Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004
Fréttir W
Stúlkan á
batavegi
Litla stúlkan sem varð
fyrir voðaskoti á Héraði í
upphafi vikunnar er enn á
gjörgæslu. Þorsteinn Stef-
ánsson, sérfræðingur á
bráðadeild Landspítalans í
Fossvogi, segir hins vegar
að hún sé nú á batavegi.
Sem kunnugt er af frétt-
um varð óhappið með
þeim hætti að stúlkan, sem
er níu ára, var ásamt þrett-
án ára stúlku að leik á
heimili sínu með riffil
heimilisföðursins. Skot
hljóp úr rifflinum og hæfði
hana og slasaðist hún
mjög alvarlega. Stúlkan var
flutt í skyndingu suður til
Reykjavíkur og á bráða-
deild Landspítalans.
Lögreglan á Egilsstöð-
um segir að rannsókn á
málinu hefjist er tök verða
á en fjölskylda stúlkunnar
fór með henni suður.
Á að afnema
útvarps-
messur?
„Það verður að segjast eins og
er að ég er gamall áhangandi
útvarpsmessunnar, ekki síst
um jól og áramót. Kristnin er
vitaskuld snar þáttur í menn-
ingu okkar og arfleið, en trú-
frelsi er á hinn bóginn æski-
legt, að ég tali nú ekki um
umburðarlyndi íþessum efn-
um. Þarna er því æskilegt að
fara milliveginn - milii frelsis
og hefða - en eflaust má deila
um hver á að leggja þann veg
og halda honum við."
Hann segir / Hún segir
„Nei, svo sannarlega ekki. Yrði
þetta gert myndu ekki bara
við prestarnir kvarta heldur
líka fólkið úti íþjóðfélaginu -
þvi það er alveg ótrúlega mik-
ið hlustað á þetta efni, hvort
sem það eru morgunbænirnar
eða messan. Maður fær jafnvel
viðbrögð aföllu landinu eftir
ræðurí útvarpsmessunni."
fris Kristjánsdóttir, sóknar-
prestur i Hjallakirkju.
Magnús Kjartansson, varaformaður Stefs, segir að íslensk símafyrirtæki græði
hundruð milljóna króna á fólki sem sækir tónlist ólöglega í gegnum Netið. Upplýs-
ingastjóri OgVodafone telur upphæðina ofáætlaða. Útgefendur og listamenn íhuga að
skera upp herör gegn ólöglegri úthlutun tónlistar innanlands gegnum forritið dc++.
Segir símatyrir-
iækin tiafa milljónir
al listamönnum
„Ég held að það sé
óhætt að segja að
þetta sé nú verulega
ofáætlað hjá Magnúsi'
„Við erum að tala um hundruð milljóna króna
tekjur símafyrirtækjanna af ólöglegu athæfi við-
skiptavina þeirra," segir Magnús Kjartansson,
varaformaður Stefs, Sambands tónskálda og eig-
enda flutningsréttar, um sókn fólks í tónlist og
kvikmyndir í gegnum Netið.
Áskrifendur ADSL-þjón-
ustu hafa þak á því hversu
mikið magn efnis hægt er að
hlaða inn frá útlöndum. Þeg-
ar komið er yfir þau mörk er
greitt aukalega fyrir hvert
megabit. Hjá Símanum og
OgVodafone kostar hvert
megabit umfram þakið 2,5
krónur ef sótt er erlendis frá.
Hægt er að semja um 100
megabita þjónustu og upp
undir 5000 megabit, en greitt
er fyrir hærra magn gagna.
Kvikmynd af venjulegum
gæðum er 700 megabit að
stærð, en lög í mp3 formi oftast um 5 megabit.
Því má gera ráð fyrir að hver kvikmynd sem sótt
er gegnum Netið frá útlöndum kosti áskrifand-
ann um 1.750 krónur.
Magnús segir að mikið sé um að unglingar
nýti ADSL-tengingu foreldra sinna til að sækja
kvikmyndir og lög, til dæmis gegnum forritið
Kazaa og dc++. „Reikningurinn fyrir niðurhölun-
armagnið kemur á símareikninginn hjá pabba og
mömmu. Svo eru menn að býsnast yflr því hvað
síminn sé dýr og skilja ekki hvað er að gerast. Á
meðan unglingar eru að sækja þetta um Netið
eru foreldrarnir að borga alveg eins og þetta sé
keypt úti í búð. Það eru bara símafyrirtækin sem
græða á þessu. Þau græða hundruð milljóna á
gögnum sem fást erlendis frá, að stórum hluta
höfundarréttarskyldu efni," segir hann.
Pétur Pétursson, upplýsingastjóri OgVodafo-
ne, segir það þekkt að almenningur hlaði inn
Pétur Pétursson
Dæmi um að foreldrar
komi og kvarti undan
háum netreikningum
eftir að börn þeirra
sóttu efni til útlanda.
efni erlendis frá, en telur að algengara sé að kvik-
myndir og tónlist séu fengin innanlands, sem er
ókeypis.
„Eg held að það sé óhætt að segja að þetta sé
nú verulega ofáætlað hjá Magnúsi, því að flestir
sem hlaða tónlist um etið eru að hlaða af inn-
lendum vefsíðum. Ég get full
yrt að við erum ekki að
sligast undan þeim tekj
um sem við fáum af
þessu. En vissulega
hefur komið fyrir að
fólk komi til okkar
vegna þess að
börn hafa notað
Netið takmarka-
laust og reikn-
ingurinn orðið
nokkuð hár.
Það er fátt ann-
að við því að
segja en að
þessi notkun
kostar og menn
eru upplýstir um
það fyrirfram. Við
getum ekki verið
neinn stóri bróðir
í því hvernig fólk
notar þjónustuna
sem við bjóðum
upp á, ekki frekar
én hvernig menn
tala í símann."
Tekjur OgVoda-
fone af umfram
gagnaflutningi er
lendis frá eru ekki
gefnar upp
°g
segir Eva Magnúsdóttir, upplýsingastjóri Sím-
ans, það sama gilda um hennar fyrirtæki.
Stef hyggst á næstunni hefja átak gegn ólög-
legri dreifingu höfundarréttarskyldrar tónlistar
og kvikmynda í samstarfi við fleiri hagsmunaað-
ila hérlendis. Átakið beinist að því að upplýsa
fólk um lagalegu og siðferðislegu hliðina
á málinu og afleiðingar þess að höf-
undar listar sem almenningur
neytir fái ekki greitt fyrir verk
sín, sem Magnús Kjartans-
son segir að leiði til hnign-
unar listarinnar. Hann
segir erfitt að fást við að
menn nái í efni erlendis
frá, en segist vita af aðil-
um sem dreifa höfund-
arréttarskyldu efni inn-
anlands. „Það eru tölu-
verðar líkur á því að
við tökum á þeim sem
dreifa efni gegnum for-
ritið dc++, af því að
þetta er innanlands.
Við vitum hverjir halda
utan um þetta hér," seg-
ir hann.
jontrausti@dv.is
Magnús Kjartansson Stef
íhugar að ráðast gegn Islend-
ingum sem dreifa höfundar-
réttarskyldu efni innan-
lands gegnum forritið
dc++ á Netinu.
Ævisagnahöfundur kemur til varnar
Hannesi Hólmsteini
Vildi ekki „útbía"
bókina í tilvísunar-
númerum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
brá á það ráð að vísa ekki alltaf með
skipulegum hætti í þær heimildir
sem hann notaði mest, til að útbía
ekki bók sína í tilvísunarnúmerum.
Þetta segir Jakob F. Ásgeirsson,
sagnfræðingur og ævisagnahöfund-
ur, í grein í Viðskiptablaðinu í gær.
Hann segir að fræðimenn og rithöf-
undar hafi bæði fyrr og síðar haft
þann háttinn á að geta þessara mest
notuðu heimilda sérstaklega í eftir-
mála rita sinna eins og Hannes gerir.
Jakob, sem er einn yfirlesara á
handriti Hannesar og gamall vinur
hans, sakar fjandmenn Hannesar
um árásir í hans garð. Hann kallar
Helgu Kress og Gauta Kristmanns-
son fótnótufræðinga sem herji á
Hannes í nafni fræða sinna.
Hannes hefur verið gagnrýndur
fyrir að fara frjáislega með texta
Halldórs og þeirra fræðimanna sem
um hann hafa ritað. Hann hafi nýtt
Jakob F. Ásgeirsson Segir fótnótufræð-
inga herja á Hannes.
bókarkafla og rannsóknir Peters
Hallberg og annarra fræðimanna án
þess að vitna rétt til þeirra.
í nýsamþykktum siðareglum Há-
skóla íslands kemur fram að kennar-
ar, sérfræðingar og nemendur skuli
ekki setja fram hugverk annarra sem
sin eigin. „Þegar þeir nýta sér hug-
Hannes Hólmsteinn Séu ásakanir réttar,
brýtur hann siðareglur Háskóla Islands.
verk annarra geta þeir ávallt heimilda
í samræmi við viðurkennd fræðileg
vinnubrögð," segir í reglunum.
Hannes Hólmsteinn hefur boðað
að hann muni halda blaðamanna-
fund á morgun og verði gestur Kast-
ljóssins um kvöldið.
kgb@dv.is