Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Sport DV Fimm nýliðar hjá Eriksson Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englend- inga, valdi landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Svíum á miðvikudag um helgina. Eriksson valdi fimm nýliða, þá Jermain Defoe hjá Tottenham, Robert Green, markvörð Norwich, Alan Thompson hjá Celtic, Jlloyd Samuel hjá Aston Villa og Shaun Wright-Phillips hjá Manchester City. Eriksson ákvað hvíla sex leikmenn frá Chelsea, Manchester United og Arsenal, Sol Campbeli, Ashley Cole, Gary Neville, Paul Scholes, Frank Lampard og Wayne Bridge vegna hins mikla álags sem er á leik- mönnum liðanna en Michael Owen og Kieron Dyer eru meiddir auk þess sem David Beckham er tæpur. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leik- mönnum: David James (Man. City), Paul Robinson (Leeds), Ian Walker (Lei- cester), Robert Green (Nor- wich), Danny Mills (Midd- lesbrough), Phil Neville (Man. Utd), Jamie Carr- agher (Liverpool), Jlloyd Samuel sjá mynd (Aston Villa), John Terry (Chelsea), Jonathan Woodgate (New- castle), Gareth Southgate (Middlesbrough), Anthony Gardner (Tottenham), Dav- id Beckham (Real Madrid), Steven Gerrard (Liverpool), Joe Cole (Chelsea), Nicky Butt (Man. Utd), Jermaine Jenas (Newcastle), Owen Hargreaves (Bayern Mún- chen), Scott Parker (Chel- sea), Shaun Wright-Phillips (Man. City), Alan Thomp- son (Celtic), Emile Heskey (Liverpool), Wayne Rooney (Everton), Darius Vassell (Aston Villa), Alan Smith (Leeds og Jermain Defoe (Tottenham). I ' ■".'X'- 0% ENSKA ÚRVALSDEILDIN Úrslit: Birmingham-Leeds 4-1 0-1 MarkViduka (3.), 1-1 Bryan Hughes (12.), 2-1 Bryan Hughes (67.), 3-1 Mikael Forssell (69.), 4-1 Mikael Forssell, víti (82.). Blackburn-Portsmouth 1-2 0-1 Teddy Sheringham (17.), 1-1 KerimogluTugay (37.), 1-2 Aiyegbeni Yakubu (82.). Charlton-Aston Villa 1-2 1-0 Carlton Cole (8.), 1-1 Darius Vassell (24.), 1-2 Jlloyd Samuel (54.). Chelsea-Wolves 5-2 1-0 Mario Melchiot (4.), 1-1 Henri Camara (22.), 1-2 Jody Craddock (57.), 2-2 Frank Lampard (70.), 3-2 Jimmy Floyd Hasselbaink (77.), 4-2 Jimmy Floyd Hasselbaink (87.), 5-2 Jimmy Floyd Hasselbaink (90.). ( Everton-Middlesbrough 1-1 1-0Tomasz Radzinski (78.), 1-1 Joseph-Desire Job (83.). ( Manchester City-Fulham 0-0 | Southampton-Tottenham 1-0 1 -0 Rory Delap (64.). 'ífr - ' Bolton-Newcastle 1-0 Henrik Pedersen (4.). Leicester-Llverpool 0- Arsenal-Manchester United 1- 1-0Thierry Henry (50.), 1-1 Louis Saha (86.). Sven fram- lengirtil 2008 Sven-Göran Eriksson skrifaði í gær undir samn- ing við enska knattspyrnu- sambandið um að þjálfa liðið fram yfir Evrópu- keppnina 2008. Eriksson var með samning um að þjálfa liðið fram yfir HM í Þýskalandi 2006. Eriksson hefur þráfaldlega verið orðaður við Chelsea og mun ákvörðun hans um að framlengja samninginn núna helgast af því að hann vill binda enda á sögu- sagnirnar um Chelsea. „í hinum fullkoma heimi hefði ég ffamlengt samn- inginn eftir Evrópukeppn- ina í sumar. Vegna um- ræðunnar upp á síðkastið taldi ég hins vegar nauðsynlegt að skrifa undir 1 nýjan samning til að stöðva þessa umræðu." Arsenal 30 22 8 0 58-20 74 Chelsea 30 21 4 5 57-24 67 Man Utd 30 19 5 6 56-30 62 Liverp. 30 12 10 8 42-31 46 Newcas. 30 11 12 7 41-31 45 Birming. 30 12 9 9 37-36 45 A. Villa 30 12 7 11 38-35 43 Charlton 30 12 7 11 41-39 43 Fulham 30 11 7 12 42-40 40 Soton 30 10 9 11 30-28 39 M'Boro 30 10 8 12 35-39 38 Spurs 30 11 4 15 40-47 37 Bolton 30 9 10 11 34-46 37 Everton 30 8 10 12 36-41 34 Blackbu. 30 8 7 15 42-48 31 M. City 30 7 10 13 41-42 31 Portsm. 30 8 6 16 32-45 30 Leicest. 30 5 13 12 39-52 28 Leeds 30 6 7 17 29-60 25 Wolves 30 5 9 16 26-62 24 Staðan: Thierry Henry, Arsenal Alan Shearer, Newcastle Ruud van Nistelrooy, Man. Utd Louis Saha, Man. Utd Mikael Forssell, Birmingham Juan Pablo Angel, Aston Villa Nicolas Aneika Man. City Robbie Keane, Tottenham Jimmy Fl. Hasselbaink, Chelsea Les Ferdinand, Leicester City Michael Owen, Liverpool Robert Pires, Arsenal James Beattie, Southampton Paul Scholes, Man. Utd. Andy Cole, Blackburn Þrjú mörk Jimmy Floyd Hasselbaink fagnar hér einu af þremur mörkum sinum gegn Wolves á laugardaginn en kappinn átti einmitt 32 ára afmæli þennan dag. Reuters UWrHUTúTTmT'Tt ... ........... Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink kom, sá og sigraði á Stamford Bridge á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður hjá Chelsea gegn Wolves þegar hálftími var eftir af leiknum og staðan var 2-1 fyrir Wolves. Chelsea náði að jafna og Hasselbaink gerði sér síðan lítið fyrir og skoraði þrennu á fjórtán mínútum sem tryggði Chelsea mikilvægan sigur í toppbaráttunni. JIMMY FL. HASSELBAINK Faeddur Heimaland: Haeð/Þyngd: Leikstaða: 27. mars 1972 Holland 182 cm/86 kg Sóknarmaður Hasselbaink skaust fyrst fram á sjónarsviðið hjá portúgalska liðinu Boavista. George Graham, þáverandi knattspyrnustjóri Leeds, keypti Hasselbaink sumarið 1997 og hann þakkaði fyrir sig með því að skora 43 mörk í 87 leikjum á tveimur kepppnistímabilum. Hann yfirgaf hins vegar félagið sumarið 1999 þar sem honum fannst hann ekki fá nægilega vel borgað og var seldur til spænska liðsins Atletico Madrid. Þar fór hann hamförum, skoraði 32 mörk í deildinni þrátt fyrir að Madridar-liðið félli og sumarið 2000 sá Gianluca Vialli, þáverandi stjóri Chelsea, sér leik á borði og keypti kappann fyrir 15 milljónir punda. Hasselbaink hefur staðið sig vel hjá Chelsea, verið stöðugasti markaskorari liðsins og þegar menn hafa afskrifað hann þá hefur hann risið upp. Fyrri lið: Stormvogels Telstar, AZ Alkmaar, Campomairorense, Boavista, Leeds, Atletico Madrid. Delldarleikir/mörk: 170/89 Landsleiklr/mörk: 18/7 Hrós: „Jimmy hefur margoft sýnt hvers hann er megnugur og hann hefur aldrei brugðist okkur. Þessi þrenna hans var glæsileg," sagði Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, um Hasselbaink eftir leikinn gegn Wolves.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.