Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004
Fókus DV
Lífið eftir vinnu
• Tríó Ragnheiðar
Gröndal leikur á Kaffi
List klukkan 21.30. Með
Ragnheiði leika Ásgeir
Ásgeirsson gítarleikari
og Agnar Már Magnús-
son orgelleikari. Þetta
eru síðustu tónleikar
Ragnheiðar um hríð en
hún er á leið í söngnám
til Svíþjóðar.
• Hljómsveitirnar
Indega og Hydrus spila
á Fimmtudagsforleik í
Hinu húsinu í Pósthús-
stræti klukkan 20.
• Plötusnúðarnir B-
Ruff, Total Kayoz og Mr.
Slim spila í Setustof-
unni í kvöld og á mat-
seðlinum er djass, fönk
og sóltónlist.
• Sinfóníuhljómsveit fs-
lands heldur Vínartón-
leika í Háskólabíói
klukkan 19.30. Emst
Kovacic stjómar sveit-
inni.
• Leikritið Jón Gabríel
Borkmann eftir Henrik
Ibsen verður sýnt á
stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins klukkan 20.
• Hrafn Andrés Harðar-
son er skáld Ritlista-
hóps Kópavogs í Café
Borg nú í janúar. Sýn-
ingin Bláleikur að orð-
um, sem er framreidd á
málmplötum Gríms
Marinós Steindórsson-
ar, verður opnuð með
upplestri klukkan 20.
• Djasstónleikar verða
haldnir f Vélsmiðjtmni á
Akureyri klukkan 21.30.
• Atli skemmtanalögga
er plötusnúður kvölds-
ins á Glaumbar.
• Allir karlmenn eldri
en 17 ára eru velkomnir
á fyrsta fund vormiss-
eris hjá aðaldeild KFUM
á Holtavegi 28 klukkan
20. Þórarinn Björnsson
guðfræðingur íjallar um
brot úr sögu félagsins
og séra Ólafur Jóhanns-
son flytur hugleiðingu.
• Janúarfundur Hóps
foreldra og aðstand-
enda samkynhneigðra á
Norðurlandi verður á
Sigurhæðum á Akureyri
klukkan 20. Nýir félagar
velkomnir sem fyrr.
Elvis Presley hefði orðið 69 ára 1 dag. Söngvarinn sem boðaði okkur fagnaðarerindi
rokksins og breytti heiminum. Goðsögn og góður gæi í Graceland.
„Svö lengi sem tónlist
verður leikin í heimin-
Kominn á eftírlaun og gætí af stoltí horft y& farinn veg og
glæstan feriL Dáðasti söngvari heimsins og frægur kvikmyndaleik-
ari Hefði stmgið mörg fleiri lög en raunin varð - og sést mun oftar
á hvíta tjaldinu. Söngvarinn sem sló fyrst í gegn með laginu That’s
All Right Mama árið 1956 - en fylgdi ferlinum síðan eftír með ótal
fleiri lögum sem rokkkynslóðin tók sér að hjartastað, eins og raun-
ar margir fleiri Fá ekki allir fiðring við að heyra lög eins og Herat-
break Hotel, Hound Dog Retum to sender eða It’s now or never.
Lögin lifa en söngvarinn dó. Liðin eru bráðiun þijátíu ár sfðan El-
vis Presley barði nestið sitt vestur í Graceland í Bandaríkjunum -
og í dag ættí konungur rokksins 69 ára afinæli í sumra hugum er
hann hins vegar enn lifandi - og mtm áfram verða.
Ruslið qleymist
en Presley lifir
„Svo lengi sem tónlist verður
leikin í heiminum mun Elvis
Presley áfram lifa góðu lífí.
Bítlarnir, Rolling Stones og
þannig rusl munu hins vegar
gleymast og týnast með tím-
anum," segir Sigurdór Sigur-
dórsson blaðamaður. Hann
var einn vinsælasti söngvari
landsins á þeim tíma þegar
Presley sló í gegn, það er á ár-
unum laust fyrir 1960. „Síðan
átti hann annað blómaskeið,
ekki síðra, eftir að hann kom
úr hernum, sem var líklega
1960. Hann og Bill Haly eru
líklega þeir söngvarar sem
ruddu brautina fyrir rokk og
ról tónlist, enda þótt Presley
hafi upphaflega byrjað sem
sveitasöngvari og slegið í
gegn sem slíkur.”
Á rokkárunum söng Sigurdór
meðal annars með hljóm-
sveitum Aage Lorange, Svav-
ars Gests - og fleiri sveitum
raunar. „Ég minnist laga
einsog til dæmis Jailhouse
rock, It’s now or never og al-
veg óskaplega margra fleiri
sem eru alveg ógleymanleg,"
segir Sigurdór - sem kveðst oft
setja plötur kóngsins á fóninn.
Dó alltof
gamall
„Áttundi janúar er alls enginn
hátíðisdagur hjá mér og mér
fannst engin eftirsjá að
Presley. Svo þreyttur var hann
orðinn þegar hann lést í ágúst
1987 að ég held að segja megi
að hann hafi orðið alltof gam-
all,“ segir Þorsteinn Eggerts-
son, textahöfundur og söngv-
ari. Hann er gamalreyndur
rokkari og söng meðal annars
mörg laga Presleys fyrr á árum
- og það við góðan orðstír.
„Það má eiginlega skipta
ferli Elvis Presleys í þrennt. Ég
sé eftir rokkaranum sem fyrst-
ur kom. Hann var bestur.
Kvikmyndaleikarinn var frek-
ar slappur, að ég tali nú ekki
um næturklúbbasöngvarann í
Las Vegas, sem söng í hvítum
samfesting með háan kraga.
Sá var alveg mislukkaður,"
segir Þorsteinn.
Hann bætir því við að
Presley hafi verið bestur þeg-
ar hann var að hefja ferilinn.
„Hann var eins og kátur
hvolpur í fyrstu, en þegar
hann kom til baka úr hernum
var hann eins og þreyttur boli
sem mátti svo sannarlega
muna sinn fífil fegri.“
Lifir í
gegnum mig
„Þú veist að Presley er ekki dáinn. Hann lifir í
gegnum mig - og ég fer í Presley-gírinn eftir að
hafa átt náin kynni við alkóhól, til dæmis á þorra-
blótum," segir Ingvi Hrafn Jónsson útvarpsmaður.
Hann kveðst þó sleppa því að fara í hvíta samfest-
inginn við þessi tækifæri, heldur aðeins syngja af
hjartans einlægni.
„Mér finnst gaman að hlusta á Presley, til dæm-
is lög einsog Jail-house Rock. Og ætli ég haldi ekki
upp á daginn í dag með því að setja geisladisk með öllum gulllögun-
um á fóninn. Ég nýt dagsins í botn með því,“ segir Ingvi.
áfram lifa góðu lifi.‘
Mikil
innlifun
„Það var afskaplega römm taug í El-
vis Presley að syngja gospellög og
ýmsa trúarlega tónlist. Öll nýliðin jól
og áramót var ég að horfa á DVD-
diska þar sem meistarinn syngur slíka
tónlist og innlifun hans er mikil. Þetta
efni var gjarnan tekið upp þar sem
hann bjó eða átti sér samastað hverju
sinni. Gjarnan komu til hans trúarlegir
söngvarar og tóku þar Jagið því Elvis
átti, aðdáenda sinna vegna, ekki fært
að sækja guðsþjónustur eins og venju-
legt fólk, fara út í búð að versla eða
bregða sér á völlinn. Eins og við öll hin
gerum og þykir sjálfsagt," segir Óttar
Felix Hauksson, útgefandi og sultu-
gerðarmaður.
Óttar segir að þegar komi að alþýðutónlist heimsins hafi Presley
tvímælalaust verið fyrirmynd og mótað þá sem á eftir komu. Ekld
þurfi að fara í grafgötur um hvaða áhrif konungurinn hafi haft á til
dæmis Migg Jagger, Bítlana og raunar ótal fleiri tónlistarmenn.
Hefði Presley lifað væri hann 69 ára - og efalítið hefði af því tilefni
verið slegið upp mikilli hátíð í Graceland. Og kannki er það svo - því
sumir eru ekki búnir að bíta úr nálinni með það hvort Prestley sé
yfirhöfuð allur. „Við íslensku aðdáendurnir ættum kannski að halda
hátíð í kvöld og halda upp á þessi tfmamót. Kannski fá Bjögga og
fleiri til að taka lögin. Nei, kannski þarf nú heldur meiri undirbúning,
en það er vel til fundið að gera þetta á sjötugsafmælinu á næsta ári.“