Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 17
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 1 7
Gunnar 1 Birgisson
segir Tómas góðan félaga
og gefur honum bestu
meðmæli.
L
Kolbrún Halldórsdóttir
telur víst að gera megi
góða veislu fyrir þann pen-
ing.„Hann kemur með flug-
eldasýningu með sér.
Björgvin G. Sigurðsson
Dómarnir um Tómas verða
ekki langir þarsem dvölin
var stutt, efmaður dregur
það saman i eina setningu
Stytting náms til stúdent-
prófs
„Islenska menntakerflð er jafn
dapurlega statt eftir hans dvöl í ráðu-
neytinu og það var íyrir,“ segir Björg-
vin aðspurður um hvað standi uppúr
þegar ferill Tómasar er skoðaður.
Gunnar I. Birgisson er ekki sammála.
„Hann var ekki langan tíma í embætti
en á þeim tfma lagði hann fram frum-
varp um styttingu náms í framahalds-
skólum sem er byltingarkennt. Þeir
sem engu vilja breyta vilja náttúrlega
ekki hlusta á það.“
Björgvin segir, líkt og Gunnar I., að
aldrei hafi reynt mikið á Tómas því
hann dvaldi ekki lengi í menntamála-
ráðuneytinu. Ekki fór mikið fyrir hon-
um né afrekum hans því fyrir lá að
hann væri á leið til Parísar og var líkt
og um hægðist eftir kosningaloforða-
sukkið. „Má kannski nefna þessi
fyrstu drög að slyttingu náms til stúd-
entprófs en um það lét hann vinna
skýrslu. Þann minnisvarða gerði
hann tilraun til að reisa sér á síðustu
dögum. Erfitt er að sjá hvernig því
reiðir af núna, en gekk eins og hann
vonaðist eftir því hugmyndirnar voru
fjarri því að vera nægjanlega vel út-
færðar."
Björgvin segir ekki margt annað
lifa í minningunni um störf Tómasar
Inga og ekki hægt að segja til um hvort
þessi styttingartilraun verði eignuð
honum. „Dómarnir verða ekki langir
þar sem dvölin var stutt, ef maður
dregur það saman í eina setningu."
Hófsemi við brottför
Án þess að hér verði rakin dæmi
þess þá er gjafmildi ráðherra sem eru
að láta af störfum þekkt fyrirbæri í ís-
lensku þjóðlífl. Korteri íyrir brottför
er veitt á báða bóga til gæluverkefna,
heimalraganna og jafnvel vina. Sé
miðað við hversu fjálglega Tómas
Ingi fór með fjármuni skattborgara í
undanfara síðustu alþingiskosninga
þá rann ekki á hann neitt slíkt æði að
sögn Björgvins og nánast sem það
komi flatt upp á alþingismanninn
þegar hann hugsar til þess. Kolbrún
Halldórsdóttir segir það kannski ekki
að undra því hann hafi búið svo vel í
haginn, reddað skíðalyftu í Hlíðarfjall
og slíkt. „Hann hefur treyst hin póli-
tísku bönd.“
Kann diplómasíuna
Kolbrún segir ekki mikið standa
uppúr - fáir bautasteinarnir sem
varði veg Tómasar Inga mennta-
málaráðherra. „Hann náði ekki að
opna Þjóðminjasafnið í sinni tíð.
Náði þó að koma því máli svo langt
að sér fyrir endann á þeirri lokun.
En hann setti ekki nægjanlegan
metnað í verkefnið og klúðraði því
tækifæri. Það kemur í hlut Þorgerð-
ar Katrínar að opna Þjóðminjasafn-
ið. Ég sé ekki að það sé margt sem
hans verður minnst fyrir. ]ú,
Tækniháskólinn! Hann lét smíða
lögin um hann, það er kannski hans
minnismerki og fínt sem slíkt.
Verðum að gefa honum það.“
Gunnar I. efast ekki um að
Tómas Ingi mun verða fyrirtaks
sendiherra. „Alveg hreinar línur að
hann mun standa sig vel í París,
hann er vinnusamur og talar málið
eins og innfæddur. Svo kann hann
diplómasíu út í ystu æsar. Hann
mun sóma sér mjög vel í þessu.“
jakob@dv.is
mm
Senn fækkar um eina sjónvarpsstöðina á markaðnum.
Tilraun sem mistókst. Skjár einn styrkist fyrir vikið.
Skiár tveir hættir
„Já, við teljum of margar sjón-
varpsstöðvar á íslandi og því
höfum við tekið þessa
ákvörðun sem við viljum
kalla sögulega samein-
ingu á íslenskum fjöl-
miðlamarkaði. Skjár
tveir sameinast Skjá
einum," segir Kristinn
Þ. Geirsson forstjóri
Skjás eins.
Útsendingum Skjás tveggja
verður hætt 11. janúar og strax
um næstu mánaðamót
munu áhorfendur Skjás
eins verða varir við þétt-
ari dagskrá þar. Góðir og
vinsælir þættir á borð
við CSI, Will & Grace og
Law and Order: Crim-
inal Intent munu koma
aftur á dagskrá auglýsinga-
sjónvarpsins.
„Við fengum mikla gagnrýni
fyrir að flytja gott efni yfir á Skjá
tvo. Tók of mikinn kraft úr Skjá ein-
um en eftir verður Skjár einn alltaf
ókeypis og miklu sterkari,"
segir Kristinn. Það sem
einkum varð til þess að
Skjár tveir virkuðu ekki
sem skyldi var að ekki
gátu allir harðir aðdá-
endur ofangreindra og
fleiri þátta keypt sér
áskrift því útsendingar
eru um Breiðband Sím-
ans. Og möguleikarnir á að
senda hliðrænt en ekki stafrænt
voru ekki fyrir hendi. „Okk-
ur fannst þetta skemmti-
leg hugmynd, að reyna
að reka áskriftarsjón-
varp samhliða auglýs-
ingasjónvarpi. En nú
förum við aftur til
heimahaganna. Byrjar
um mánaðarmótin aftur á
Skjá einum. Og ekki er úti-
lokað að við förum að sýna eitt-
hvað af bíomyndum líka á Skjá ein-
um.“
Kristinn Þ. Geirsson Allirvinsælu þættirn-
ir sem eru á Skjá tveimur koma afturyfír á
Skjá einn.
Auglýsing um skila-
skyldu og skilafresti
Á ÁRINU 2004 FYRIR LAUNASKÝRSLUR O.FL.
skv. 92. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt
Ríkisskattstjóri hefur skv. 93. gr. laga nr. 90/2003 ákveðið að eftirtöldum gögnum
vegna ársins 2003 skuli skilað til skattstjóra eigi síðar en 26. janúar 2004. Sé gögn-
unum skilað á rafrænu formi framlengist fresturinn til 6. febrúar 2004.
1. Launamiðar og greiðslumiðar (RSK 2.01) vegna launa, lífeyris, tryggingabóta og at-
vinnuleysisbóta o.fl. Á launamiðum komi m.a. fram sundurliðaðar upplýsingar um
hvers konar greiðslur í formi launa og hlunninda, styrkja, bóta eða annarra tekna.
Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi endurgjald fyrir vinnu, bætur, styrki eða
aðrar greiðslur sem skattskyldar eru skv. 7. gr. laga nr. 90/2003.
2. Verktakamiðar (á eyðublaði RSK 2.01). Skilaskyldir eru félög, fyrirtæki, stofnanir og
einstaklingar, sem innt hafa af hendi greiðslurtil verktaka fyrir þjónustu (efni og vinnu).
3. Bifreiðahlunnindamiðar (RSK 2.035). Skilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða
annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólksbifreiðar og ekki
fylla út RSK 4.03 vegna hennar.
4. Hlutafjármiðar (RSK 2.045) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.04). Skilaskyld eru öll
hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnuhlutafélög og sparisjóðir.
5. Stofnsjóðsmiðar (RSK 2.065) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.06). Skilaskyld eru öll
samvinnufélög þ.m.t. kaupfélög.
6. Launaframtal (RSK 1.05) einstaklinga, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi, og lögaðila, sem undanþegnir eru skattskyldu skv. I. kafla laga nr. 90/2003,
hafi þeir greitt laun eða viðbótarframlag í lífeyrissjóð á árinu 2003.
7. Upplýsingar um viðskipti með hlutabréf (RSK 2.08). Skilaskyldir eru bankar, verð-
bréfafyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu, umboðsviðskipti og aðra
umsýslu með hlutabréf.
8. Greiðsluyfirlit (RSK 2.025) yfir hvers konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem
bera takmarkaða skattskyldu hér á landi, og skattskyldar eru skv. 3. tölul. (þjónusta
eða starfsemi innt af hendi hér á landi) og 6. tölul. (leiga og greiðslur fyrir afnot eða
hagnýtingu einkaleyfa og hvers konar annarra leyfa, réttinda, sérþekkingar, o.fl.) 3. gr.
laga nr. 90/2003. Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa greiðslur sem þessar af hendi.
9. Greiðslumiðar (RSK 2.02) yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé,
fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003
og ekki er gerð grein fyrir á skilagreinum RSK, sem taldar eru upp hér að framan.
Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa greiðslur sem þessar af hendi.
Upplýsingum þessum skal ef unnt er, skilað á tölvutæku formi samkvæmt færslu-
lýsingu ríkisskattstjóra, sem finna má á vefsíðu ríkisskattstjóra www.rsk.is. Annars
skal þeim skilað á tilsvarandi eyðublöðum RSK.
Menningarhátíðin í París Hún mun kosta skattgreiðendur 30 milljónir og er að finna
sem sérlið á nýsamþykktum fjárlögum, eyrnamerkt veislunni.
Reykjavík 6. janúar 2004
Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri
RSK