálfari séð um æfingarhjá félaginu. Þór hefur lengi barist fyrir þvi' að halda úti kvennaliði. Fyrst hjá ÍR og síðan hjá þessu sameinaða félagi og það voru honurn mikil vonbrigði að dæmið skyldi ekki ganga upp. „Persónulega eru þetta vissulega líka mikil vonbrigði þar sem ég hef lagt mikið á mig til þess að halda starfinu gangandi og það var metnaður til þess að halda starfinu áfram," sagði Þór Ottesen. Félagið á yfir höfði sér 60.000 kr. sekt fyrir að draga liðið úr keppni og spurning hvort það fæst einhvern tímann greitt. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sagði þessa niðurstöðu vera mikil vonbrigði. Engin áhrif á mótið „Vissulega eru þetta mikil vonbrigði og það er alltaf leiðinlegt þegar slíkt gerist. Þetta hefur þó engin áhrif á mótið sem slíkt þar sem leikir liðsins verða einfaldlega felldir niður en þess utan hefur mótið sinn vanagang. Annars er það áhyggjuefni að enginn af þessum fjölda þjálfara sem forráðamenn liðsins ræddu við skuli hafa séð sér fært að taka við liðinu. Það er með hreinum ólíkindum. Það er ekkert við forráðamenn félagsins að sakast í þessum efnum því ég veit að þeir hafa lagt sig fram af heilum hug við að halda starfinu gangandi. Því miður koma slíkir hlutir stundum upp og þá er ekki nóg að hafa mikinn vilja," sagði Einar og bætti Enginn arftaki fannst Finnbogi Grétar Sigbjörnsson þjálfaði liðið til 10. desember. Enginn vildi taka við afhonum. því við að hugsanlega væri von á nýju liði í deildina á næstu misserum. „Ég veit að það er verið að vinna gott starf með kvennahandbolta hjá HK og hver veit nema þeir komi inn í deildina næsta eða þarnæsta vetur,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSI. henry@dv.is Louis Saha alveg brjálaður Tækifæri lífs míns farið Hinn magnaði franski framherji Fulham, Louis Saha, er allt annað en ánægður með forráðamenn Fulham eftir að þeir höfnuðu átta milljóna punda tilboði frá Manchester United í hann. Saha telur átta milljónir punda sanngjarna upphæð en Mohammed Al-Fayed, eigandi Fulham, og Chris Coleman, framkvæmdastjóri félagsins, eru ekki á sama máli og hafa þeir báðir ráðist harkalega að Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, fyrir að gefa Saha undir fótinn. Þeir segja Saha ekki vera til sölu og því eigi Ferguson að sjá sóma sinn í því að láta strákinn í friði. Það finnst Saha heldur ósanngjörn aðferð enda telur hann sig hafa skilað sínu til félagsins og því sé það ekki rétt af forráðamönnum þess að stöðva söluna en hann hefur mikinn áhuga á að leika fyrir United. „Stjórnin hefur staðfest að hún ætli ekki að selja mig. Mér er algjörlega misboðið og átta mig hreinlega ekki á þessu,“ sagði Saha í samtali við franska blaðið L'Equipe í gær. „Átta milljón punda sala á mér hefði verið sanngjörn niðurstaða fyrir alla aðila. Ég fékk þarna fágætt tækifæri til þess að ganga í raðir eins stærsta félags heims. Þetta var stærsta tækifæri lífs míns en nú er það mnnið mér úr greipum þar sem þeir snúa sér nú annað og kaupa annan framherja. Þeir hafa ekki samband eftir hálft ár. Mér flnnst þetta ósanngjarnt þar sem ég hef skilað mínu til Fulham." henry@dv.is I litlu kossastuði Louis Saha hefur ekki mikinn áhuga á að kyssa merki Fulham þessa dagana þviþeir leyfðu honum ekki að fara tilMan. Utd. Fjórtán ára en samt launahæstur Hinn fjórtán ára Freddy Adu er launahæsti leikmaður bandarisku atvinnumannadeildarinnar i knattspyrnu. Reuters Bandaríska atvinnumannadeildin í knattspyrnu birti í gær lista yfir laun leikmanna í deildinni Ungstirnið Adu launahæst Hinn fjórtán ára Freddy Adu, sem samdi við DC United í banda- rísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu í sumar, er launahæsti leikmaður deildarinnar, samkvæmt lista sem forráðamenn hennar hafa geflð út. Adu, sem þykir vera einn sá efnilegasti sem komið hefur fram í knattspyrnuheiminum lengi, fær 500 þúsund dollara á ári og er tölu- vert fyrir ofan næstu menn. Adu fær þó ekki nema 300 þúsund dollara í laun en 200 þúsund dollarar eru eyrnamerktir húsi, bíl og bónusum af ýmsu tagi. Hann er töluvert fyrir ofan næsta mann en það er Josh Wolff, framherji Kansas City, sem er með 419 þúsund dollara í árslaun. Bandaríski landsliðsmaðurinn Landon Donovan, sem leikur með San Jose og sló í gegn á HM 2002, er með 368 þúsund dollara, varnar- maðurinn Eddie Pope hjá MetroStars með 350 þúsund dollara og framherjinn Brian McBride, sem LAUNAHÆSTIR 1. Freddy Adu, DC United 500 2. Josh Wolff, Kansas City 419 3. Landon Donovan, San Jose 368 4. Eddie Pope, MetroStars 350 5. Brian McBride, Columbus 341 6. Chris Armas, Chicago 325 7. John Spencer, Colorado 311 8. Ante Razov, Chicago 300 9. Myung Bo Hung, Los Angel. 290 10. Ernie Stewart, DC United 285 11. Joe-Max Moore, New Engl. 280 12. Tony Meola, Kansas City 264 13. Amado Guevara, MetroSt. 244 14. Darryll Powell, Colorado 240 15. Pablo Maestroni, Colorado 204É 16. Steve Ralston, New Engl. 202 lék eitt sinn með Everton og Preston í Englandi og núverandi leikmaður Columbus Crew, fær 341 þúsund dollara í árslaun. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.