Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 21
DV Fókus FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 21 Stystu hjónabönd Hollywoodsögunnar Þegar fréttist af brúðkaupi Britney Spears hófu veðbankar að ■pPp",H| taka við veðmálum um hversu iengi hjónabandið myndi end- ast. Fæstir áttu þó í upphafi von á því að ógilding hjónabands- ISplf Æ insyrði komin ígegn aðeins nokkrum klukkutímum síðaren sú pp fr varð þó raunin. Þetta stutta hjónaband hennar Britney er þó ^ %} ekkert einsdæmi í Hollywoodheiminum eins og allir vita. 10. Jennifer Lopez & Chris Judd - 9 mánuðir J-Lo á þegar tvö hjónabönd að baki ef allt Ben Affleck kjaftæðið er ekki tekið með. Fyrsta hjóna- bandi hennar lauk eftir árs samveru en ^ þegar hún sagði skil- 11 ið við Chris Judd eft- BXrjjJffPKÍ ir aðeins 9 nránuði. Kappinn hefur þó líklega verið sáttur * * við sitt enda fékk hann 15 milljónir dollara í sinn hlut. 0» Drew Barrymore & Tom Green - 5 mánuðir Þetta var annað hjónaband Drew Barrymore og þrátt fyrir aðeins 5 mánaða gleði var það nærri 10 sinnum lengra en hennar fyrsta. Það hjóna- band fer aftur á móti eldd á listann enda var fyrsti eig- inmaðurinn frekar óþekktur. Bölvun virðist hins vegar hafa verið á hjónabandi Barrymore og Green því á þessum stutta tíma var hann greindur með krabbamein og húsið hennar brann til kaldra kola. 8 Shannen Doherty & Ashley Hamiiton - 5 mánuðir Doherty hefur sagt skilið við felst allt sem hún hefur tekið þátt, þar á meðal nokkra menn, sjónvarpsþætti, kvik- myndir og fjölskyldumeðlimi. Þessi „hæfileikaríka" stúlka mun vera ákaflega erfið í samskiptum og eftir að hún hafði miðað byssu í andlitið á Hamilton gekk hann á dyr. 7• Colin Farrell & Amelia Warner - 4 mánuðir Nærbuxnasafnið hans Colins fer sístækkandi en þar má meðal annars finna undirföt af Britney Spears, Demi Moore og Angelinu Jolie. Eftir að Amelia hafði svo loksins afhent honum nærfötin sín, fjórum mánuðum síðar, var henni hent á dyr og næsta velgjörðarmanni safnsins hleypt inn. Nicolas Cage & Lisa Marie Presley - 3 1/2 mánuður Lísa litla Elvisdóttir þoldi Michael Jackson í tæp tvö ár en gat ekki verið með Nikka nema í rúma þrjá mánuði. Hvað það segir um hjónin skal ósagt látið en víst er að þau eru bæði sjúk á geði. Á þessum þremur mánuðum gerðu þau lít- ið annað en að rífast, þ.e. í þau fáu skipti sem þau hittust en þau bjuggu í raun aldrei saman. 5« Ernest Borgnine & Ethel Merman - 32 dagar Ef marka má frásögn Ethel þá gerði Ernest mikið af því í brúðkaupsferð þeirra árið 1964 að reka við undir sænginni og halda konu sinni fastri þar. Ernest liefur hins vegar vísað þessum ásökunum á bug og segir konu sína fyrrverandi einfaldlega ekki ganga heila til skógar. Þegar Ethel skrifaði ævisögu sína nokkrum árum seinna tileinkaði hún heilan kafla bókarinnar þessu hjónabandi. Kaflinn samanstóð af auðri blaðsíðu. 4» Dennis Rodman & Carmen Electra - 9 dagar Daginn eftir að hafa verið gefin saman á sér- lega rómantískan hátt í Vegas sagði umboðs- maður Rodman honum að Electra væri bara á eftir peningunum hans. Rodman tók þessu að sjálfsögðu með sinni stóísku ró og níu dögum sfðar voru þau skilin. Þau voru svo sundur og saman f einhverja mánuði á eftir en eftir að hafa verið handtekin saman með glás af eiturlyfjum fóru þau á sitthvora meðferðarstofnunina og sáust aldrei framar. «$• Cher & Gregg Allman - 9 dagar Þremur dögum eftir að hafa skilið við Sonny Bono gekk plastdrottningin að eiga Gregg Allman í Vegas. Eftir níu daga heróínfestival eiginmanns- ins ákvað pólíestersöngkonan að sækja um skiln- að. Hún náði því þeim merka áfanga að skilja við tvo menn á 12 dögum. Þau tóku svo saman aftur og þá entust þau í þrjú ár. Éju Dennis Hopper & Michelle Phillips - 8 dagar Þau giftust á hrekkjavöku árið 1970 og Hopper minnist hjónabandsins í æviminningum sínum sem „ágætis tíma þar sem fyrstu sjö dagarnir voru fínir en sá áttundi var slæmur". Phillips sem á þessum tíma söng með Mamas & Papas segir hins vegar að þetta hafi verið átta hamingjusöm- ustu dagar hennar lífs. Hún giftist aldrei framar. 1 • Rudolph Valentino & Jean Acker - 6 klukkutímar Fátt virðist hafa breyst í Hollywood á hundrað árum en þetta sex klukkutíma hjónaband frá 1919 er enn það stysta f sögu margra stuttra Hollywoodhjónabanda. Leikarinn Valentino, hinn suðræni Beckham þess tíma, mun hafa ver- ið hent út af hótelsvítu þeirra hjóna 6 tímum eftir brúðkaupið. Acker segir þau ekki einu sinni hafa náð að sofa saman en hún fór þó ekki tómhent heim því þegar Vaientino lést sjö árum síðar hafði hann sett nafn eiginkonu sinnar fyrrver- andi í erfðaskránna - hún fékk 1 dollara í arf. ••• Ástin kostar sitt $100 milljónir - Amy Irving fékk litlar 100 milljónir dala frá Steven Spielberg eftir 34 mánaða hjónaband. Hjóna- bandið kenndi örðum að gera kaupmála. $60 milljónir - Fjórða eigin- kona Kenny Rogers, Mari- anne, tryggði sér 60 millj- ónir dala sem er helmingi meira en allar hinar konur hans til samans. $45 milljónir - Hjónabönd Michael Douglas hafa kost- að meira en blóð, svita og tár eins og tölurnar bera með sér. Fyrrverandi kona hans Diandra kostaði 45 milljónir dollara. $40 milljónir - íslandsvin- urinn Kevin Costner var giftur Cindy í 16 ár og fyrir það fékk hún litlar 40 millj- ónir dala. Það er smáræði miðað við 16 ár af hreinum leiðindum. $30 milljónir - Að borga 30 milljónir dala fyrir að sofa hjá Whoopi Goldberg er at- hæfi sem vísindaskáldsögu- höfundar geta ekki einu sinni svarað en Ted Danson gerði þetta nú samt þegar hann fór frá konu sini Casey. $25 milljónir - Maggie, fyrr- verandi kona Clint Eastwood, hefur greinilega kunnað að sjúga því eftir 31 árs hjónaband gekk hún út með 25 milljónir dala. $20 milljónir - Julianne Phillips stoppaði stutt hjá Bruce Springsteen en græddi vel. Grúppíur lands- ins ættu að taka hans sér til fyrirmyndar enda náði hún 20 milljónum dollara. $20 milljónir - Þriðja kona Johnny Carson, Joanna, stóð sig mun betur fyrri eiginkonur hans og náði í 20 milljónir. Ekki er vitað livað hún liafði á hann en eitthvað var það. $12 milljónir - Sylvester Stallone munaði ekkert um að henda 12 milljónum í konu sína Söshu til að hún færi. „Þessum peningum var vel varið," sagði hann eftir skilnaðinn. $6 milljónir - Hin danska Brigitte Nielsen krækti einnig í Sylvester Stallone en hafði helmingi minna af honum en Sasha. Hún get- ur þó vel unað við sínar 6 milljónir dala. $3.5 milljónir - Jim Carrey hefur verið noJdcuð virkur í hjónaböndunum og eins og hjá öðrum hefur það kostað sitt. Fyrsta kona hans, Melissa Womer, hafði 3.5 milljón út úr leikaranum. $2 milljónir - Loni Ander- son fékk 2 milljónir frá Burt Reynolds sem verður bara að teljast nokkuð vel slopp- ið hjá Burt gamla enda er hann orðinn nolckuð sjóað- ur í þessum bransa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.